Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 12
Farmanna- og fiskimannasambandið um opinbera fjölskyldustefnu Tillit verði tekið til sérstöðu sjómannafjölskyldna Framkvæmdastjórn Far- manna- og fiskimannasam- bandsins svaraði kalli félags- málanefndar Alþingis vegna tillögu um mótun opinberrar fjölskyldustefnu. Fram- kvæmdastjórnin mæltist til þess að tillagan yrði afgreidd á Alþingi, en tók fram eftirfar- andi: „Umbjóðendur Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands eru sjómenn eða nánar tiltekið yfirmenn á fiskiskiþa- og kaupskiþaflota lands- manna. í þessu Ijósi og með hliðsjón af þingsályktunartil- lögunni er nauðsynlegt að vekja athygli á stöðu sjó- mannsins og fjölskyldu hans. Vegna langrar útiveru sjó- manna fjarri fjölskyldum sínum og heimili myndast veikari forsendur fyrir sjómannafjöl- skyldur til að uppfylla sum þau viðfangsefni fjölskyldustefn- unnar sem felast í þingsálykt- unartillögunni. í þessu sam- bandi viljum við beina athygl- inni að hinni erfiðu stöðu sjó- mannsmakans í fjölskyldunni. í hans hlut kemur oft á tíðum mesti þunginn af uppeldi barna og rekstur heimilis vegna þess að eiginmaðurinn eða -konan sem sjóinn stund- ar hefur ekki nema að tak- mörkuðu leyti möguleika til þess að taka þátt í þessum störfum. Þetta getur leitt til þess að makinn hefur ekki tök á því að stunda atvinnu utan heimilis vegna þess að hann hefur engan til að deila heim- ilis- og uppeldisstörfum með sér. Einnig kemur það iðulega fyrir að maki sjómanns tekur það hlutverk að sér að vinna að leiðréttingu ýmissa kjara- og réttindamála sem snúa að útgerðarmanni makans vegna þess að takmörkuð hafnarfrí hans duga stundum alls ekki til þess að greiða úr flóknum málum sem hann þarf að leysa gagnvart útgerðarmanni. Á undanförnum árum hefur FFSÍ barist fyrir auknum rétt- indum umbjóðenda sinna til þess að þeir geti tekið virkari þátt í störfum fjölskyldna sinna. Nærtækasta dæmið af þessum vettvangi er krafa okkar um að sjómenn eigi rétt og án skerðingar launa til þess að annast aðhlynningu sjúkra barna sinna. Einnig hafa sam- tökin krafist réttinda til fæðin- garorlofs fyrir umbjóðendur sína. Þessi réttindi eru komin víða inn í kjarasamninga annarra starfsstétta, en því miður hafa viðsemjendur sjó- manna um kaup og kjör hin- gað til þverneitað þeim um þessi sjálfsögðu réttindi. Það er von Farmanna- og fiskimannasambands íslands að tekið verði tillit til sérstöðu sjómannafjölskyldna hvað snertir mótun opinberrar fjöl- skyldustefnu. í þessu sam- bandi lýsa samtökin því yfir að þau séu reiðubúin að veita alla þá aðstoð sem í þeirra valdi stendur." 12 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.