Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 10
Setningarræða Guðjóns A. Kristjánssonar, forseta FFSI, á Formanna- ráðstefnunni, sem haldin var á Akureyri 27.-29. nóvember, hefur vakið athygli og miklar umræður. Ræðan fer hér á eftir. Kvótakerfi eru hvarvetna umdeild stjórnkerfi Þetta var fyrirsögn á grein í Morgunblaðinu 29. maí sl. og eru svo sannarlega orð að sönnu. í Ijósi þeirrar umræðu sem síðustu vikur hefur verið um framkvæmd fiskveiða í íslenska kvótakerfinu er rétt að rifja upp nokkrar setningar úr áður tilvitnaðri blaðagrein og jafnframt þeim aðvörunum sem FFSl’ hefur haft uppi við framkvæmd og afleiðingar kvótakerfis þess sem hér við- gengst í fiskveiðum. Parzival Copes, kanadískur hagfræð- ingur, lýsti 1986 þeirri skoðun að brottkast myndi aukast fyrir áhrif kvótakerfa, tilvitnun í hans mál var eftirfarandi: „Skipstjóri eða útgerðarmaður sem hefur fastan kvóta, hann mun koma með að landi eins góðan afla og hann getur. Hann getur ekki stækkað kvótann og því verður hann að hámarka verðmæti þess sem hann kemur með að landi. Þannig getur kvótakerfið stuðlað að því að menn sæki sjóinn skyn- samlega og geymi ekki net í sjónum í marga daga, en það getur líka stuðlað að því að menn hendi nýjum eða lifandi fiski vegna þess að hann er verðlaus eða verðlítill á markaði." Hann sagði einnig: „Kvótakerfi eru ekki vistvæn og kvótakerfi, eðli málsins samkvæmt, standa sig illa hvað varðar viðhald auðlindar. Þau draga úr hæfileikum vist- kerfisins til þess að endurnýja sig, m.a. vegna þess að menn gefa ekki upp raunverulegan afla og aflaskýrslur, eða töl- fræðin sem skipstjórar senda frá sér er bjöguð og ómarktæk og svo er brottkast fisks þáttur sem ekki er hægt að reikna út. Fiskinum er hent og hann er ekki nýttur." Mengar bæði menn og haf Ég hef í nokkur ár varað sterklega við þeim afleiðingum sem innbyggðar eru í kvóta- kerfið. Kerfið, sem stýrikerfi við botnfiskveiðar, mengar bæði menn og haf og eyðir og spillir því meir sem aflaheimildir eru minni, einkum þegar aflakvótinn er ekki í neinu samræmi við aflabrögð og fiskgengd, einkum þorsks eins og nú er. Ég hef haldið því fram að kvótakerfið í fram- kvæmd gerði heiðarlegustu menn, bæði til sjós og lands, ófæra um að bera virðingu fyrir verðmætum og því að umgangast auðlindina á réttan hátt. Krafan um ávöxtun kvót- ans út frá peningalegum sjón- armiðum þess sem eignar- haldið hefur gengur niður eftir valdastiganum, einkum í at- vinnuleysi eins og nú er, frá útgerð til yfirmanna og þaðan til hásetans, sem jafnvel án hvatningar hækkar sinn afla- hlut úr fáum kvótatonnum skipsins með úrkastsaðferð- inni. Þegar ég vakti máls á þessum afleiðingum kvóta- kerfis, ásamt sextán alþingis- mönnum, var ég af ráðandi mönnum í sjávarútvegi á þeim tíma, sem enn eru þeir sömu, ásakaður eins og oft áður um aðför að bestu uppfinningu ís- lands. Kvótakerfinu. Til þess að taka af alian vafa um afstöðu mína þá tel ég að kvótakerfi geti vel gengið upp sem aðferð, en því aðeins að aflaheimildir séu nægar, sókn- in takmörkuð eða leyft að landa verðlitlum afla eða afla sem ekki er til kvóti fyrir utan aflamarks, þannig að verð- mætin fari að litlu leyti til sjó- manna og útgerðar. Annað verðmæti afla utan aflamarks fari til þarflegra framfaramála sjávarútvegs og öryggismála. Vandamál þeirra KVÓTALITLU ER YFIRÞYRMANDI Vandamál lítilla aflaheimilda er ekki alls staðar eins um landið. Margar útgerðir, eink- um þær stærri, hafa næg verk- efni og aflaheimildir. Sjómenn sem þar starfa ættu ekki að vera þátttakendur í úrkastinu. Það breytir því ekki að vanda- mál þeirra kvótalitlu er yfir- þyrmandi. Þessa tillögu um að hægt væri að lagfæra þetta vanda- mál úrkasthvatans kynnti ég sjávarútvegsráðherra fyrir þremur árum án nokkurs ár- angurs. Sjávarútvegsráðherra ræddi það nýverið við setningu fiskiþings að þá, sem voguðu sér að segja frá því að afla væri hent I sjóinn, ætti að lög- sækja sem svikara við þjóðina. Þeim sama ráðherra var Ijóst að kerfið kallaði fram þessi viðbrögð og jafnframt að það mætti lagfæra þá ágalla lagan- na. Til þess þurfti hins vegar önnur viðbrögð en þau að festa kerfið í sessi óbreytt. Ráðherrann veit einnig, sam- anber það sem hann sagði við setningu þings Sjómannasam- bands íslands, að verið er að brjóta lög á sjómönnum með kvótabraskinu og það hefur viðgengist í nokkur ár. Væri ekki rétt að ráðherrann, sem jafnframt er dómsmálaráð- herra, bæði um upplýsingar og höfðaði nokkur opinber saka- mál vegna lögbrota? Það verður að gera kröfu til þess að allir skuli jafnir fyrir lögum og minna á að enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð. FFSÍ hefur oft undanfarin ár reynt að ná fram lagfæringum á göllum kvótakerfisins og oftast varað fyrst allra við þeim göllum sem á kerfinu væru. Jafnframt lýst yfir að væru gallarnir lagfærðir mætti búa við stjórnkerfið. Þessum ábendingum FFSl’ hefur oftast verið illa tekið af ráðamönnum en umræðan með þjóðinni ber þess nú vitni að fólkið skilur orðið óréttlætið og hafnar kerfinu með áframhaldandi kvótabraski. Sú mikla breyting sem for- maður Framsóknarflokksins boðaði I afstöðu til eignarhalds og verslunar með kvótann óveiddan í sjónum vekur vonir um að jafnvel á stjórnarheimil- inu sé að verða skilningur fyrir nauðsyn bráðnauðsynlegrar 10 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.