Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 5
Góður, framsækinn og aflasæll skipstjóri er og verður mikilvægasti hlekkurinn
í útgerð hvers skips. Frumkvæði útgerðar og skipstjómarmanna við veiðar utan
lögsögu er nú orðinn stór þáttur í tekjum og afkomu þjóðarinnar.
Það eru skipstjórar sem tekið hafa ákvarðanir um að gera út á áhættuna af
útgerð á fjarisegum miðum og skipstjórar sem hafa þróað veiðar á nýjum mið-
um með nýjum og betri veiðarfærum. Eftir sem áður gildir enn máltækið að
engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Útgerð og áhöfn, hvort sem er á
fiski- eða farskipi, myndar keðju.
Sem betur fer er á íslandi enn mikið af góðum og dugmiklum sjómönnum.
Ég skrifaði fyrir nokkru grein þar sem ég hvatti til veiða utan lögsögu á veiði-
svæðum og fiski sem við þá sinntum lítið. Vissulega höfðu á þeim tíma verið
stundaðar úthafskarfaveiðar með góðum árangri á nokkrum frystitogurum,
einkum frá Hafnarfirði. Ég hvatti til þess að stóru frystiskipin tækju að sér það
verðuga verkefni að stækka auðlindina með þessum hætti og minni fiskiskipin
fengju aukin verkefni innan lögsögunnar, tækist að auka tekjur stærri skipanna
utan lögsögunnar. Ekki urðu þessi skrif mín til að vekja mikinn fögnuð allra.
Meðal annars var því lýst yfir af norðlenskum dugnaðarskipstjóra og aflakló að
ég væri óhæfur til fiestra verka og mikið ólán fyrir Vestfirðinga að eiga mig fyrir
varaþingmann. Það hefur hins vegar sýnt sig að það sem ég lagði til er orðið og
stóru frystiskipin veiða nú allt að hálft árið utan lögsögu og mesti vaxtarbroddur
stórútgerðarmanna er tekjur af veiðum utan lögsögu. Þetta er vissulega mjög
jákvæð þróun og vinur minn að norðan og samherjar hans voru sennilega afla-
<hæstir utan lögsögu á síðastliðnu ári. Ég dreg þetta hér fram vegna þess að nú
er orðið raunhæft að l'rta til þess í Ijósi aukinna veiða á karfa, rækju, síld og þors-
ki utan lögsögu að strandveiðiflotinn, sem aflar hráefnis fyrir landvinnsluna, fái
aukna hlutdeild í afiaheimildum. Ég tel það líka ákveðið réttlætismál að þannig
verði staðið að málum og það leiguliðakerfi, sem útgerð og sjómenn á vertíðar-
og ísfiskskipunum hafa mátt búa við, verði aflagt.
Þetta þýðir í fyrsta lagi að auka þarf afla áðumefndra skipagerða meira en
þeirra sem nú þegar hafa meiri verkefni en þau komast yfir að veiða ef nýta á
alla möguleika til veiða utan lögsögu. Þetta á ekki að gera með því að banna
veiðar togara innan lögsögu eins og áköfustu öfgamenn leggja til og nefna þá
ýmist 50 eða 200 sjómílur. Þetta á hins vegar að gera með sömu aðferð og
notuð var þegar sjómenn og útgerðir voru skert vegna sértekna af veiðum
innan lögsögu þegar kvótakerfið var sett á. Við þá skerðingu hafa menn mátt
búa nú í rúman áratug og sama var uppi þegar úthafsrækjan var sett inn í
kvótakerfið. Þá urðu menn að velja hvort þeir vildu rækju og afsöluðu sér þá
botnfiski í staðinn. Þess vegna verða þeir, sem nú fá tryggðan aðgang að um-
sömdum afla, t.d. úthafskarfa og sBd, að láta til baka dálítið af sínum heimildum
innan lögsögu.
1 öðru lagi þarf nauðsynlega að afnema leigu- og sölukerfi á óveiddum afla og
jafnframt tryggja að sá afli sem ekki veiðist komi til endurúthlutunar til þeirra skipa
sem vantar verkefni. Verði þetta hvort tveggja gert tel ég að ná megi mun betri
sátt um stjómunarkerfi fiskveiðanna, „kvótakerfið", en nú er. Reyndar má segja
að alls engin sátt sé um núverandi kvótakerfi meðan leigu- og sölukerfið er við
lýði. Það sýna best tvö allsherjarverkföll á liskiskipaflotanum sfðastliðin þrjú ár.
