Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 42
stakk Sigríði, ekki einni stungu heldur mörg- um. Hún slapp frá honum og tókst að komast út. Sigríður hljóp í þvottahúsið og kallaði til mömmu sinnar. Eðlilega brá Rósu Aðalheiði hræðilega þegar hún sá dóttur sína alblóðuga og skelfda. Sigríður litla kom ekki upp einu orði. Þýðir lítið að biðja guð að hjálpa sér Rósa Aðalheiður hljóp þegar heim til sín. Þegar hún kom inn sá hún Kristínu litlu látna í rúminu og eins sá hún Ingólf þar sem hann stóð og virtist rólegur. Hann var með hníf í annarri hendinni. Ingólfur réðst að Rósu Aðalheiði, stakk hana neðan við hálsinn og sagði: „Það skal ekki verða mikið eftir af þér.“ Rósa Aðalheiður reyndi að berjast á móti, í átökunum færðust þau fram á ganginn og Ingólfi tókst að stinga Rósu nokkrum sárum. Eftir að hafa tekist á í nokkurn tíma tókst Rósu að ná taki á vinstri jakkaermi Ingólfs, sem var örvhentur og átti þá erfiðara með að beita hnífnum. „Guð hjálpi þér maður, hvað ertu að gera?“ stundi Rósa upp. Ingólfur svaraði: „Það þýðir lítið að biðja guð að hjálpa sér.“ Rósa Aðalheiður komst undan á flótta. Þegar hún kom út sá hún Sigríði litlu liggja við vegarkantinn og taldi hana látna. Hún hljóp að skála númer þrjú til að biðja um hjálp. Hlupu þegar að skálanum I skála númer þrjú voru fjórar manneskjur; Þorleifur Kristinn Þorleifsson, Pálína Þorleifsdóttir, Elín Sigurðardóttir og Jón Tryggvi Valentínusson. Þau áttu ekki von á neinum, en skyndilega birtist Rósa Aðalheiður, alblóðug og særð, kallandi á hjálp. Hún sagði brjálaðan mann vera á heimili sínu og hann hefði ráðist á sig og börnin. Þorleifur og Jón hlupu þegar afstað. Þegar þeir komu út sáu þeir hvar Sigríður litla lá í vegarkantinum en sinntu henni ekki, enda fólk þegar komið hennar til hjálpar. I sömu mund var komið með tvo bíla og Rósu Aðalheiði hjálpað i annan og Sigríði í hinn og ekið með þær á sjúkrahús. Þorleifur og Jón hlupu áfram að skálanum. Þegar þangað kom var fieira fólk þegar komið þar að. Pálína kallaði til fólksins að barn væri inni. Fólk reyndi að fá Ingólf, sem stóð innan við dyrnar, til að koma út. Ingólfur birtist, hann virtist rólegur, þurrkaði bióð af hnífnum og henti honum inn ganginn. Hann sagði best að kalla til lögreglu. Eftir að lögregla kom var hann handtekinn. Hann var mjög rólegur. SlGRÍÐUR STUNGIN NÍU SINNUM Kristin litla lést nánast samstundis, en við skoðun kom í ljós að hún hafði verið stungin bæði í hjarta og aðalslagæð aftur við hrygginn. Rósa Aðalheiður lá á sjúkrahúsi í rúman mánuð. Á utanverðum hægri upphandlegg voru tvær stungur, einn og hálfur til tveir sentimetrar á lengd og nokkuð djúpar. Á baki, milli annars og þriðja rifs, var stunga, einn og hálfur sentimetri. Þá var stunga sem særði nýra. Við komuna á sjúkrahúsið segir að hún hafi verið „shockeruð", verið með slæma áverka í kviði og talsvert hafi blætt úr áverkunum. Við brottför af sjúkrahúsinu hafi hún svo verið sæmilega hress, en máttfarin. Sigríður litla Hólm lá degi lengur á spítala en mamma hennar. Þegar hún kom þangað, þetta afdrifaríka kvöld, var hún með níu hnífsstungur, flestar um tveggja sentimetra langar, nema eina á hægri framhandlegg sem var um fimm sentimetrar og þar skárust í sundur sinar. Þá segir að margar stungur nái í bein og ein inn í brjósthol og að talsvert hafi blætt úr sárunum. Hún hafi verið í allmiklu „shock“-ástandi, föl, útblædd og rænulítil. Sigríður var illa haldin fyrstu dagana á eftir, en þegar hún