Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 23
greiðslur verða í þessu tilviki til 85 ára aldurs
kr. 73.812.600,00 og barnalífeyrir að auki, já
já enn ertu að lesa rétt tæpar sjötíu og fjórar
milljónir. Inneign hans í Allianz hefði í þessu
tilviki einnig orðið kr. 4.613.000,00. Á
mæltu máli fjórar milljónir og sexhundruð
þúsund. Og yrðu heildarörorkubætur.
Þetta er eðli sameignarsjóða
Varla passar þetta við fullyrðingar Sigrún-
ar um að sjóðurinn erfi sjómanninn að miklu
leyti. En hinu er ekki að leyna að það kemur
fyrir að menn falli frá án þess að fá notið
inneignar sinnar og ekki er um ekkju að ræða
né börn undir 19 ára aldri. Þetta er eðli
sameignarsjóða og meining þeirra. Það má
segja að sjóðfélaginn sé að kaupa sér mjög
öfluga og jafnframt dýra tryggingu fyrir sig
og sína ef illa fer og ellilífeyri að auki. Vitið
þið að 63.8% af greiddum lífeyri hjá LS á
síðasta ári var vegna örorku, barna og maka.
„Alltþaðfé sem inn í
sjóðinn kemur mun með
vöxtum fara út úr honum
aftur íformi lífeyris. Það
er öruggtþvíþað er
enginn milliliður afneinu
tagi sem hagnast á rekstri
sjóðsins. Við sjómenn og
útgerðir í landinu eigum
og rekum þennan sjóð. “
36.2% fóru í ellilífeyri. En þetta var slæmt
ár. Þessar prósentur þyrftu helst að snúast
við í framtíðinni.
Það eru nokkrar smávægilegar villur í töl-
unum hjá Sigrúnu sem ég eltist ekki við. En
það sem hún segir um skattfrelsi eftir sjötugt
er ekki rétt, lífeyrir er nú skattlagður að fullu.
Eins er það alrangt hjá henni að skerðingar-
reglan (lækkun um 0.4% fyrir hvern mánuð
sem töku ellilífeyris er flýtt fyrir 65 ára aldur)
hafi áhrif á rétt til makalífeyris. Ekkjan í
dæminu hennar myndi því fá kr. 66.531,00 á
mánuði en ekki kr. 50.618,00 eins og hún
heldur fram. Rangt er einnig að einhver rét-
tur glatist við það að hætta í LS og hefja
greiðslu í Lífeyrissjóð verslunarmanna.
Langflestir sjóðir eru aðilar að samkomulagi
um samskiptareglur lífeyrisjóða og þar er
tryggt að enginn réttur glatist við „flakk“ á
milli sjóða. Undantekning frá þessu er þó
Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna og ein-
hverjir smáir séreignasjóðir.
VlTUM EKKI ÆVINA FYRR EN ÖLL ER
Um dæmin hennar Sigrúnar að öðru leyti
er það að segja, að augljóslega er hægt að
greiða hærri ellilífeyri úr sjóði eins og Allíanz
vegna þess að hann þarf aldrei að bera svona
dæmi eins og að framan greinir. Þeir lofa 6%
raunávöxtun næstu 50 árin sem vonandi
gengur eftir, en þurfa svo ekkert að standa við
það ef ávöxtunin reynist aðeins verða 4% á
tímabilinu. En hjá LS þarf 4% raunávöxtun
til að hægt sé að standa við skuldbindingar.
Ellilíferyri hjá okkur verður örugglega hægt
að hækka talsvert ef við náum 6% raunávöxt-
un til langs tíma.
Sigrún gerir mikið úr því að greiðslur úr
LS séu skattlagðar en undan því sé mögulega
hægt að komast hjá Allianz. Hefði nú ekki
verið sanngjarnt að segja frá því í leiðinni að
iðgjöid sjómanna til LS eru skattfrjáls (frá-
dráttarbær frá skatti). En greiðslur til Allianz
eru það alls ekki, enda er hann ekki lífeyris-
sjóður. Þetta skiptir verulegu máli. Sigrún er
í sinni grein að bera saman þýskan bundinn
hávöxtunar bankareikning og íslenskan líf-
eyrissjóð og gerir það með ósanngjörnum
hætti.
Að lokum þetta: Fyrir þá sem hafa það á
hreinu að ekkert hendi þá á lífsleiðinni er
tilvalið að greiða eingöngu í séreignarsjóð
Allianz eða sambærilega sjóði. En fyrir
okkur hin, sem vitum ekki ævina fyrr en öll
er, er örugglega skynsamlegra að greiða í
sameignarsjóð eins og Lífeyrissjóð sjó-
manna.
Sjómannablaðið VÍKINGUR
23