Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 27
Slys um borð í m.s Akranesi Héraðsdómur Reykjavíkur kvað fyrir réttu ári upp dóm í máli sem Atli HELGASON, skip- stjóri og sfyrimaður, höfðaði gegn Nesskip h£, en málareksturinn er tilkominn vegna slyss sem Atli varð fyrir þegar verið var að leggja Akranesi, skipi Nesskips, að bryggju í Salten í Noregi 19. septem- ber 1991. Dómari var Eggebt Óskarsson héraðsdómari og með- dómendur sfyrimennirnir Hrafnkell Guðjónsson og Þorvaldur Ingi- BERGSSON. Niðurstaða dómsins er eftirtektarverð, en ábyrgð var skipt milli Atla og útgerðarinnar, Atli var dæmdur til að bera þriðjungsábyrgð. Ekki eru allir sáttir við niðurstöðu dómsins. Áður en við lítum á dóminn verður vitnað í orð GuÐLAUGS GíSLA- SONAR, framkvæmdastjóra Sfyrimannafélags fslands, en hann gerði dóminum skil í frétta- blaðinu Stefnunni. Guðlaugur segir meðal annars: „Sérstök ástæða er fyrir sfyrimenn að lesa kaflann „Máls- ástæður og lagarök stefnda“ en þar kemur berlega fram það álit Iögmanns Nesskips, að sfyrimenn séu stjórnendur og eigi ekkt að vinna verk sem sé í verkahring annarra, t.d. háseta. Það er kaldhæðnislegt, svo ekki sé meira sagt, að það skyldi vera metið yfirsfyrimann- inum í þessu máli á verri veg, að hann tók virkan þátt í að binda skipið, þegar litið er til þess að hann hafði nær óvirka menn sér til aðs- toðar og hverjar aðstæðurnar voru.“ Síðar segir Guðlaugur: „Dómurinn og for- sendur hans, þ.e. að yfirsfyrimaðurinn er látinn bera 1/3 tjónsins, er, frá bæjardyrum þess er þetta skrifar, með hreinum ólíkindum og óskiljanlegt að jafnágætir menn og þarna voru meðdómendur skuli hafa lagt nafn sitt við slíka niðurstöðu.“ Og í lokin segir Guðlaugur: „í þessum dómi felast ákveðin skilaboð til sfyrimanna og stéttarfélaga yfir- manna á skipum, sem þeim ber skylda til að taka alvarlegt tillit tii.“ Dómsmeðferðin Sem fyrr segir varð slysið þegar verið var að leggja að bryggju í Salten í Noregi í septem- ber 1991. Slysið varð með þeim hætti að framspringur, sem var nælontrossa, skrapp af fastsetningarpolla og slóst í vinstri hönd Atla með þeim afleiðingum að höndin brotnaði á sjö stöðum. Atli var lagður á sjúkrahús í Bodö, en kom til íslands 24. september. Mat læknis var að varanleg örorka Atla vegna áverkanna væri 30 prósent. Þar sem Atli og Nesskip voru ekki sammála um bóta- skyldu og fjárhæð bóta stefndi Atli útgerð- inni. í málsástæðum og rökum Atla segir meðal annars: „Af hálfu stefnanda er tekið fram um máls- atvik að sex mánuðum áður en slysið varð, eða í marsmánuði 1991, hafi ms. Akranes verið statt við Azoreyjar. Skipið hafi verið vélarvana og þurft aðstoð dráttarbáta til að komast til hafnar. Við þennan drátt hafi dráttartaugin oft slitnað og skemmdir orðið á skipinu. Meðal annars hafi stafnpolli skemmst. Skemmdir, sem urðu á skipinu við dráttinn, hafi útgerðin fengið að fullu bættar frá tryggingarfélagi dráttarbátsins. Áhöfn skipsins hafi mörgum sinnum farið fram á að pollinn yrði lagfærður. Hálfu ári síðar hafi pollinn enn verið bilaður og ekkert hafði verið lagað. Á slysdegi hafi annar rveggja rafala skipsins ekki verið um borð þar sem hann hafi verið í viðgerð í landi. Önnur tveggja véla skipsins hafi verið ónýt. Sá rafall sem um borð var og líklega í lagi hafi verið tengdur ónýtu vélinni. Eina rafmagnið sem skipstjórinn hafði til ráðstöfunar hafi komið frá ljósavél skipsins. Til að leggjast að bryggju séu spil skipsins notuð að framan og aftan til að draga það að, eftir að fest hafi verið í bryggjupolla. Vegna rafmagnsleysis haft eingöngu verið hægt að nota annað tveggja spila skipsins, ljósavélin sló út ef bæði voru notuð í einu. Skipstjórinn hafi tekið ákvörðun um hvort spilið yrði notað. Aflvél skipsins hafi því verið notuð til að þvinga skipið að bryggju. Þegar slysið varð þá hafi stefnandi verið frammi í stafni og hafi handafl verið notað til festingar og dráttar á landfest- um. Aftara spilið hafi fengið rafmagn. Skip- stjórinn haft síðan keyrt skipið af miklum krafti og þjösnaskap með þeim afleiðingum að landfestitaugin slóst í hönd stefnanda þar sem bilaði pollinn hafi gefið sig.“ Síðar segir í rökum Atla: „Málsástæður stefnanda eru þær að stefndi og starfsmaður hans, skipstjóri ms. Akraness, hafi með stórkostlegu gáleysi valdið honum tjóni. Þetta gáleysi hafi valdið slysinu, sem stefn- andi vilji fá bætt. Stefndi hafi haft skip sitt í millilandasiglingum án þess að skipið væri hægt til þess. Stefndi hafi lagt áhöfn skipsins í verulega hættu með þessu framferði sínu. Þegar slysið varð hafi ástand skipsins verið með þeim hætti að hættulegt gat talist að vinna um borð í því. Skipstjóri ms. Akraness, starfsmaður stefnda, hafi sýnt vítavert kæru- leysi með framkomu sinni. Hann hafi lagt líf og limi áhafnar í mikla hættu, hann hafi siglt milli hafna á skipi sem var óhæft til þess. í sex mánuði hafði stafnpollinn verið bilaður. Stefnandi og áhöfn hafi margítrekað óskað eftir viðgerð, sem útgerðin og skipstjóri hafi neitað. Skipinu hafi verið siglt með aðra * SJÓMANNABLAÐIÐ VíKINGUR 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.