útskrifaðist leið henni vel og var eðlileg að sjá. Vanhugsað ÖRPRIFARÁÐ f skýrslu dr. Helga Tómassonar um geð- heilbrigði Ingólfs Einarssonar segir: „Hann hefur að vísu áður verið geðveikur og drykkfelldur, geðveiki hans var psykogen og læknaðist, drykkjuskapur hans var mun meiri áður, en virðist þó hafa verið með minna móti í vetur (1946-47), a.m.k. sólar- hringur er liðinn, frá því er hann síðast bragðar áfengi, og þá ekki mikið, þar til er hann fremur afbrotið. Afbrot hans virðist mér ekki hvatabragð eða skammhlaupaverk geðveiks manns, held- ur vanhugsað örþrifaráð til sjálfbjargar hjá þrásinna manni, er hefur horn í síðu þjóð- félagsins, örþrifaráð svipaðs eðlis og sefasjúk viðbrögð vanmátta einstaklinga. Að hann varð mannsbani, var frekar af vangá en yfir- Iögðu ráði. Hann ætlaði sér ekki af frekar en margir í sefasýkisköstum. Hann virðist hafa verið algáður á undan og eftir og a.m.k. að einhverju leyti, á meðan hann vann verkið. Hann vissi hvað hann var að gera, og hann hafði ógeð á því, sem hann var að gera. Bendir það til þess, að ekki hafi verið um æði frávita manns né móðursýki kaldrifjaðs glæpamanns að ræða og ekki um misþyrmingar sadistíks eðlis eða verkan eftir áfengisofnautn. Á hinn bóginn hefur hann ekki virst iðrast verknaðar síns, aðaltilgang- inum var náð, að komast undir manna hend- ur, þótt hrapallega tækist til. Afbrigðileg hegðun mannsins virðist eiga rót sína að rekja til líkamslýtis, nokkurs andlegs misþroska, sálarlegra og félagslegra aðlögunarerfiðleika, en hvorki geðsjúkdóms né illmennsku.“ Hefur gert SÉR LJÓST HVAÐ HANN AÐHAFÐIST Réttarmáladeild Læknaráðs Islands sendi Hæstarétti umsögn um geðheilbrigði Ingólfs Einarssonar, þar segir: „Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, hefur sakborningur fengið geðveikis- köst bæði fýrir og eftir 3. maí 1947, en annars virðist hann ekki hafa verið geðveikur þess á milli. Réttarmáladeild getur fallist á ályktun yfirlæknis geðveikrahælis ríkisins, dr. Helga Tómassonar, að sakborningur geti ekki talist geðveikur að staðaldri, en hann sé geðveili (pshychopat) og það ástand sé varan- legt; enn fremur, að því fylgi sú hætta, að hann geti misst stjórn á sér og unnið óhappa- verk, ef svo ber undir, og orðið þannig hættu- legur umhverfi sínu. Erfitt er að fullyrða með vissu samkvæmt gögnum málsins um andlegt ástand sakborn- ings hinn 3. maí, er hann framdi umræddan verknað sinn. Greinilegt virðist, að einhvers konar æði hafi gripið sakborning, en hann hefur vafalaust allan tímann gert sér ljóst, hvað hann aðhafðist. Réttarmáladeild treystir sér ekki til að segja neitt ákveðið um, hvort sak- borningur hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sfnum, því að engin leið er að úrskurða eftir á, hve sterkum vilja sakborningur hefði getað beitt á tilteknu tímabili. Hins vegar má geta þess, að mörg dæmi eru til um, að slík óhappaverk hafi verið unnin, vegna þess að vilji manns hefur engu um ráðið, enda þótt honum sé ljóst, hvað hann sé að gera, og vilja þá skýringar á verknaðinum eftir á verða mjög út í hött. Samkvæmt framansögðu telur réttar- máladeild mjög vafasamt, að refsing geti borið árangur gagnvart sakborningi. Að öðru leyti sér réttarmáladeild ekki ástæðu til að gera athugasemdir við umsögn yfirlæknis dr. Helga Tómassonar.“ Ingólfur Einarsson var dæmdur til öryggis- gæslu á viðeigandi hæli, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. 42 SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.