í þriðja lagi á allur afli sem landað er til vinnslu innanlands að seljast á fiskmark-
aði og tryggja þannig sem bestan arð í veiðum og vinnslu öllum til hagsbóta.
Með von um að ekki þurfi þriðja verkfallið til þess að lagfæra starfsumhverfi
og kjör sjómanna og að svo mikil réttsýni og samhugur sé enn með íslenskri
sjómannastétt að þeir sem best og mest hafa í sig og á við veiðar líti af sann-
gimi og mannúð til þeirra sem ekki hafa lengur lifibrauð vegna l'rtils afla eða litils
l^taj^ímmjT^nr|ðnim^_^^__Gleðilegjá. Guðjón A. Kristjánsson
Útgefandi: Farmanna- og fiskimannasamband íslands,
Borgartúni 18, 105 Reykjavík.
Ritstjóm: Hverfisgötu 8-10,101 Reykjavík, sími 562 6233, fax 562 6277.
Afgreiðsla: sími 562 9933. Auglýsingar: sími 587 4647.
Ritnefnd: Guðjón A. Kristjánsson
Benedikt Valsson
Hilmar Snorrason
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurjón Magnús Egilsson
Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttir
Setning og tölvuumbrot: Útgáfufélagið
Filmuvinna, prentun & bókband: Grafík ehf.
Forseti FFSÍ: Guðjón A. Kristjánsson.
Framkvæmdastjóri: Benedikt Valsson.
Aðildarfélög FFSÍ: Skipstjórafélag (slands, Skipstjórafélag Norðlendinga,
Stýrimannafélag (slands, Félag islenskra loftskeytamanna, Félag bryta,
Félag matreiðslumanna, Skipstjóra- og stýrimannafélögin: Aldan, Reykjavík;
Bylgjan, ísafirði; Hafþór, Akranesi; Kári, Hafnarfirði; Sindri, Neskaupstað;
Verðandi, Vestmannaeyjum; Vísir, Suðumesjum; Ægir, Reykjavík.
Forsíðumyndin
er tekin af Sigurjóni
Magnúsi Egilssyni
á Akureyri.
6 Sjómenn lifa ekki
eðlilegu fjölskyldulífi
7 Ólafur Ólafsson landlæknir
ræðir um slys á sjómönnum
8 Sæmundur Friðriksson kominn í land
10 Guðjón A. Kristjánsson slær frá sér
12 Sjómenn gleymdust við gerð frumvarps um fjölskyldustefnu
14 Meirihluti þingmanna styður sjómannaafsláttinn
16 Utan úr heimi: Launahækkanir hjá Flippum, Heimta kaupið sitt,
17 Hrakfarir á skemmtiferðaskipi, Ekki kvartað hér,
18 Skipum fækkar líka, Ekki alltaf hamingja, Laumafarþegavandinn
20 Féllu fyrir morðingjahendi
21 Islenskum farmönnum fækkar og fækkar og fækkar
Deilt um lífeyrismál
sjómanna
Bjarni Sveinsson svarar grein
úr síðasta blaði.
27 Slasaðist um borð
Var dæmdur til ábyrgðar.
38 Jólabækumar
og Víkingurinn
Birtir kaflar úr fimm bókum
sem áskrifendur geta unnið í áskriftarleik Víkingsins.
50 Þingmenn heita stuðningi við kröfur sjómanna
Ætla að styðja kröfur um afnám kvótabrasksins
og að allur fiskur fari á markað.
54 Árangurinn af formannaráðstefnu Farmanna-
og fiskimannasambandsins
64 Frásögn úr ævintýralegri siglingu í seinna stríði
Finnur Daníelsson frá Akureyri skrifar.
24 Hún byrjaði túrinn illa haldin af sjóveiki
Kristín Ottesen fór í Smuguna á Sigli í sumar.
Clil Ágætt skip en feriega Ijótt
Þór Elísson er kominn í land eftir ,
langan skipstjóraferil hjá Eimskip
Rafhús Kaupþing Norðurlands J. Hinriksson Skipasmíðastöðin
fsmar Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunar Slippstöðin Skipavík
Fiskmarkaðurinn í Þorlákshöfn Sparisjóður vélstjóra Brimrún
Sjómannablaðið Víkingur
5