Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 60
Á þingi Sjómannasambandsins voru eftirfarandi ályktanir meöal þeirra sem voru samþykktar:
Alyktanir Sjómannsambandsþings
Kvótabrask
20. þing Sjómannasambands íslands
ítrekar íýrri andstöðu sína við 12. gr. laga um
stjórn fiskveiða og styður fram komið frum-
varp til breytinga á lögunum, þar sem gert er
ráð fyrir að útgerðarmönnum verði í
framtíðinni óheimilt að versla með veiði-
heimildir sín á milli. Þingið telur eðlilegt að
þær útgerðir sem fá úthlutað veiðiheimildum
afsameign þjóðarinnar skili þeim aftur efþær
ekki nýtast útgerðinni sjálfri. Þingið mót-
mælir harðlega því háttalagi útgerða að halda
skipum utan landhelginnar meðan braskað
er með veiðiheimildir. Það er óviðunandi að
halda sjómönnum kauplitlum langtímum
saman fjarri fjölskyldum sínum meðan verið
er að selja kvóta skipanna og rýra með því
tekjumöguleika sjómanna. Fram til þessa
hefur óheft framsal veiðiheimilda verið leyft í
skjóli ímyndaðrar hagræðingar sem frelsinu á
að fylgja. Það hefur hins vegar sýnt sig að
útgerðarmönnum er ekki treystandi til að
fara með það vald sem frjálsu framsali veiði-
heimilda fylgir. Eins og framkvæmdin hefur
verið á síðustu árum á slíkt brask með veiði-
heimildir ekkert skylt við hagræðingu. 20.
þing Sjómannasambands íslands skorar því á
Alþingi að taka á því vandamáli sem frjálsu
framsali fylgir með því að banna með lagaset-
ningu viðskipti með veiðiheimildir.
Verðlagning
20. þing Sjómannasambands íslands
minnir á að hagsmunir útgerðar og sjómanna
eiga að fara saman við verðlagningu á sjávar-
afla. Verðlagning á sjávarfangi á að heita
frjáls. Hins vegar hafa útgerðarmenn í mörg-
um tilvikum ákveðið einhliða það verð sem
greitt er til áhafna skipanna. Þrátt fyrir skýr
ákvæði kjarasamninga um að óheimilt sé að
sjómenn taki þátt í kostnaði útgerðar við
öflun veiðiheimilda hafa útgerðarmenn
verðlagt afla til áhafna með tilliti til kostnaðar
við öflun þeirra. Tilraun til að finna lausn á
þessum vanda við verðlagningu hefur verið
gerð í tvígang á síðustu tveimur árum.
Annars vegar var vorið 1994 sett á fót Sam-
starfsnefnd sjómanna og útvegsmanna til að
leysa verðlagningarvandann. Sú tilraun mis-
tókst gjörsamlega vegna viljaleysis útvegs-
manna til að taka á vandanum. Hins vegar
var í síðustu kjarasamningum sett á fót Úr-
skurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna til
að úrskurða um fiskverð þegar ekki næst
samkomulag milli útgerðarmanna og áhafna
um það verð sem greiða skal fyrir aflann. I
mörgum tilfellum hafa útvegsmenn hunsað
nefndina og beitt sjómenn þvingunum til að
verðleggja aflann eftir eigin geðþótta. Ljóst er
því að Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegs-
manna getur ekki leyst þau vandamál sem við
blasa varðandi verðlagningu á afla.
20. þing Sjómannasambands íslands telur
að í ljósi reynslunnar sé ekki til nema ein leið
til að leysa vandann, þ.e. að allur afli sem sel-
dur er innanlands verði seldur um
fiskmarkaði.
Veiðileyfagjald
20. þing Sjómannsambands fslands mót-
mælir þeim hugmyndum sem uppi eru um
að leggja auðlindaskatt eða veiðileyfagjald á
sjávarútveginn við núverandi aðstæður, enda
telur þingið fullvíst að slíkar greiðslur yrðu
sóttar beint í vasa launafólks. Umræðan um
auðlindaskatt eða veiðileyfagjald kemur upp
vegna þess frelsis sem útgerðarmenn hafa
varðandi ráðstöfun veiðiheimildanna. Þingið
telur að í stað þess að velta upp hugmyndum
um auðlindaskatt eða veiðileyfagjald, sem
engan vanda leysa, beri þingmönnum að taka
á hinum raunverulega vanda með því að
afnema frelsi útgerðarmanna til að versla
óheft með auðlind þjóðarinnar.
Veðsetning veiðiheimilda
20. þing Sjómannasambands íslands hafn-
ar hugmyndum sem uppi eru á Alþingi, í
tengslum við setningu laga um samningsveð,
að heimila útgerðarmönnum að veðsetja
veiðiheimildir. Skýrt kemur fram í 1. grein
laga um stjórn fiskveiða að nytjastofnar á
íslandsmiðum eru sameign þjóðarinnar.
Jafnframt er skýrt kveðið á um það í lögum
að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki
eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði út-
gerðarmanna yfir veiðiheimildum skipa
sinna. Þingið hafnar því alfarið að heimilað
verði að verðmæti sem ekki eru eign útgerð-
armanna séu veðsett af þeim á sama hátt og
skipið sjálft.
20. þing Sjómannasambands íslands skor-
ar á alþingismenn að hafna einnig framan-
greindum hugmyndum. Verði útgerðar-
mönnum heimilað að veðsetja veiðiheimildir
sem þeir ekkt eiga í dag telur þingið að þar
með sé Alþingi búið að afhenda þeim
auðlind þjóðarinnar til eignar og ofbjóða
réttlætiskennd þjóðarinnar. Þar með verður
ekki hægt að úthluta veiðiheimildum að nýju
miðað við breyttar forsendur eða breyta um
stjórnkerfi við veiðarnar þó að aðstæður
gerðu slíkt nauðsynlegt.
Veiðar á alþjóðlegum hafsvæðum
20. þing Sjómannasambands íslands hvet-
ur stjórnvöld til að Ieita leiða til að gera
samninga við aðrar þjóðir um veiðar íslenskra
skipa á alþjóðlegum hafsvæðum. Þó bendir
þingið á að ekki er nóg að gera samninga um
slíkar veiðar, heldur skiptir innihald þeirra
meginmáli. Þingið telur að betra sé að hafa
engan samning en að hlutur íslands verði
fyrir borð borinn í samningum.
Sjómannaafsláttur
20. þing Sjómannasambands íslands varar
við hugmyndum fjármálaráðherra um frekari
skerðingu á sjómannaafslættinum.
Hvalveiðar
20. þing Sjómannasambands íslands skor-
ar á Alþingi að samþykkja að hafnar verði
hvalveiðar hér við land þegar á næsta ári.
Allar rannsóknir benda til þess að hvalastofn-
ar hér við land þoli að veiðar verði hafnar að
nýju. Stofnun NAMMCO gerir það að
verkum að ekkert stendur í vegi fyrir því að
hvalveiðar geti hafist þrátt fyrir útgöngu
íslands úr Alþjóðahvalveiðiráðinu. Þingið
telur því ekki eftir neinu að bíða með að
veiðarnar verði hafnar. Einnig hvetur þingið
til skynsamlegrar nýtingar selastofna við
landið og bendir á þá hættu sem fiskstofnum
stafar af aukinni sela- og hvalagengd hér við
land.
Atvinna íslenskra farmanna
20. þing Sjómannasambands íslands telur
nauðsynlegt að íslendingar sem eyþjóð haldi
úti eigin kaupskipaflota, með íslenskum
áhöfnum, til að annast flutninga að og frá
landinu. Kaupskipafloti í eigu íslendinga
60
Sjómannablaðið Víkingur