Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 40
Á LÍNUVEHDARA Strax og lagt var úr höfn var byrjað að beita. Byggt var yfir síðuna, bakborðsmegin, beitningaskýli. Það hlífði við ágjöf. Síðasta daginn í róðrinum hafði verið stokkað upp, ekki beitt. A hverri lóð voru margir önglar, 100-120. Oftast voru fimm lóðir í hverjum stampi, sem var helmingur af olíufati. Við stóðum þarna hlið við hlið, stampurinn íýrir framan okkur, beita á borðinu til vinstri og hnífur, en hníf þurfti, þegar verið var að beita úr haug, sem kallað var. Vinstra megin við okkur hékk lóðin, en við tókum öngulinn upp úr stokknum og stungum honum í gegnum beituna, sem oftast var frosin síld, en einnig var beitt smokk eða loðnu. Öngli með beitu var brugðið í lykkju á línunni, ásnum, og lagður í hring í stampinn. Þegar komið var á miðin var farið að leggja. Þá var línan lögð, stímuð út. Renna var aftast á skipinu, þar sem lóðin rann út. Aður hafði verið lagt með spýtum. Línunni er þá lyft yfir borð- stokkinn með tveimur spýtum. Rennan var nýjung, laust tæki lagt blikki. Um morguninn, þegar orðið var verkljóst, var byrjað að draga. Dregið var upp í vind- inn, upp í ölduna, andæft. Dregið var þan- nig, að sérhannað spil, línuspil, sem gekk fyrir gufú, hjólaði inn línuna. Við spilið sat maður, sem dró línuna, hringaði hana niður fyrir framan sig. Þar var hún tekin og farið með hana inn í skýlið, þar sem beitt var úr þessum hring, sem kallaður var haugur. Þegar farið var að greiða sundur kom í Ijós, að sumsstaðar vantaði öngla. Þá varð að stinga önglum með taumi, sem kallaðir voru ábót, í gegnum ásinn á lóðinni og festa með hnút. Einn sat við spilið, annar stóð við iunn- inguna og goggaði fiskinn. Ef vel aflaðist, þá fóru menn strax að gera að. Þá var dælt sjó í gegnum slöngu upp á dekkið, þar sem var hólf til að þvo fiskinn, einskonar þvottakar. Ég var settur í það að þvo fiskinn, settur í pondið. Ég var væskillinn. Það varð að beyg- ja dálkinn í hverjum fisk til þess að losa blóðið úr honum. Fiskurinn þurfti rétta meðferð, annars varð hann ekki fyrsta flokks vara. Markaður erlendis var aðallega fyrir þorsk. Ysan var ekki söluvara að sama skapi. Við gátum fengið eins og við vildum í soðið af ýsu. Þegar við komum að landi eftir ferði- na fékk ég eins mikið af ýsu í poka og ég gat borið. Ég var að kikna undan þessari byrði, varð að hvíla mig margsinnis á leiðinni upp Reykjavíkurveginn, því að ég vildi gefa fjöl- skyldunni í soðið. Benjamín á yngri árum. Fyrsti dagurinn Fyrsta daginn á Þórði kakala var mjög vont veður. Ekki sá út úr augum, allt rann saman í eitt kóf, hvítt kóf, særok. Ég var sjóveikur. Ég stóð við stampinn og reyndi að greiða úr flækjunum, sem voru á línunni, eins og hún kom úr sjónum, stundum næstum eins og samanvöðlaður hnútur. Ég lærði að greiða úr flækjum og hnútum. Ég held, að það sé nú varla sá hnútur, sem ég geti ekki leyst! Skipið valt og sjórinn rann út og inn um götin á síðunni. Hnífurinn datt á dekkið og rúllaði fram og til baka með öldunni. Þarna veltist hann fram og aftur í sjónum við fætur mér, án þess að ég gæti gert meir en horfa á hann. Ógleði og vanlíðan sú, sem fylgir sjóveikinni, lamar allan vilja og allt framtak. En ég tók á öllum kröftum og tókst að bjarga hnífnum. Þetta var fyrsti dagurinn. Skipstjóranum var annt um að afla sem mest. Hann reyndi að halda mönnunum að