Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 26
Jón bróðir í heimsókn um borð í Sigli. dögum skipti. Maður getur því ímyndað sér hvernig líðanin er hjá mönnum ef veikindi eða aðrir erfiðleikar eru hjá fjölskyldunni heima.“ Notalegt að fá einn ÚR FJÖLSKYLDUNNI í HEIMSÓKN Ahafnir skipa á sama veiðisvæði halda sam- bandi sín á milli. Ekki er óalgengt að nýkomin skip flytji pakka tii þeirra sem hafa verið Iengur. I fásinninu verður blaðapakki spennandi. Einnig flakka menn á milli skipa á tuðrum ef ekkert er að gera. Vinsælt var að heimsækja Sigli, enda sex konur um borð! Kristín fékk Jóhann bróður sinn, skipverja á Siglfirðingi, í heimsókn nokkrum sinnum. „Það var ósköp notalegt að fá einn úr fjöl- skyldunni í heimsókn. Ég fór aldrei á milli en á afmæiisdegi Þorleifs áttum við heimboð í næsta togara. Það var búið að elda dýrindis mat og undirbúa komuna en þá fékkst fiskur og ekki verið að spyrja um afmælisdaga þegar koma þarf fiski frá.“ Hvað eru margir PUTTAR PAR TIL ÞÚ KEMUR? Símasambandið er ekki aðeins lélegt heldur er dýrt að hringja frá Smugunni til Islands. Kristín segir að þetta stopula samband hafi valdið því að hún talaði sjaldnar við synina en hún hafi kosið. Þeir báru sig vel framan af en sá yngri spurði alltafhvenærþau kæmu heim. „Mamma, hvað eru margir puttar þar til þú kemur?“ spurði hann einu sinni. Ég hafði ekki brjóst í mér til að segja honum að þeir væru þrjátíu. Einu sinni stóð illa á, amman í vinnunni og afinn í baði. Þá var allt ómögu- legt hjá þeim stutta og eftir samtalið kastaði ég mér í koju og sagðist ekki geta meira. Leifi viðurkenndi seinna að hann hefði átt erfiðara með að kveðja þá þegar við fórum saman út en alla jafna þegar þeir verða eftir hjá mér. Þá skorti ekkert en sá yngri fékk alveg nóg af Reykjavík og ætlar aldrei þangað aftur,“ segir Kristín og hlær. Eins og kom fram í upphafi fiskaðist ekkert fyrstu fimm vikurnar. Hvað er hægt að gera í slíkri bið? „Við spiluðum rosalega mikið, kjöftuðum saman, átum og sváfiim. Um borð er bóka- safn og svo skiptumst við á bókum og lásum allt sem fannst á prenti. Ég horfði á fimm myndbönd og nennti ekki meiru af því. Sumum er sama hvað þeir horfa á en ég eyði ekki tímanum í myndbandagláp ef myndirn- ar höfða ekki til mín.“ En þegar fiskast er unnið alveg botnlaust og frívaktir líka. Hún segir að stelpurnar hafi ekki dregið af sér í vinnu en strákarnir hafi reynt að hlífa þeim við erfiðustu verkunum ef mögulegt var, sérstaklega við tækjavinnunni. Aflinn var þorskur og rækja en h'tið verð fékkst fyrir hana. Myndi vilja fara AFTUR EN EKKI SVONA LENGI Kristín segir að þau hjón hafi haft mjög gott af þessari samveru. „Við höfum aldrei verið svona lengi saman í einu. Við héldum kannski að það yrði hjónabandinu ofraun að vinna saman, borða saman og sofa saman í margar vikur. Þessi tími styrkti samband okkar heldur en hitt. Ég myndi þó ekkt mæla með þessari aðferð fyrir hjón sem ætla að reyna að berja í einhverja bresti í hjónabandinu, það gengi aldrei upp. Þessi reynsla hjálpaði mér líka að skilja betur starf mannsins míns og sjómanna yfirleitt. Ég myndi vilja fara aftur, en ekki svona lengi,“ segir Kristín Ottesen sjómannskona sem gerðist sjómaður í níu vikur í sumar. 26 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.