Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 36
miðað við aðstæður. Blaðamanni dettur í hug að líklega hafi verið auðveldara að flytja fiysta fiskinn frá íslandi en smávörur að utan. „Ekki var auðveldara að lesta fiskinn hér heima,“ segir Þór og slær þar með á þær hug- leiðingar. „Númerin voru kannski 20-30 af ýmsum tegundum og þar utan var lestað í þrjátíu höfnum víðsvegar um landið. Þótt alltaf væri reynt að raða þessu niður í lestina eftir bestu getu gat það verið þrautin þyngri að losa í erlendum höfnum. Nú fer þetta allt í sama gám og er þess utan á brettum. Aður fyrr var hver kassi lestaður fyrir sig og það segir sig sjálft að það var snúið fyrir lestar- mennina. Sama var upp á teningnum í salt- fiskinum.“ Mánaðartúr gat orðið sex vikur Þór segir að fyrir bragðið hafi menn verið pirraðir og losun gat tekið marga daga. Framan af sigldu skipin ekki á föstum rútum því skip gátu tafist af ófyrirsjáanlegum YANMAR 350 ha. bátavél til á lager • 6 strokka - Turbo Intercooler • Létt og fyrirferdalítil • Þýðgeng og sparneytin • Ýmsir drifmöguleikar Ráðgjöf • Sala • Þjónusta ástæðum. Off var þannig að þegar landfestar voru Ieystar í Reykjavík var vitað um þrjár fyrstu hafnir. í erlendri höfn komu skilaboð um siglingu á aðrar hafnir í framhaldi. Mánaðartúrar gátu því lengst upp í sex vikur eða meir. „Málningarverksmiðjuna Hörpu vantaði kannski efni sem við urðum sækja eða Kaaber bað um 50 tonn af kaffi. Fyrir kom að varan var á leið til hafnar og við þurftum að bíða í sólarhring eða lengur eftir henni. Oftast nær gat fjölskyldan ekki vitað um heimkomu skipsins þegar við fórum frá Reykjavík,“ segir Þór. Gjörbreyting verður með gámaskipunum því lestunar- og losunartími þeirra í erlend- um höfnum var háður tíma. Panta þurfti tíma fyrirfram að kajanum og ef ekki var staðið við hann gat það þýtt bið fyrir skipið. Þá komust skipin á fasta rútu með ákveðnum dagsetningum. „Menn voru ánægðir með að komast á fasta rútu en framan af voru þeir á móti því að skipuleggja fríin sín með fyrirvara. Það hefur þó komist upp í vana að hugsa fríin út árið og nú held ég að enginn vilji skipta. Yfirmenn voru ráðnir til fyrirtækisins en undirmenn réðu sig á einstakt skip og því gat fyrirtækið ekki flutt þá á milli líkt og með yfirmenn þegar kom að fríum.“ Þór segir að föst laun yfirmanna á farskip- um hafi alltaf verið lág en haldist sæmileg þegar nóg var af yfirvinnu. Með nýrri tækni dróst yfirvinnan saman sem kreppti enn frekar að laununum og þá ekki síst hjá undir- mönnum. NÝJU skipin afspyrnu ljót Þegar kemur að starfslokum líta menn oft yfir farinn veg og huga að hvort eitthvað hefði mátt vera öðruvísi. Uppáhaldsskip Þórs er gamli Fjallfoss ef undan er skilið síðasta skipið, Brúarfoss. Utlit nýju skipanna fór fyrir brjóstið á mörgum gömlum sjómönn- um sem þóttu þau afspyrnu ljót. „Þegar ég kom með Bakkafoss heim hafði blaðamaður effir mér að skipið væri ágætt en ferlega Ijótt,“ segir Þór og hlær og bendir sér- staklega á mikið perustefni sem líktist einna helst heljarinnar króki. Ekki einu sinni líkt neinni peru! „Seinni skip voru þó nokkuð nálægt því að líta út eins og gömlu skipin, þrátt fyrir nýtt útlit.“ Þessu til sönnunar sýnir Þór blaða- manni myndir af skipunum sem hanga á vegg á heimili hans og eiginkonunnar, Helgu Jónsdóttur. Munurinn er augljós. Þór í brúnni á Fjallfossi. Á löngum farmannsferli hefur Þór siglt til margra' hafna austan hafs og vestan. Að- spurður segist hann þó hafa haldið sig mest á Norður-Atlantshafinu. Nokkrar ferðir fór hann til Miðjarðarhafslanda og eina til Nígeríu með skreið. Þór var til að mynda á Skógarfossi í Istanbúl þegar gosið hófst í Vestmannaeyjum. „Loftskeytamaður var Bergur Lárussón frá Klaustri, grandvar maður og vildi aldrei fara með fleipur. Ég mætti honum í gang- inum og hann sagði: „Ég bara trúi því ekki, ég bara trúi því ekki.“ Ég gekk á hann með það hverju hann ekki trúði og þá vildi hann ekkert segja þar til næsta pressa kæmi. Ég sagðist myndu þegja yfir leyndarmálinu og ekki bera neitt út. „Það er byrjað að gjósa í Vestmannaeyjum en það máttu engum segja fyrr en ég fæ það staðfest,“ segir hann. Klukk- an var um sex og staðfesting átti að berast um miðnætti. Um kvöldið eru strákarnir að horfa á tyrkneska sjónvarpið þar sem gosið er sýnt í fréttum og fréttin komin í Ioftið,“ segir Þór og hlær. „Við þurftum nú ekki að skilja tyrknesku til að þekkja Vestmannaeyjar.“ Mestu leiðindin í kringum múturnar Mikið vandræðaástand skapaðist í kring- um skreiðarflutningana í Nígeríu og þar máttu skip bíða svo vikum skipti eftir losun. „Mestu leiðindin voru í kringum múturn- 36 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.