vinnu. Það var svo sannarlega gert. Þá giltu engin vökulög. Einhvern tíma heyrði ég talað um fimm klukkustunda svefn á sólarhring, en reyndin var sú, að við fengum einn til þrjá klukku- tíma til að sofa. í eitt skipti var vakað sam- fellt, án þess að neitt væri sofið. Við þær aðstæður verður heimurinn þokukenndur og grár. Vinnubrögðin breytast. Allt gengur hægar. Hvers vegna sættu menn sig við þetta ómanneskjulega líf? Allir voru upp á hlut, og menn gátu ekki brugðizt félögunum. Vestfirðingar í áhöfn Miðin, sem við sóttum, voru úti á miðjum Flóa, Kantarnir, en með vorinu mest undir Jökli, undan Arnarstapa. Við beitninguna var stundum talað, hlegið og sungið, einkum þegar látið var úr höfn, menn óþreyttir. Ahöfnin var aðallega Vestfirðingar, mildir söngmenn, flestir frá Þingeyri, skemmtilegt og vel siðað fólk. Ég var á vakt með manni, sem hét IngÓlfur SlGURÐSSON frá Þingeyri, miklum ágætismanni. Við vöktum í tvo klukkutíma í einu. Einn hásetinn var vinnu- maður á bæ í Dýrafirði. Árskaup hans var 100 krónur. Húsbóndi hans hafði sent hann á vertíð. Aldrei heyrði ég annað en hann væri ánægður með kjör sín. Útgerðin greiddi ákveðna upphæð á skippundið. Eftir vetrar- vertíðina reyndist hluturinn um 800 krónur auk fæðis. Húsbóndinn átti hlut vinnu- mannsins. Þar mættust gamalt og nýtt. Ég spurði einn Þingeyringinn, sem Magnús hét PÁLSSON og seinna fluttist til Hafnarfjarðar, hvort hann væri ánægður með hlutinn sinn. „Ég hefði glaður selt hlut minn fyrirfram fyrir þrjú hundruð krónur," sagði hann. Þannig var ástandið á Þingeyri þá, og þó var kreppan ekki komin. Eftir einn túrinn lét Guðmundur mig í land. Alda hafði skolað mér úr pondinu út á lunningu. Hann sagðist aldrei hafa orðið fyrir óhappi á sjó sem skipstjóri. Honum leizt ekki á, að ég færi að breyta þeim ferli. Hann tók mig síðan strax aftur. Félagar mínir höfðu sagt honum, að ég væri fljótur að beita. Þeir vildu fá mig aftur. Skipstjórn Guðmundar endaði samt með ósköpum. Þórður kakali liggur nú á hafsbotni hér úti í Sundum, eftir ásiglingu við þýzkan togara og manntjón. Þarna fórst bróðir skipstjórans. Sjálfúr komst Guðmundur upp á akkeri togarans. Um sumarið vorum við á síld. Ég lýsi síld- veiðunum hér á eftir. Eftir síldina var haldið suður. Þá var komið við á Þingeyri, því að mikið af áhöfninni var þaðan. Ég kynti frá Þingeyri og suður. Þannig lærði ég að kynda, „halda fyr“ undir gufukatli á stóru skipi. Það er mikill vandi. Skrapa þarf gjallið út við og við til þess að eldholin kólni ekki. Öðru hvoru fór ég upp á þiifar til þess að kæla mig. Ketilhreinsun Þegar suður kom fór fram ketilhreinsun. Við skriðum inn í ketilinn um þröngt op að ofan og höfðumst við klemmdir á milli belgs- ins og sívalra eldholanna, sem voru tvö. Hvorki var unnt að sitja, standa né liggja. Kísillinn var barinn af eldholunum með litlum klöppum og við ærandi hávaða. Síðan var stálið burstað með vírburstum. Fíngert kísilryk fyllti Ioft og lungu. Loks var allt hreinsað út með hroðan- um, sem safnazt hafði úr ketilvatninu í botnin- um, um op fremst að neðan. Þá var eftir að hífa allt upp á þilfar um ventil í stórum, sívölum öskudunkum og losa í sjóinn. Við þessa óskemmtilegu og óþrifalegu vinnu var greitt tvöfalt tímakaup. Eftir vetrarvertíðina var skipt um nafn á Þórði kakala, skipið nefnt Papey. 40 SJÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.