Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 66
Framhaldssaga - 2. hluti
værvt
ævintýri
rennuna, því ekki var hægt að snúa við í
henni. Vélstjórinn taldi að það væri eitthvað
að skrúfunni, en það sást ekki vegna þess
hversu sjórinn var mórauður. Af þessum
ástæðum var farið inn í dokk og fenginn
kafari, hann kom upp með fiskikörfu er farið
hafði upp á annað skrúfublaðið.
Þetta tók það langan tíma að við komumst
ekki út fyrr en á næsta flóði, þá reyndist allt í
lagi og haldið var af stað.
Þegar birti sáum
VK> REKALD OG BRAK Á SJÓNUM
AJden beið á fljótinu. Strax var farið af stað
heim á Ieið og haldið norður Irska-kanal og
með landi að Butt of Lewis. Þaðan var stefn-
an sett á Ingólfshöfða. Norðan við Færeyja-
bankann mættum við skipalest á austurleið.
Við sáum nokkra ljósblossa suð-vestur og
vestur af okkur og eitt skip er öslaði framhjá
okkur, sennilega korvetta.
Veður var þá norð-austan sex til sjö vind-
stig, nokkur sjór og skýjað.
Þegar birti sáum við ýmislegt rekald og
brak á sjónum, einnig olíubrák á nokkru
svæði. Nokkru seinna sást tundurdufl fljóta
aftur með bakborða í u.þ.b. þriggja til fjög-
urra mílna fjarlægð.
Meira bar eigi til tíðinda sem eftir var
leiðarinnar heim og veður fór batnandi er
nær dró Iandi. Við komum að Ingólfshöfða
sem ætlað var og haldið var vestur með landi.
Við Vestmannaeyjar höfðum við samband
við bát sem var á leið til hafnar þar og skip-
stjórinn var beðinn að hringja til Hafnar-
fjarðar og láta vita að Síldin og Alden væru
við Eyjar á heimleið og allt væri í lagi um
borð, sem hann og gerði.
Talstöð mátti ekki opna á þessari Ieið yfir
hafið nema í neyðartilfelli, hún var innsigluð.
Það kom í ljós er þeir atburðir sem höfðu
orðið, þ.e. er árásin á Fróða og Reykjaborg,
að íslensku skipin er sigldu ein síns liðs voru
gott skotmark hjá kafbátum þegar gott veður
var og myrkur.
Þá var ekki lengur hægt að tala um íslen-
sku skipin og að sjómennirnir nytu öryggis
vegna hlutleysis þjóðarinnar og vopnaleysis,
því við vorum að flytja nauðsynjar til eins
stríðsaðila.
Þessi ferð endaði giftusamlega er bæði
þessi skip voru bundin við bryggju í Hafnar-
firði og við gengum í land. Nokkru seinna
var Síldin útbúin á togveiðar og við fiskuðum
í Faxaflóa og víðar.
66
„Nei, ég var ekki sofnaður," sagði ég, þrátt
fyrir að ég hefði verið sofnaður.
„Heyrðu,“ sagði hún, „ég ætla að hugsa til
þín á meðan þú ert á sjónum, kannski
heyrumst við þegar þú kemur í Iand.“
„Já, gerum það,“ var það eina sem ég gat
stunið upp. Með það kvaddi hún.
Ég var glaðvaknaður, hún hvarf ekki úr huga
mér. Kynni okkar höfðu verið með einstökum
hætti. Ég fór á bókasafnið og kvennaveiðar
voru eins fjarri mér og hugsast gat. Þar hitti ég
hana, fór með henni á kaffihús og þaðan heim
til hennar, var hjá henni og naut hennar, síðan
er eins og hún vilji bæði halda í mig og sleppa
mér. Þessi fallega kona, ég veit hvað ég vil, ég
vil hana. Senn kemur að því að ég fari á sjóinn.
Það er eitt sem ég get gert, það er fyrir mig, það
er að Iáta sem mér standi á sama þar til ég fer á
sjóinn. Ekki reyna að hitta hana, alls ekki
hringja til hennar og þaðan af síður fara til
hennar. Ég sagði við sjálfan mig: Stattu þig.
Vertu ákveðinn.
Ég sofnaði ekki, hvað sem ég reyndi. Það var
að nálgast hádegi, ég lá í rúminu og reyndi
hvað ég gat að hugsa um eitthvað annað en
hana. Síminn hringdi, skyldi það vera hún?
Ég svaraði. „Blessaður, strákarnir koma í
land í fyrramálið og það verður farið aftur á
sjó eftir þrjá daga, þú fylgist betur með.“ Það
var útgerðarstjórinn sem hringdi. Jæja, þá
vissi ég það.
Það eina sem mér kom til hugar var að
þrífa í kringum mig, varð að dreifa
huganum. Það var af nógu að taka, ég hafði
ekki þrifið lengi. Eftir nokkra stund fannst
mér nóg gert, vissi sem var að hægt var að
gera betur en ákvað að láta þetta duga.
Dagurinn leið hægt, en Ieið. Um kvöldið
ákvað ég að ganga niður í bæ. Það var gott
veður en fátt fólk á ferli. Þá fáu sem ég kan-
naðist við forðaðist ég. Hafði ekki áhuga á að
ræða við neinn nema hana. Ég leitaði hennar
á hverjum veitingastaðnum á eftir öðrum, en
hún var greinilega ekki úti á lífinu. Ég drakk
ekki mikið, vildi ekki vera áberandi fullur ef
ég hitti hana. Það var ekki eftir neinu að
hanga, fór heim og svaf.
Næsti dagur leið í rólegheitum.
Ég mætti um borð og það var vissulega
gaman að hitta strákana aftur. Að minnsta
kosti var ég laus við einsemdina. Strákana
þekkti ég vel, var búinn að vera lengi til sjós
með flestum. Eftir að við vorum lagðir af stað
á miðin fór ég inn í klefa og ætlaði að lesa. Ég
hafði ekki legið lengi í kojunni þegar Bjössi
kom inn í klefann. Milli mín og Bjössa var
sérstakt samband. Bjössi steig ekki í vitið og
átti til að mismæla sig meira en aðrir menn.
Sjómannablaðið Víkingur