Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 19
Við eigum að taka skipin í landhelgisfluginu 19. ágúst, sem sagt er frá á öðrum stað í blaðinu, var færeyskur togari staðinn að veiðum 2 sjómílur innan íslensku fiskveiðimarkanna. Þegar Sigurður Árnason skipherra tilkynnti honum það kvaðst hann vera fyrir utan samkvæmt sínu sjókorti. Var staðsetning gæslumanna röng eða laug færeyski skipstjór- inn til að komast hjá handtöku? Nei, ástæðan var allt önnur. Við vorum staddir á miðlínu milli ís- lands og Færeyja. Allt frá árinu 1975, þegar við íslendingar færð- um fiskveiðilögsöguna út í 200 sjómílur, hafa Danir véfengt rétt okkar til að nota Hvalbak sem grunnlínupunkt. Sama gildir reyndar um Kolbeinsey. Færeyski skipstjórinn var með danskt sjókort og þar lá miðlínan eins og brotna línan á kortinu sýnir. Samkvæmt því var hann innan sinnar eigin lögsögu og meira að segja 8 sjómílur fyrir innan mörkin. Á þeim stað sem færeyski togarinn var á veiðum er sneiðin milli miðlínanna 10 sjó- mílna breið. „Við eigum að taka skipin sem eru á þessu svæði, til að fá dóms- úrskurð um hvar við stöndum. Bæði við og færeysku fiskimenn- irnir erum eiginlega í lausu lofti, þar sem við vitum ekki hvar mörkin eru.“ Þannig fórust Sigurði Árnasyni orð, er hann var spurður álits á þessu. Að sjálfsögðu átti Sigurður við þau skip er ekki hefðu tilskilin leyfi. Skipum stuggað útfyrir Þegar fiskveiðilögsagan var færð útárið 1975 mótmæltu Danir strax Hvalbak og Kolbeinsey sem grunnlínupunktum. „Við höfum haldið fast fram rétti okkar til hinna umdeildu svæða, og í þau tvö skipti sem komið hefur verið að færeyskum bátum á svæðinu út af Hvalbak hefur þeim umsvifalaust verið stuggað í burtu.“ Þetta voru orð Ólafs Egilssonar í utanríkisráðu- neytinu. Ástæðan mun einkum vera sú að hafréttarmál eru í mótun, þar sem Hafréttarráðstefna Samein- uðuþjóðanna hefur ekki lokið störfum. í þeim texta, sem nú liggur fyrir segir eitthvað á þá leið, að sé skemmra milli landa en 400 sjó- mílur skuli stuðst við sanngirnis- sjónarmið og miðlínu þar sem hún telst eðlileg. Mörkin gætu því í vissum tilvikum legið nær öðru landinu en hinu. Sumir halda því fram, að varð- andi Grænland, en austur strönd þess er að mestu óbyggð og engar fiskveiðar stundaðar þaðan, eigi þetta sanngirnissjónarmið við þannig að við ættum jafnvel að fá meira en helming hafsvæðisins, skiptir þá ekki höfuð máli hvort miðað er beinlinis við Kolbeinsey eða ekki. Hvað viðvíkur Færeyjum horfir málið öðruvísi við. Þjóðirnar beggja vegna hafsins lifa á fiski- veiðum og sanngirnissjónarmið ættu tæplega að auka rétt okkar íslendinga þar. En ætti hann að minnka frá því sem nú er? Rockall ekki sambærilegur við Hvalbak og Kolbeinsey I umræðum um Rockall hefur 19 Kort þetta sýnir hvað íslenska efnahagslögsagan skerðist við það að Hvalbakur og Kolbeinsey falli út sem grunnlínupunktar. Brotna línan verður þá miðlína. VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.