Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 50
spyrja mig hvort ég ætti ekki wisky. Ég þverneitaði því að nokkur slíkur vökvi væri um borð í skipinu. Hann hélt þó áfram að nuða í mér og kvaðst vera óskap- lega kvefaður. Cold, Cold, endur- tók hann i sífellu. Ég var nú ekki sérlega sterkur í enskunni og hélt að hann væri að kvarta um kulda og játaði því þó að mér fyndist reyndar ekkert kalt, í það minnsta á íslenska vísu. En svo þegar hann fór að benda ofan í kok á sér, fór mér að þykja ótrúlegt að honum væri mjög kalt þar niðri. Ég fór því að basla við að gera honum skilj- anlegt að það væri kannski frekar von um wisky þegar við færum út aftur. Hann var fljótur að skilja það. En svo brá hann sér allt í einu í annan ham og varð nú óskap- legur vesældartónn í máli hans. Hann sagði að markaðurinn væri á núlli og engin sala. Við þessar vofeiflegu fréttir setti mig hljóðan. Ætlaði þá allt að ganga á aftur- fótunum í þessum túr? Hafði ég kannski gert regin skyssu að landa ekki í Aberdeen, þar sem ég hefði getað skotið mér bak við storminn eða að fiskurinn hefði legið undir skemmdum vegna veltings? Jæja það varð þá bara að hafa það. Ég hafði allavega gert skyldu mína og farið eftir fyrirmælum. En það yrði annað en gaman að horfast í augu við stýrimanninn eftir að hafa selt fyrir tvö til þrjú hundruð sterlingspund. Þetta setti nú kórónuna á allt saman. Þótt skap mitt færi niður á núllpúnkt eins og markaðurinn, þá ákvað ég samt að steinhalda kjafti um þessar hrak- smánarlegu fréttir, því að ég sá á svip rórmannsins að hann hafði ekkert skilið. Ég var ekki í skapi til að halda uppi samræðum það sem eftir var leiðarinnar. Þegar hafn- sögumaður spurði hversvegna neglt væri fyrir gluggana og engin hurð fyrir brúnni, svaraði ég stutt- lega: „Röff see in the Atlantic 50 ocean.“ „En hvað kom fyrir kompásinn?“ spurði hann. „Röff see“, svaraði ég fýldur. Ég þóttist sjá b'rosleiftur í augum hans og hugsaði. Hann er svo sem ekki að hafa samúð með manni, Tjalla garmurinn. Það var komið myrkur þegar við komum upp til Húll og hafn- sögumaður skipaði að láta akkerið falla. Ég gaf stýrimanni skipun um það. Akkerið var losað. Það hreyfðist ekki. Svo öskraði stýri- maður: „Akkerið fast.“ Nú var mér nóg boðið og ég öskraði á móti: „Gáið í keðjukjallarann, bölv- aðir aularnir ykkar“, og stein- gleymdi að ég var að tala við gamalreyndan siglingamann. Tjallanum líkuðu öskrin vel, en þegar hann sá að þau dugðu ekki, fór hann að ókyrrast. Skipið rak og var fljótlega komið út fyrir legu- plássið. Hann fór að hoppa í brúnni og öskra: Lagó, La-gó. Þegar ekkert virtist duga, sagðist ég ætla að skreppa framundir. Ég hljóp fram í lúkar. Stýrimaður stóð á brúninni á keðjukjallar- anum og góndi niður. Ég þeytti honum frá í illsku og stökk niður. Ég sá fljótlega hvað hafði komið fyrir. Keðjan, sem átti að vera neðst, var komin efst. Hún hafði bókstaflega snúist við. Ég stökk aftur upp í brú og skýrði hafn- sögumanni frá þessum staðreynd- um. Hann glápti á mig vantrú- aður. „Fór skipið á hvolf eða hvað?“, spurði hann. „Hvað tekur langan tíma að laga þetta?“ bætti hann við. „Alltaf klukkutíma", svaraði ég. Lítill hafnarbátur fylgdist með okkur, hefur líklega átt að flytja hafnsögumanninn frá borði. Hann kallaði til mannanna í bátnum og þeir ræddu um ástandið. Þetta braut í bága við fastar reglur og ef það er nokkuð sem Englendingum er ógeðfellt, þá er það að breyta út af föstum venjum. „Jæja, það er víst ekki um ann- að að ræða, við förum inn í Dokk“, sagði hann fýldur á svip. Ég skildi að þetta var afskaplega erfið ákvörðun. Þegar við kvöddumst á bátaþil- farinu spurði hann með skelmis- glampa í augum: „Hvað myndir þú gefa þeim, sem segði þér að þú mundir selja fyrir sjö hundruð pund og standa við það?“ Það kom fát á mig. Hafði bölvaður tjallinn þá verið að plata mig? En ég varð allt í einu svo glaður að ég rauk á hann og faðmaði hann að mér. „Ég . .. ég mundi gefa honum Wisky flösku, kannski tvær“, sagði ég- „Þakka þér fyrir, við sjáumst! Ég fer með þig út“, sagði hann og við tókumst fast í hendur. Ég sagði stýrimanni að hífa alla akkeriskeðjuna upp á lúkarsgólfið og sjá til þess að hún yrði lögð vel niður. „Ég hef nú séð akkeriskeðju fyrr, en þú hefur kannski einhver ráð með að snúa henni við aftur á heimleiðinni.“ Ég vildi ekki rífast við mér eldri og reyndari mann, svo að ég þagði. En þetta voru einu orðin, sem á milli okkar fóru í þessari Englandssiglingu. Um klukkan fimm að enskum tíma var byrjað að landa og ég var að sniglast um löndunarplanið allan tímann. Verðið var með besta móti og ég var í sólskins- skapi, en ekki yrtum við stýri- maður hvor á annan enda þótt hann væri þarna líka eins og hon- um bar. Um morguninn, þegar löndun var lokið, var mér ekið upp á skrifstofu Boston Deepsee. Þar var ég kynntur fyrir forstjóranum og fékk að vita um söluna. Sjö- hundruð og fjörutíu pund. Mjög gott sagði forstjórinn og bauð mér vindil. Ég afþakkaði. Cigarettu þá. Ég afþakkaði aftur. Wisky þá. Ég VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.