Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 64
Frasögn af túr í seinna stríði með ísvarinn
fisk til Englands og heim aftur
sjonpípu kafbáts
Ljósmyndin er grein Finns óviðkomandi, en myndin, ásamt fleirri myndum í blaðinu, er fengin
úr bók sem heitir Captains Album, og hefur hún að geyma margar glæsilegar myndir sem
teknar voru á seglskipum.
Það komu ýmis atvik fýrir í þessum túr og
greint verður frá þeim í þeirri röð er þau
gerðust. Ég var ráðinn til að fara með þetta
skip, Síldina GK 140, þvi skipstjórinn þurfti
að vera í landi þennan túr. Stýrimaðurinn
hafði veikst snögglega og varð að fara í land.
Þetta gerðist allt sama daginn og ég varð að
fara strax vestur á land og taka fisk. Fór af
stað frá Reykjavík til ísafjarðar síðdegis 8.
mars 1941, sama dag og Reykjaborg fór af
stað til Englands sína hinstu för. A leiðinni
vestur fórum við inn á Patreksfjarðarflóa, því
Gísli Bjarnason, skipstjóri á Verði, og skip-
verjar voru með og fóru um borð í bát er sótti
þá út á flóann. Einnig var Arni Ingólfsson á
Skutli með og skipverjar, þeir fóru í land á
ísafirði. Þangað komum við að kvöldi 9.
mars.
Kominn stormur af suðri
Daginn eftir fengum við þann fisk sem
skipið tók og vorum búnir að ísa hann
nokkru eftir miðnætti. Þá var strax lagt af
stað til Hafnarfjarðar og er komið var að
Bjargi fór vindur vaxandi af sunnan. Að
Öndverðarnesi komum við klukkan tíu um
kvöldið 11. mars, en þá var kominn stormur
af suðri. Það var stoppað norðan við nesið og
látið reka þar. Það voru engar veðurfregnir
sendar út og eigi mátti minnast á veður er
talað var í talstöð. Loftvogin stóð illa, ég bjóst
við því að vindur snerist til suð-vesturs, sem
og varð.
Fór inn í klefa minn og opnaði útvarps-
tækið og fór að hlusta. Þá heyri ég að skip-
stjórinn á bv. Rán fer að segja frá árásinni á
línuveiðarann Fróða, sem gerð var þá um
morguninn, og afleiðingum hennar. Þar
drápu kafbátsmenn fimm íslenska sjómenn.
Ég þekkti þessa menn flesta, skipstjórinn á
Fróða var skólabróðir minn úr Stýrimanna-
skólanum.
Mér varð svo mikið um að heyra þetta að
ég fór str^x fram í stýrishúsið og setti á fulla
ferð, fór út með nesi og var við Öndverðarnes
klukkan ellefu, með stefnu á Reykjanes. A var
stormur af suðri. Um nóttina gekk veður til
suð-vesturs og vesturs og við slóuðum meðan
veðrið var sem verst. Til Hafnarfjarðar
komum við klukkan fimm síðdegis 12. mars.
Engum af áhöfninni sagði ég frá þessu, það
kom í fréttum þennan dag og þeir heyrðu
það þá.
Ég sá rottu koma ofan af bátadekki
Stýrimaðurinn var enn veikur og sá sem
hafði verið ráðinn vildi ekki fara. Þá varð það
að ráði að skipstjórinn kom um borð, en ég
fór sem stýrimaður. Enginn af áhöfninni fór
í land. Alden var að fara til Englands með
ísvarinn fisk og það var ákveðið að Síldin og
Alden hefðu samflot út og upp, sem og varð.
Um miðnætti var lagt af stað frá Hafnar-
firði. Þegar skipinu var snúið frá á spring, og
= HÉÐINN = ]_ r. i
s MIÐJA ' i
Hönnun • smíði • viðgerðir • þjónusta
STÓRÁSI 6 • 210 GARÐABÆR • SÍMI 565 2921 • FAX 565 2927
64
Sjómannablaðið Víkingur