Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 70
Brimrún:
Nýr sónar frá
Furuno
Umboðsaðili Furuno á ís-
landi, Brimrún ehf. í Reykjavík,
seldi nýlega fyrsta sónar nýrrar
gerðarfrá Furuno, CSH-82.
Um er að ræða hátíðnihring-
sónar sem vinnur á 94 kHz,
skjástærðin er 20“ og niður-
farinn um 1.200 mm.
Kaupandi sónarsins er
Hraðfrystihús Eskifjarðar, fyrir-
Hólmaborg SU 11. Fyrir er í
Hólmaborg CSH-22F-hring-
sónar frá Furuno, sem vinnur á
24 kHz, skjástærðin er 20“ og
niðurfarinn um 1.600 mm. Hér
er um miklar fjárfestingar að
ræða, þar sem verð hvors
tækis er 10,5 til 11 milljónir
króna. Hraðfrystihúsið erfyrst
íslenskra útgerða til að ráðast
sérstaklega í þá fjárfestingu að
kaupa tvo sónara í nótaskip,
en hingað til hafa flest íslensk
nótaskip verið búin einum lág-
tíðnisónar. Ávinningurinn sem
Hraðfrystihúsið sér í að vera
með bæði hátíðni- og lágtíðni-
sónar er þríþættur. I fyrsta lagi
skapast aukið rekstraröryggi
við veiðiskapinn, í öðru lagi eru
eiginleikar tækjanna ólíkir
vegna mismunandi tíðni þeirra,
sem t.d. þýðir að með hátíðni-
sónarnum skapast sóknarfæri
á nýjar fisktegundir, s.s. makríl,
og í þriðja lagi eru bundnar
vonir við að með hátíðnisónar-
num verði árangur við loðnu-
veiðar meiri þegar loðnan er
t.d. á grunnslóð og þegar hún
er mjög dreifð.
Reynsla Hraðfrystihúss
Eskifjarðar af sónarnum frá
Furuno er góð. Auk Hólma-
borgarinnar er lágtíðnisónarinn
CSH-22F í Jóni Kjartanssyni
SU 111 og fyrir liggur að setja
CSH-22F í Guðrúnu
Þorkelsdóttur SU 211, sem er í
breytingum í Póllandi.
Rafhús kynnir nýja línu
f rá J RC
Fyrsti hlutinn af nýju fiskleit-
artækjunum frá JRC, sem ætl-
uð eru í stærri fiskiskip, voru
fyrst sýnd í Þrándheimi og síð-
an á Sjávarútvegssýningunni í
Reykjavík. Þessum tækjum er
ætlað að vinna aftur þann
markað í Evrópu sem JRC
hefur tapað.
NÝR 10” RADAR
JRC er með tvö ný tæki,
JMA-2253 og JMA-2254.
Rafhús ehf. hefur lengi séð að
markaður hefur verið fyrir ein-
faldar en góðar ratsjár án þess
að alltof margir aukamöguleik-
ar séu fyrir hendi, sem menn
nota aldrei.
JRC notar grunnratsjána í
Raytheon R40XX/R41XX-rat-
sjám. Til viðbótar
við hina góðu
dreifingu á sjó- og
regntruflun hefur
JMA-2253/2254
„Rain Rate“ sem
JRC hefur einka-
leyfi á, en það fjar-
lægir allar smátru-
flanir án þess að
það hafi áhrif á
merki, svo sem litla
báta eða land.
JMA 2253 er með10”
mynd, 32 mílna langdrægni,
hnattloftnet með 4° geisla og
4kW sendiorku.
JMA 2254 hefur sama skjá
en 4 feta loftnet, 2° geisla og
48 mílna langdrægni.
Báðar ratsjárnar tengjast
GPS og „Fluxgate“-kompás.
Aðrar mikilvægar aðgerðir eru:
1. Stefna upp.
2. Norður upp.
3. Vegpunktur.
4. Eigin staðsetning í lengd
og breidd.
5. Vatnsþétt lyklaborð og
örvahnappar.
6. Stækkun á daufu merki.
7. Einfaldur valrofi.
8. Hnappur fyrir skalaljós.
n
Gætið að Því að viðvörunarkerfið
handsíökkvifækin séu fii sfaðar
Ibrunamáiastofnun
70
SJÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR