Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 37
Til hliðar: Knattspyrnufélag Gullfoss stillir sér
upp fyrir danskan Ijósmyndara. Félagsandi var
góður um borð og menn voru hreyknir af hvíta
og bláa félagsbúningnum.
Neðar: Ársæll Jónasson kafari stjórnar verk-
legri sjóvinnu í Stýrimannaskólanum veturinn
1953-’54.
ar. Við vorum svo sem ekki óvanir því að gefa
eitthvað til að liðka til í ýmsum höfnum og
þá var allt opið, en þarna keyrði það úr hófi.
Nígerískir tollarar komu eitt sinn um borð
og sýndu útvarpstæki þernunnar mikinn
áhuga. Töluðu um Iögreglu og dómara af því
það var ekki skráð. Þegar ég gekk eftir þvi
hvað þeir vildu sættu þeir sig við amerískar
sígarettur,“ segir Þór. „Mútur þekkjast
hvergi í Evrópu í dag, nema kannski í Mið-
jarðarhafslöndum, og alls ekki í Ameríku.
Þar eru tóbak og áfengi hvort sem er ódýr
vara og því engin skiptimynt í viðskiptum. 1
Belgíu er þó ákveðin hefð fýrir því að gefa
tollurum tvo pakka af sígarettum, meira af
gömlum vana en sem mútur.“
Þór segir að töluverður munur sé á
siglingum á Ameríku og Evrópu. Siglingin er
lengri vestur um haf og þar er líka lengra á
milli hafna en í Evrópu, sérstaklega í
Skandinavíu. Nú sé jafnvel lestað og losað í
tveimur Evrópuhöfnum á dag, sem auki
álagið. Af erlendum hafnarborgum líkar
honum best við enskar hafnir, sérstaklega
Hull.
„Enskir eru sérlega þægilegir í öllu sam-
starfi. Þótt illa gengi á stundum var alltaf
tekið létt á vandanum."
Þór og Helga eiga þrjár dætur og þegar þær
voru yngri nutu þær þess að pabbinn var í
farmennskunni og gat keypt hluti sem ekki
fengust hér.
„Fram að fermingu keypti ég fyrir þær föt og
annað. Þegar ég tók eftir því að peysa hvarf inn
í skáp og sást ekki meir hætti ég að kaupa fat-
nað og lét þær velja úr listum ef þær vildu.
Seinna var úrval og verð alveg sambærilegt hér
á landi og ekki ástæða til að standa í innkaup-
um í erlendum höfnum. Núna er tíminn í
höfnum líka svo stuttur að það er engin leið að
fara í verslunarleiðangra.“
ÍSLENSKIR SJÓMENN
EKKI ENDILEGA ÞEIR BESTU
Talið berst að stýrimannamenntun fram-
tíðarinnar og væntingum ungra manna til
hennar. Þór segir að framtíðin sé ekki björt,
enda sýni það sig í lítilli aðsókn í Stýri-
mannaskólann. Önnur sérhæfing í þjóðfélag-
inu hafi líka gert mönnum eldri en fimmtugt
erfitt að breyta um starfsvettvang.
„Samkeppnin í launum hefur gert það að
verkum að íslenskir sjómenn hafa tapað.
Hins vegar er það staðreynd að íslenskir sjó-
menn eru þeir bestu; ekki endilega þeir bestu
í heimi, heldur í vinnu við íslenskar aðstæð-
ur,“ segir hann. Helga kemur inn í samtalið
og er spurð hvernig henni finnist að fá bónd-
ann alfarið inn á heimilið og hafa eytt ævinni
við hlið sjómanns.
„Pabbi var sjómaður og ég vissi því að hver-
ju ég gekk þegar við giftumst. Það er ósköp
góð breyting að fá hann alfarið í land, sér-
staklega eftir að við urðum ein í kotinu. Flestir
standa frammi fyrir breyttum aðstæðum á þes-
sum aldri. Eg hafði heyrt frá öðrum sjó-
mannskonum að breytingin yrði erfið en mér
finnst það ekki,“ segir hún.
Þór er spurður hvort hann hefði einhverju
sinni séð eftir því að velja sér sjómennsku
sem ævistarf. Hann þvertekur fyrir það.
„Ég tók þessa ákvörðun þegar ég var sjö ára
gamall og stóð fast við hana. Mér finnst ekki
ástæða til að súta það sextíu árum síðar, enda
er ég sáttur við mitt. Ég er að byggja sumar-
bústað með fjölskyldunni en það tekur enda.
Hvað ég tek mér fyrir hendur er ekki
ákveðið. Starfslokin eru ekki slæm hvað varð-
ar vinnuna heldur það að lítil laun hrapa nið-
ur í ekki neitt,“ segir Þór Elísson sem lifað
hefur gífurlegar breytingar í íslenska kaup-
skipaflotanum.
SJÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR
37