Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 41
Á TOGARA I janúar 1929 skall á mikið og hart togara- verkfáll. Þá var Aðalsteinn Pálsson skipstjóri á togaranum Belgaum, RE 161, sem Kárafélagið gerði út. Þetta skip var smíðað fyrir hinn kunna aflamann og skipstjóra ÞÓrarin Olgeirsson í Bretlandi 1916, en Englendingar tóku það til aíhota í stríðinu, svo að íslenzku eigendurnir fengu það ekki afhent fyrr en í stríðslok. Það var 337 lesdr og nefht efdr borg á Vestur-Indlandi. Það var gömul hjátrú, að happasælt væri að hafe sjö stafi í skipsnafni. Aðalsteinn tók mig á togar- ann efur verkfellið, í byrjun vetrarvertíðar 1929. Ég fór þrjár ferðir á Belgaum. Minnisstæðast var, þegar við veiddum í Kolluálnum út af Snæfellsnesi. Við breiddum þá yfir nafh og númer. Þetta var í landhelgi. Vökulögin voru gengin í gildi, svo að menn áttu rétt á átta tíma hvíld á sólarhring. Aflinn var mikill, svo að skip- stjórinn lét okkur standa, þótt við ættum að vera í koju, lét okkur hafa eina frívakt af hverjum fjórum, en við áuum rétt á einni af hverjum þre- mur. Aðalsteinn virtist hörkutól. Af brúarvængn- um komu stundum ferlegar flétmr langra blót- syrða. Hann var trúlega vænsu maður, en hann var áreiðanlega undir miklu álagi. Fyrst flatri ég, síðan bar ég liffina í körfum og drakk volgt lýsið hjá bræðslumanninum. Seinast var ég látinn í pondið. Settur í land Einu sinni var ég staddur með tveimur öðrum mönnum niðri í lúkar, og þá sagði annar, að nú ættum við að gera samtök okkar í milli að neita að standa svo lengi. Við ættum rétt á meiri hvíld. Ég sagði ekkert. Þegar kom til hafnar lét Aðalsteinn okkur þrjá í land. Hann hefir vafalaust frétt af þessu tali. Nú vantaði mig skipsrúm. Ég komst ekki aftur á Papeyna. En stýrimaðurinn, sem verið hafði með Guðmundi Magnússyni, hét Þórður Hjartarson. Hann var frá Þingeyri, afskaplega þægilegur maður. Hann var nú orðinn skipstjóri á Pétursey frá sömu útgerð. Hann tók mig strax. Ég var með honum til loka vetrarvertíðarinnar og tvö sumur á síld, 1929 og 1930. Á Pétursey voru aftari efrikojur fyrir tvo. Við sváfum andfæting. Einu sinni vaknaði ég nýsofnaður við það, að fæturnir kipptust upp á maga í krampaköstum. í klofstígvélum og sjóklæðum verða nærfötin vot af líkam- srakanum. Nærbuxurnar voru beinlínis blautar, einkum á fótleggjunum. Ég var úrvinda af þreytu og vökum og sofnaði strax aftur, en krampinn endurtók sig tvisvar eða þrisvar. Þetta var Iífið til sjós. Ur bókinni Sönn íslensk sakamál Hryllingur í iveyKi ÍNGÓLFUR Einarsson bjó í Reykjavtk. Hann hafði verið vistaður á Kleppsspítala af og til síðustu ár og hafði frá barnæsku verið sérsinna, stíflundaður og fálátur. Hugsanlega hafði líkamslýti hans haft þar áhrif. Snemma þótti Ingólfur aðhyllast öfgafullar skoðanir og oft var hann á öndverðum meiði við fjölskyldu sína, sem varð til þess að sam- band hans við aðra fjölskyldumeðlimi varð æ minna. Hann tók að drekka og undir áhrif- um átti hann til að veita sjálfum sér áverka, sem juku á líkamslýti hans. Smátt og smátt urðu drykkjuskapur, lögbrot og einstæðings- skapur hlutskipti hans. Leið illa Föstudagskvöldið 2. maí 1947 var Ingólf- ur við drykkju, en ekki mikið ölvaður. Hon- um leið illa um nóttina og lá heima í kofan- um þar sem hann bjó, en kofinn stóð við Há- teigsveg. Hann borðaði lítið og átti erfitt með svefn. Hann lá á legubekk og reyndi að sofna, en tókst ekki. Á sama tíma bjó fjölskylda í skála númer eitt við Háteigsveg. Það voru hjónin RÓSA Aðalheiður Georgsdóttir og Kjartan FriÐberg JÓNSSON og tæplega tveggja ára dóttir þeirra, Kristín, og að auki átta ára dóttir Rósu Aðalheiðar, SigríÐur Hólm GuÐmundsdÓttir. Kjartan var að fara út en Rósa Aðalheiður var að þvo, en þvottaað- staða var í nærliggjandi húsi. Ingólfi Einarssyni tókst ekki að sofna og þegar liðið var á níunda tímann um kvöldið greip hann snögglega æði. Hann stóð upp af legubekknum, klæddist jakka og tók stórt borðsax í aðra höndina. Hann gekk út. Inn í næsta skála Hann gekk hröðum skrefum ! átt að skálunum við Háteigsveg. Skáli númer eitt var sá fyrsti sem hann kom að og án þess að hika gekk hann inn. Þar var enginn fullorð- inn, aðeins systurnar Sigríður Hólm átta ára og tæplega tveggja ára systir hennar, Kristín, sem svaf í rúmi í svefnherberginu. Án þess að hika gekk hann inn í svefnher- bergið og réðst að litlu telpunni, hann stakk hann mörgum stungum og lést hún þegar af sárunum. Eldri systirin reyndi að stöðva Ingólf, réðst að honum og reyndi að draga hann út. Hann sneri þá frá yngri telpunni og Sjómannablaðið Víkingur 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.