Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 71
Starfsfræðslunefnd fisk-
vinnslunnar er um þessar
mundir að útbúa sérstakt
námsefni um líkamsbeitingu
sjómanna við vinnu sína og
um mannleg samskipti um
borð í fiskiskipum.
Starfsfræðslunefndin hefur á
liðnum árum haldið fjölda
námskeiða fyrir verkafólk í
fiskiðnaði og gefið út mikið af
námsefni þar sem fjallað er um
margvíslega þætti sem lúta að
verksviði fiskvinnslumannsins,
þar á meðal umrædd efni. Að
auki er fjallað um fiskmeðferð,
hreinlætis- og gerlafræði,
kjaramál, markaðsmál o.fl.
Nefndin hefur haldið nokkur
námskeið fyrir áhafnir fiski-
skipa þrátt fyrir að skilgreint
hlutverk nefndarinnar sé að
fjalla fyrst og fremst um störf
fiskverkafólks í landi. Á þess-
um námskeiðum hefur komið í
Ijós að sumt af námsefninu
hentar einnig ágætlega fyrir
sjómenn, sérstaklega náms-
efni um hráefnismeðferð,
meðan annað hentar alls ekki.
Nefndin hefur því brugðið á
það ráð að láta semja sérstakt
efni ætlað sjómönnum og er
þetta námsefni um líkamsbeit-
ingu og mannleg samskipti
það fyrsta sem skrifað er fyrir
þennan starfshóp.
í námsefninu um líkamsbeit-
ingu er m.a. fjallað um upp-
byggingu líkamans, vinnu-
tækni á sjó, umhverfisþætti og
ábyrgð á eigin heilsu. í nám-
sefninu um mannleg samskipti
er m.a. fjallað um andrúmsloft
Námsefni um líkams-
beitingu og mannleg
samskipti um borð í
fiskiskipum
á vinnustað, vinnufélaga, yfir-
menn, einkalíf, fjarveru,
ánægju I starfi, tómstundir o.fl.
Mikil umræða hefur á síðus-
tu misserum verið um líkamleg
og andleg áhrif langra fjarvista
sjómanna vegna úthafsveiða
og því vonum seinna að sett
sé saman nytsamt fróðleik-
sefni um þessa mikilvægu
þætti í starfi sjómannsins.
Eðlilegast og árangursríkast er
að miðla efninu með
sérstökum stuttum
námskeiðum sem haldin yrðu
e.t.v. I samvinnu útgerða og
sjómannafélaga, fremur en að
dreifa því einungis til lestrar.
Höfundur er verkefnisstjóri
Starfsfræðslunefndar fisk-
vinnslunnar, en hún heyrir
undir sjávarútvegsráðuneytið. í
nefndinni eiga sæti tveir full-
trúar ráðuneytisins, tveir full-
trúar Samtaka atvinnurekenda
og tveir fulltrúar Verkamanna-
sambands íslands.
Úr námsefni um líkamsbeitingu
um borð í fiskiskipum.
Sjómannablaðið Víkingur
71