Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 39
Ragnar Þorsteinsson:
Jól í hafl
Það var síðla árs 1932 eða nán-
ar tiltekið þremur dögum fyrir
aðfangadag. Ég var stýrimaður á
tvö hundruð smálesta fiskiskipi,
sem stundaði línuveiðar á svæðinu
frá Reykjanesi og norður í Kollu-
Ragnar Þorsteinsson, höf-
undur þessarar frásagnar,
var í fjölmörg ár sjómaður,
og skipstjóri á bæði togur-
um og bátum. Árið 1943
keypti hann Höfðabrekku í
Mýrdal og bjó þar í 25 ár.
Síðastliðin 11 ár hefurhann
starfað í Seðlabankanum.
Ragnar hefur gefið út alls
10 bækur, skáldsögur og
barnabækur, auk þess sem
f jölmörg ljóð og sögur hafa
birst eftir hann í tímaritum,
þar á meðal í Víkingnum.
ál. Við ísuðum í skipið og vorum
ný komnir inn til Reykjavíkur með
tvö þúsund körfur.
Við vorum áður búnir að sigla
eina ferð til Englands og höfðum
landað í Aberdeen.
Skipstjórinn kom nú að máli við
mig og kvaðst nauðsynlega þurfa
að fá sér frí og spurði hvort ég vildi
sigla fyrir sig sem skipstjóri þenn-
an túr, þaðm ætti að landa í Húll.
Nú hafði ég ekki siglt til Englands
nema þessa einu ferð og aðeins til
Aberdeen. Að vísu var ég nýbúinn
að fá skipstjórnarréttindi og mátti
því skrá skipshöfn á skip. Skip-
stjóri lofaði að útvega stýrimann,
en við áttum að fara út um kvöld-
ið.
Það urðu engin vandkvæði á að
ráða stýrimann, því að margir
voru atvinnulausir um þessar
mundir. Kreppan skollin á með
fullum þunga og margir útgerðar-
menn börðust í bökkum eða höfðu
lagt upp laupana. Stýrimaðurinn
var því ekki valinn af verri end-
anum, alkunnur siglingamaður og
hafði verið skipstjóri á Gottu í
sauðnautaleiðangrinum til Græn-
lands um tveimur árum fyrr. Ég
fann strax til öryggiskenndar með
svona vanan mann og hugði gott
til.
Við létum úr höfn á þeim tíma,
sem ég hafði tiltekið. Það var að
syrta að með él og ég sá ekki betur
en að hann væri að ganga í suð-
vestan rudda. Ég fór því ekki niður
fyrr en komið var suður úr Húll-
inu. Ég setti stefnu á Stórhöfða-
vitann og fór svo niður og bað að
vekja mig ef veður versnaði.
Nú gerði rok um tíma og stórsjó
en ekki var ég vakinn. Skipið var
afburða sjóskip, á lensi og á hlið.
Það var hvalbakslaust og vildi
sullast yfir það að framan full-
hlaðið í mótvindi og miklum sjó.
Ég kom á vakt kl. 4 um nótt-
ina og var vindur heldur genginn
niður en haugasjór. í þennan tíma
voru siglingatæki á þessari tegund
skipa ekki margbrotin. Það voru
tveir áttavitar, vegmælirinn eða
loggið og sjókort. Þá hafði ég rekið
mig á sextant í skáp í skipstjóra
klefanum. Þar með voru tækin
upptalin. Engin talstöð, engin
dýptarmælir. Um klukkan sjö um
morguninn áttum við eftir logginu
að fara að sjá Stórhöfða vitann. É1
voru mjög þétt og ekki sást vitinn.
Ég sigldi enn í fimm sjómílur, en
vitinn sást ekki að heldur. Ég þorði
ekki að halda áfram í sundið, svo
að segja alveg blindandi. Ég hægði
því á og hélt uppí með hægri ferð.
Mér fannst heldur ekki fýsilegt
að'sigla á móti og út fyrir sker í
þessum hroða. Hann dúraði nú
dálítið en náði sér því betur upp
með sjóinn. Við vorum þrír í
brúnni og ég stóð við brúarglugga
bakborðsmegin, ef ég skildi sjá
vitann. Allt í einu gein við okkur
himinhá alda. Ég skellti aftur
glugganum, stökk yfir að pólkom-
pásnum og hélt mér í hann og
sagði hásetunum að beygja sig vel
niður. f sama bili datt skipið niður
að framan svo snöggt að brotið
kom ekki við framhluta þess en
lenti með fullum þunga á brúnni
og mest á efri hluta hennar. Allir
gluggar í brúnni að frafnan fóru í
mask aftur í þil. Hurðin aftur úr
brúnni brotnaði í smátt og áttavit-
inn í þaki brúarinnar skall niður í
gólf, rétt aftan við hausinn á mér.
VÍKINGUR
39