Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 54
um vissi hið minnsta um þetta
ævintýri. Ekki var nú samviskan
samt alveg dauð, því að ég var að
hugsa um hvort ég ætti ekki að
stinga af þegar vagninn stað-
næmdist næst. En það varð nú
heldur lítið úr því. Þó að andinn
væri reiðubúinn, var holdið veikt.
Og þegar vagninn staðnæmdist,
lét ég leiða mig eins og sauð til
slátrunar. Hún leigði herbergi í
húsi skammt frá þar sem við fór-
um úr vagninum. Við gengum upp
einn stiga og ég setti vel á mig
húsaskipan alla, minnugur allra
þeirra sagna um píur, sem lokk-
uðu menn tij, sín í þeim tilgangi
einum að ræna þá. Nei, hugsaði
ég, þessi er ekki af þeirri tegund.
Það var eitthvað kunnuglegt við
hana. Mér fannst hún vel geta
verið íslensk. Svo gengum við inn í
herbergið hennar. Þar var lítið
inni nema breitt rúm með nátt-
borðum. Ein mynd hékk þar á
vegg, hún var af miðaldra manni
með snúið yfirvararskegg. Það
mátti sjá svo mikinn svip með
stúlkunni og þessum manni á
myndinni, að ég spurði hvort þetta
væri faðir hennar. Hún kinkaði
kolli.
„Á hann heima hér í Húll?“,
spurði ég.
Útbúum lyfjakistur fyrir skip
og báta.
Eigum ávallt tilbúin lyfja-
skrín fyrir vinnustaði, bif-
reiðar og heimili.
INGÓLFS APÓTEK
Hafnarstræti 5. Sími 29300
„Nei, hann býr í Dublin, ég er
írsk .. “ Nú rann upp ljós fyrir mér
og ég skildi hvers vegna mér hafði
fundist hún svona geðþekk. Hún
var svo nauðalík sumum íslensk-
um konum. Hvað skyldu vera
margir ættliðir á milli okkar ef við
ættum sama forföður? Eflaust
tuttugu til þrjátíu. Jæja, ég var
staðráðinn í að sofa hjá henni í
nótt, hvað sem öllum skyldleika
viðvék.
„Viltu hátta strax?“, spurði hún.
Ég hneigði höfuð til samþykkis.
Hún tók ofan af rúminu og af-
klæddi sig. Prýðilega vaxin, hugs-
aði ég.
Herbergið var lítt upphitað og
rúmfötin ísköld. Við hjúfruðum
okkur hvort að öðru og þegar
okkur fór að hitna fórum við að
tala saman og ég fór að spyrja
hana um æskustöðvarnar. Hefði
hún ekki minnt mig á, hefði ég
líklega steingleymt erindinu. Hún
var ekkert nema samviskusemin
og vildi láta mig fá sem mest fyrir
aurana mína. Hún hét Eva Wales
og hafði dvalið þrjú ár í Húll. Um
morguninn fékk hún mér nafn-
spjaldið sitt, ef ég skyldi koma
aftur til Húll innan skamms. Við
kvöddumst með kærleikum en ég
hef aldrei séð hana síðan. En
mörgum spurningum fékk ég
svarað þessa nótt, þótt sumar
kæmu dálítið á óvart. Ég upp-
götvaði þegar ég kom um borð að
Eva hafði stungið mynd af sér í
jakkavasa minn. Hún stóð á bað-
strönd í baðfötum og brosti við
heiminum. Áratugum seinna
Allt I lagi, Ólafur í dag færðu enga reikninga.
54
VÍKINGUR