Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 48
Viðtal við Halldór Hallgrímsson, skipstjóra á Akureyri, úr bókinni Hafið hugann dregur Þú þóttir góður aflamaður á Löngum skip- stjórnartíma. Hvað geturðu sagt okkur um þinn farsœla feril? „Ég held ég hafi ekki verið neinn stórfiski- maður en ég held ég geti sagt að ferillinn hafi verið farsæll. Ég fór vel bæði með skip og menn, held ég að ég geti fullyrt. Það var yfirleitt landað heima og aflinn unninn í landi þó að frystihúsið væri ekki byggt fyrr en 1958. Aður kom það fyrir að það var siglt með aflann og landað hér og þar. Það var mikið veitt í salt en eftir að frysti- húsið byrjaði að starfa var mest landað heima. Þó voru alltaf nokkrar siglingar af og til. Það var á því tímabili sem mannavand- ræði voru á togurunum, þá hjálpaði það dálítið til að sigla einn og einn túr. Mönnum þótti það kjarabót að sigla og selja aflann erlendis en það var mjög erfitt að manna skipin á tímabili. Þetta var á árunum þegar flestir vildu fara á síld því að þeir töldu gróðavonina mesta í henni. Ég var svo heppinn á þessum verstu árum þegar erfitt var að manna skipin að það fylgdi mér alltaf góður kjarni af góðum mönnum og það bjargaði öllu. Þetta voru alveg hörku- karlar. Það var um tíma talað mikið um fylliríið á togurunum og skipin urðu fyrir töfum og það olli vandræðum hjá mörgum. En ég held ég geti sagt að ég hafi aldrei þurft að stoppa mínútu út af fylliríi hjá áhöfninni. Það kom fyrir hjá sumum skipstjórum að þeir þurftu að leggja skipunum vegna þess að mannskap- inn vantaði. En svo lagaðist þetta smám saman. Ég var að byrja skipstjórn þegar þetta slæma tímabil byrjaði og manni þótti skammarlegt að hlaupa frá starfinu. Annars var maður talinn hálfvitlaus að halda áfram að vera á togara á þessum árum. Ég held þó að ástandið hafi verið eitthvað verra fyrir sunnan en hjá okkur fyrir norðan. Maður heyrði það að minnsta kosti. Eftir að komið var út á sjó var allt í Iagi, allt gekk hnökralaust fyrir sig og aldrei varð mínútu töf á neinu. Það var staðreynd að margir þessir strákar sem voru eins og villi- kettir í landi voru hörkuduglegir menn úti á sjó. En eins og ég sagði áður þá var ég svo heppinn að hafa með mér góðan kjarna af mönnum sem voru með mér ár eftir ár. Það voru alveg hundrað prósent menn en það þýðir ekkert fyrir skipstjórann að fiska ef ekki er hægt að koma aflanum niður í lestina. Það byggist allt á góðum og samhentum mann- skap.“ Minnistæð atvik „Ég hefi eiginlega alltaf verið svo heppinn að sigla framhjá öllum stórviðrum. Mér finnst svona eftir á að ég hafi alltaf siglt á sléttum sjó og sloppið framhjá verstu hvell- unum og öllum stórum áföllum. I eina skiptið á ævinni sem ég hefi slasað sjálfan mig var í landi þegar konan bað mig að skreppa út í sjoppu að kaupa kók. Þá rann ég til á rennisléttri götunni og fótbrotnaði. Þetta er í eina skiptið sem ég hefi slasast alvar- lega. Ég tel ekki með þó að menn hafi skorið sig lítillega í fingur. Nei, ég tel mig hafa verið mjög heppinn að Iosna við öll meiri háttar áföll. Af því að þú spurðir mig hvort ég ætti mér uppáhalds- fiskimið þá verð ég að segja að mér leið alltaf vel í Víkurál en þar er gott fiskisvæði og mörg matarholan. Ég sagði á sínum tíma að ef maður hefði vit á að hanga út sjóferðina í Víkurál þá gerði maður alltaf góðan túr. Þar gat verið allt í senn, þorskur, ýsa, karfi og steinbítur. Ég aflaði oft vel á því veiðisvæði. Eitt sinn lönduðum við í litlu plássi úti á landi. Við vorum með fulla lest og einnig nokkurn afla á dekki. Það vantaði fólk í vinnu og voru bændur úr sveitinni fengnir í löndunina. Ég heyrði á tal manna á bryggj- unni þar sem spurt var um aflann og svarið var: „Hann er fullur upp í mæni og með talsvert á þakinu líka.“ Þeir þekktu greinilega ekki sjómannamál þessir karlar. k 48 Sjómannablaðið Víkingur A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.