Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 69
J. Hinriksson:
Poly-lce V-hlerar
Snæbjörn Ólafsson, skipstjóri á Sigurborginni, með skipið og HLERANA I BAKSÝN.
Toghleraframleiðandinn J.
Hinriksson ehf. f Reykjavík,
kynnti á Sjávarútvegssýnigunni
í Laugardal, nýja útgáfu af
Poly-lce toghlerum. Um er að
ræða svokallað V-hlera, _en við
hönnun þeirra var að mestu
stuðst við hönnun, hæfni og
eiginleika Poly-lce hleranna.
Hönnun
„Enn á ný leituðum við til
Verkfræðideildar Háskóla
íslands og gerðum tilraunir
með straumflæðið á mörgum
mismunandi útfærslum. Þegar
allir voru orðnir ánægðir var
farið með líkan af hleranum í
tilraunatank þar sem eiginleik-
ar hleranna voru skoðaðir,"
segir í frétt frá framleiðandum.
Hlerarnir voru hannaðir á
sama grundvelli og Poly-lce
hlerar að undanskildu að Poly-
lce V hlerarnir eru með lið-
brakketi sem auðveldar mjög
köstun hleranna.
Prófanir
Farið var með fyrsta parið,
6.0 fermetra og 1800 kg hlera
á rækjuveiðar á Lómnum, þar
sem þeir voru reyndir við 2300
möskva Bastardtroll.
„Árangurinn var góður og
frábærir eiginleikar hleranna
komu strax í Ijós þegar þeim
var kastað. Þeir hreinlega
skutust út frá skipinu og voru
komnir ú fullan skver á nokkr-
um föðmum."
Við lok tilrauna á Lómnum
voru hlerarnir settir í land á
Hvammstanga, þar sem til
stóð að senda þá suður til
okkar. Snæbjörn Ólafsson,
skipstjóri á Sigurborginni, sá
þá á bryggjunni á Hvamms-
tanga og bað um að fá að
reyna þá við grálúðuveiðar,
sem þeir voru að byrja á.
Leyfið var auðfengið og eftir
tvo túra er Snæbjörn það
ánægður með hleranna að
hann neitar að skila þeim og
hefur fengið leyfi til að reyna
þá við aðrar veiðar.
„Þetta eru frábærir hlerar,"
segir Snæbjörn, „með eldri
hlerunum höldum við í til að
þeir taki skverinn með þetta
létta botntroll, en þessir Poly-
lce hlerar skjótast strax ít og
taka skverinn. Hlerarnir eru
eins og hugur manns, gott að
kasta þeim og léttir í drætti og
upphífingu."
Góðar væntingar
„Miðað við þessar góðu við-
tökur sem fyrsta V-hlera parið
okkar fær erum við mjög bjart-
sýnir á að þeir eigi eftir að
Tæringarvarnarefni fyrir dieselvélar
ICOOL TREAT 651
Gegn gróður-# skel- og ryðmyndun
C-TREAT 6
Fyrir ferskvatnstanka
COOL TREAT 237
HREINSUM EIMARA, FORHITARA OG KÆLA
KEMHYDRO SALAN
SNORRABRAUT 87, 105 REYKJAVÍK
SÍMI 551 2521 FAX 551 2075
SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR