Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 54
Samþykktir formannaráðstefnu Farmanna- og fiskimannasambands íslands
haldin á Akureyri 27.-29. nóvember 1996:
Mikið starf unnið á Akureyri
Endurbætur á húsi Sjómannaskólans
Formannaráðstefna Farmanna- og fiski-
mannasambands Islands, haldin á Akureyri
27.-29. nóvember 1996, skorar á stjórnvöld
að gera nú þegar áætlun um gagngert
viðhald og endurbætur á Sjómannaskóla-
húsinu í Reykjavík í samræmi við úttekt sem
gerð var á húsinu fyrir nokkrum árum.
Aætlunin geri ráð fyrir að framkvæmdum
verði lokið á þremur árum og tryggt verði
fyrirfram nægjanlegt fjármagn til fram-
kvæmdanna, þannig að þeim verði Iokið
innan þess tímaramma sem settur verður í
upphafi.
Greinargerð: Sjómannaskólahúsið var
vígt og tekið í notkun árið 1945. Þá var
endanlegum frágangi ekki lokið og frágang-
ur lóðar að mestu eftir. Frágangi er ekki
iokið enn. Frá því að húsið var tekið í
notkun upphaflega og fram til dagsins í dag
eða í rúm fimmtíu ár hefur nánast ekkert
viöhald farið fram á húsinu og hafi eitthvað
verið gert hefur verið um að ræða bráða-
birgðaklastur. Sú aðstaða eða öllu heldur
aðstöðuleysi sem húsið býður upp á í dag er
engum bjóðandi, hvorki nemendum né
starfsmönnum. Því miður virðist sem stjórn-
völd telji að aðstaða til fagmenntunar sjó-
manna sé eitthvað sem ekki þurfi að sinna.
Sú lítilsvirðing við sjómenn sem birtist í af-
stöðu stjórnvalda til endurbóta á húsinu er
með ólíkindum og næsta víst að öðrum
starfsstéttum er ekki boðið upp á slíkt.
A.m.k. verður ekki séð af afstöðu stjórn-
valda að þau geri sér grein fyrir að þeir sem
starfsmenntun sína sækja í umrætt hús skapi
eftir nám sitt með störfum sínum lang-
stærstan hluta af útflutningsverðmætum
þjóðarbúsins. Hjá þjóð sem á nánast allt sitt
undir góðum aflabrögðum og velgengni í
sjávarútvegi er það þjóðarskömm aö ekki er
búið að starfsmenntun þeirra sem eru lykil-
menn greinarinnar af myndarbrag, bæði
hvað varðar húsnæði og tækjakost.
Fjárveitingar til Stýrimannaskólans
Formannaráðstefna Farmanna- og fiski-
mannasambands fslands, haldin á Akureyri
Kristján Halldórsson, skipstjóri á Svalbak.
27.-29. nóvember 1996, lýsir furðu sinni á
afstöðu Alþingis til fjárveitinga til rekstrar
Stýrimannaskólans í Reykjavík og skorar á
það að bæta nú þegar úr því ófremdarást-
andi sem þar ríkir. Ráðstefnan vekur sér-
staka athygli á þeirri alvarlegu staðreynd að á
þessu skólaári skuli 3. stig við Stýrimanna-
skólann í Reykjavík ekki vera starfrækt og að
þeim nemendum, sem sóttu um skólavist til
áframhaldandi náms sem þeir hófu tveimur
árum fyrr, var vísað frá.
Minnkandi aðsókn að skipstjórnarnámi á
undanförnum árum mun óhjákvæmilega
leiða til þess að skortur verði á skipstjórnar-
mönnum með fyllstu atvinnuréttindi til
starfa á kaupskipum og varðskipum eftir
fáein ár. í þessu sambandi minnir ráðstefnan
á að FFSÍ hefir, um árabil, hvatt til og
reyndar tekið þátt í tillögugerð sem lýtur að
endurskipulagningu skipstjórnarnámsins
sem ráðstefnan telur, til lengri tíma litið,
vera lykilinn að því að unga menn og konur
fysi að nema skipstjórnarfræði og leggja fyrir
sig skipstjórnarstörf, en án árangurs hingað
til.
Með tilliti til þess sem að framan segir
lýsir ráðstefnan yfir ánægju með framkomn-
ar tillögur um „skipan skipstjórnarnáms“
sem menntamálaráðuneydð sendi frá sér í
júní sl. þótt einhverju þurfi að víkja þar til,
sbr. t.d. athugasemdir FFSÍ dags. 2. ágúst
1996. Ráðstefnan leggur áherslu á að
menntamálaráðuneytið geri nú gangskör að
því að ljúka við tillögurnar sem allra fyrst
svo hægt verði að hefjast handa við undir-
búning að gildistöku þeirra. í þessum efnum
telur ráðstefnan að tími framkvæmdanna sé
löngu kominn.
Ráðstefnan tekur undir allar tillögur
Skólanefndar Stýrimannaskólans í Reykjavík
sem koma fram í umsögn hennar um
tillögur menntamálaráðuneytisins, ekki síst
að skólinn verði einn þeirra framhaldsskóla
sem bjóði upp á nám á sjávarútvegsbraut, en
ekki einungis sérgreinahluta hennar eins og
tillögur ráðuneytisins gera ráð fyrir. Leggur
ráðstefnan líkt og skólanefndin áherslu á að
skólinn fái fjárveitingu í þessu skyni á fjár-
lögum fyrir árið 1997 þannig að hann geti
boðið upp á kennslu á sjávarútvegsbraut
haustið 1997 og kennsla fagnáms samkv.
nýju kerfi geti mögulega hafist haustið
1998.
STCW-samþykktin
Formannaráðstefna Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands, haldin á Akureyri
27.-29. nóvember 1996, krefst þess að sam-
gönguráðherra hlutist til um eftirfarandi:
Að STCW-samþykktin verði gefin út í
heild, á íslensku, með þeim breytingum sem
taka gildi 1. febrúar 1997, að ákvæðum
Sjómannalaga, sem fjalla um hvíldartíma
sjómanna, verði breytt til samræmis við
hvíldartímaákvæði STCW-samþykktarinn-
ar, sem taka gildi 1. febrúar á næsta ári, og
að þær reglugerðir sem STCW-samþykktin
áskilur verði gefnar út.
Greinargerð: Á árinu 1995 gerðist fsland
aðili að STCW-samþykktinni. Hins vegar
54
Sjómannablaðið Víkingur