Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 50
Stuðningur
á Alþingi?
Ljóst er að sjómanna býður hörð barátta í
komandi kjarasamningaviðræðum. Þegar
hefur komið fram að helstu baráttumál fiski-
manna verður að koma í veg fyrir kvóta-
braskið og að allur fiskur verði seldur á mörk-
uðum. Sjómannablaðið Víkingur leitaði til
þriggja þingmanna um afstöðu þeirra til þess-
ara helstu baráttumála og hvort þeir teldu
möguleika á að lausn fáist á þeim án afskipta
Alþingis.
Eins og lesa má úr svörum þingmanna
þriggja, Steingríms J. Sigfússonar, Hjálmars
Árnasonar og Össurar Skarphéðinssonar, sést
að þeir allir taka undir kröfiir sjómanna. Það
virðist sem sjómenn eigi fleiri bandamenn
meðal stjórnmálamanna, en áður.
Eins og sjómönnum er kunnugt hafa þing-
mennirnir Guðjón Guðmundsson og Guð-
undur Hallvarðsson lagt fram frumvarp á
Alþingi, þar sem gert er ráð fyrir miklum tak-
mörkunum á framsalinu. Það verður for-
vitnilegt að sjá hver afgreiðsla þess verður.
Hér í blaðinu er frétt um tillögu sem þing-
menn jafnaðarmanna hafa lagt fram um að
allur fiskur verði seldur á markaði, og hluti
greinagerðar þingmannanna er birtur í blað-
inu. Þá er framar í blaðinu fjallað um þings-
ályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir að
nefnd verði skipuð til að athuga aðbúnað um
borð í skipum. Af þessu má sjá að sjómenn
eru ofarlega í huga þingmanna.
Við fylgjumst með hvað úr verður, sjáum
hvort stuðningurinn er raunverulegur eða
ekki.
Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður um kvótabraskið:
„Sjómenn fara ekki aftur á sjó nema
með lausn sem þeir telja varanlega“
„Það hafa komið fram frumvörp á Alþingi
sem taka á þessum málum. Ég held að það
verði ekki tekið á kvótabraskinu öðruvísi en
það varði lögin sjálf,“ sagði SteingríMUR J.
Sigfússon, alþingismaður fyrir Alþýðu-
bandalagið og formaður sjávarútvegsnefndar
Alþingis, þegar hann var spurður hvort hann
sæi fram á að sjómenn og útgerðarmenn
leystu kvótabrasksdeilurnar án afskipta lög-
gjafans.
Steingrímur sagðist helst sjá að taka yrði á
framsalinu eða nýtingarprósentunni. „Það er
líklegt að þetta komi fyrir Alþingi, en
væntanlega ekki fyrr en eftir áramót. Von-
andi verður þar niðurstaða úr samkomulagi
milli sjómanna og útgerðar.“
Mér pykir sem það sé aukinn skilningur
meðal þingmanna; það er komið fram frum-
varp sem gengur út á að banna framsal að
miklu leyti og þingsályktunartillaga um allan
fisk á markað, er þetta þinn skilningur líka?
„Ég held að umræðan sé að fara í ákveðnari
farveg en áður. I staðinn fyrir að tvístruð and-
staða sé við kvótakerfið hafa sjónir manna
beinst meira að framsalinu og þá sérstaklega
leiguframsalinu. Ég hef talað fyrir því lengi
að menn einbeittu sér að þessum þætti,
ieiguframsalinu, en það er mesta óréttlætið
að menn geti fénýtt þetta ár aftir ár án þess að
veiða sjálfir. Ég fagna því að fleiri og fleiri eru
farnir að einbeita sér að þessum þætti í
staðinn fyrir að áður var þetta dreifð andstaða
gegn kerfinu sjálfu.
Ég tel að þegar menn horfa ákveðið á
leiguþáttinn séu þeir að gefa sér að afla-
markskerfið verði áfram. Þetta er til marks
um að málið er að fara í fastari farveg og það
er von mín að menn nái sáttum.“
Er þá ekki hœgt að segja að þeir sem eru
stuðningsmenn aflamarksins verði að taka á
braskinu til að verja kerfið? Málsvörum þess
hlýtur aðfiekka verði ekkert að gert til að stöð-
va óréttlatið?
„Aðalhættan er sú að almenn óánægja
safnist saman í breiðan farveg og það sem ég
tel vera mestu hættuna er að niðurstaðan yrði
sú að auðlindaskattur yrði talinn eina lausnin
og fyrir misskilning yrði honum skellt á. Ég
hef sagt við útgerðarmenn að það geti vel
orðið útkoman ef þeir ekki skynja sína stöðu
í málinu og sýna sveigjanleika. Annars getur
kerfið hrunið, eða guð má vita hvað gerist. Ég
er tvímælalaust - og hef lengi verið varðandi
þessi vandamál sem stinga i augu - á því að á
þessu eigi að taka og þó fyrr hefði verið. Þá
má ekki undanskilja úrkastið, en það veldur
mikilli óánægju og særir fólk og líka sjómen-
nina sjálfa, og við vitum að það á sér stað.
Ég sé fyrir mér afnám leiguframsalsins, að
leyfa eingöngu varanlegt framsal með
ákveðnum reglum og útfæra meðaflareglu.
Með þessum hætti mætti stórbæta átandið og
gera menn sáttari. Eins kemur til greina að
vera með aðra stjórn fyrir grunnslóðina.
Það verður gaman að sjá hvað gerist í
vetur. Ég held að ef deila sjómanna og
útgerðarmanna fer í hart verði það lokastyr-
jöld um þetta mál. Það þarf enginn að segja
mér að sjómenn fari í þriðja verkfallið í röð
án þess að ætla sér að ná varanlegri niður-
stöðu. Ef þeir fara í land vegna þessa þá fara
þeir ekki á sjó aftur fyrr en komin er
niðurstaða sem þeir treysta að haldi, ég held
að það sé borðleggjandi.“
50
Sjómannablaðið Víkingur