Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 11
lagfæringar á kvótakerfinu. Því
ber auðvitað að fagna ef rétt
reynist og eftir gengur. Enn
vantar þó á að kvótabraskið
og nauðung sú sem sjómenn
eru beittir fái stuðning svo lög-
um verði breytt og braskið afn-
umið. Ég vonast til þess að
niðurstaða formannafundarins
verði sú að við hvetjum alla
alþingismenn til þess að styðja
frumvarp þeirra Guðmundar
Hallvarðssonar og Guðjóns
Guðmundssonar alþingi-
smanna um afnám leigukvóta-
brasksins.
Vantar íslenska
ATVINNUSTEFNU
Um alllangt skeið hefur ís-
lensk farmannastétt átt undir
högg að sækja í atvinnulegu
tilliti. Það fækkar í farmanna-
stéttinni og mestur hluti kaup-
skipanna siglir nú undir erlend-
um fánum. Við höldum því
fram, forystumenn sjómanna,
að það skorti verulega á að
hér á landi sé rekin íslensk
atvinnustefna. Þegar við tölum
um íslenska atvinnustefnu þá
eigum við að sjálfsögðu við
það, að íslensk stjórnvöld eigi
að standa vörð um íslenska
atvinnu eins og frekast er kost-
ur.
Auðvitað er þetta sagt að
því gefnu að á kaupskipaflot-
anum starfi íslenskir undir-
menn, ella verða aldrei til neinir
íslendingar sem fá þjálfun og
hafa áhuga á farmannsstörfum
yfirmanna. En við verðum að
ætla að svo framsýnir séu ís-
lenskir ráðamenn að starfs-
greinar, sem eru þjóðinni
verðmætar, leggist ekki af.
Það er nauðsyn að halda utan
um öll íslensk atvinnutækifæri.
Allt annað er feigðarflan í heimi
þar sem samkeppni um störf
fer vaxandi.
Við erum tilbúnir að ræða og
takast á við ýmsar breytingar í
farmennskunni ef það verður
til þess að efla á ný íslenska
atvinnu í farmennskunni. Við
sjáum ekki að laun okkar fólks
séu þar sá þröskuldur að ekki
sé hægt að gera út íslensk far-
skip. Nágrannaþjóðir okkar
hafa létt opinberum álögum af
þessari atvinnustarfsemi hjá
sér, til þess að standast þá
hörðu samkeppni sem er í
alþjóðlegum flutningum, og
þannig fjölgað verulega á ný
farmannastörfum. Að þessu
leyti getum við tekið undir með
því að segja: Aukum á ný ís-
lenska farmennsku og framtíð
allra íslenskra farmanna.
NÝ hringferð í eilífðar-
MÁLUM
Á þessari ráðstefnu munum
við leggja drög að því starfi
sem framundan er. Allir okkar
kjarasamningar eru lausir eins
og annarra landsmanna. Ég
ætla ekki að hafa mörg orð um
það mál nú við setningu þess-
arar formannaráðstefnu. Við
erum nú að byrja nýja
hringferð í þeim eilífðarmálum
sem kjarasamningar eru í
öllum launþegasamtökum.
Þau mál fá sérstaka umfjöllun
á fundum okkar næstu daga
og vonandi verður forystuliðið
samstiga í því að berjast af
einurð og festu fyrir þeim rétt-
lætismálum sem við setjum
okkur á þessum formanna-
fundi. Við munum fjalla um í
sérlið á formannaráðstefnunni
hvernig megi nota þær trúnað-
arupplýsingar sem skipstjórar
gefa upp til Hafró í aflaupplýs-
ingum og um veiðisvæði. Jafn-
framt að ný tækni í vinnslu
upplýsinga opni ekki beint inn
á togveiðar hvers skips og
afla. Gerð verður grein fyrir
tillögum að breytingum á
lögum um veiðar togskipa
innan tólf sjómílna.
Útgeröarmenn — vélstjórar.
Önnumst allar raflagnir og viðgerðir í bátum, skipum og verk-
smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir
reynslu og öryggi frá sérþjálfuöu starfsfólki.___________
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
11