Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 29
við en ekki inni í bugtinni, heföi hann ekki
orðið fyrir kaðlinum þegar hann hrökk upp
af pollanum. Það sé óskiljanlegt hvers vegna
staðið var svo að verki þar sem stefnandi hafi
áratuga reynslu til sjós, bæði sem stýrimaður
og skipstjóri, og heföi ekki því átt að gera sér
fiilla grein fyrir hættunni sem skapaðist við
að standa svona að verki. Þá hafi stefnandi
þekkt aðstæður á þessu skipi vel, þar sem
hann hafi starfað á skipinu í tæp tvö ár sem
sfyrimaður og verulegan hluta þess tíma sem
yfirsfyrimaður. Hann hafi því þekkt vel til
allra starfa um borð í skipum, hvort sem sé í
höfn eða úti á sjó, og hafi margoft unnið við
að leggja skipi að bryggju, bæði sem stjórn-
andi í brú og sem stjórnandi á þilfari, eins og
nú þegar slysið varð. Hafi stefnandi sýnt af
sér gáleysi þegar hann hafi staðið inni í
bugtinni við hífinguna og lagt sig þar með í
hættu að óþörfu.“
Ástæða þess að ekki voru haldin sjópróf var
sú að um erlent skip var að ræða, en Akranes
er skráð á Kýpur.
Niðurstaða dómsins
í niðurstöðu dómsins segir meðal annars: ,Að
áliti hinna sérfróðu meðdómsmanna er mjög
líklegt að sú aðferð stefnanda að setja vafhinga
um báða pollahausana og síðan áttur hafi gert
það að verkum að tógið festist þegar skipið var
keyrt áfram með þeim hætti sem gert var. Við
þær aðstæður hafi stefnandi ekki haft nægjanlegt
vald til að slaka á tóginu eins og þurfti. Atakið á
tóginu og e.t.v. skekkja á ffernri pollahausnum
hafi orðið til þess að tógið hrökk upp af pol-
lanum og slóst í hönd stefnanda. Við þessar
aðstæður má æda að stefnandi hefði átt að kalla
til vanari menn sér dl aðstoðar, sem vom við
vinnu aftur á skipinu.“
Atla til aðstoðar þegar slysið varð voru tveir
hásetar, annar nýliði og hinn pólskur, og var
erfitt að segja honum til verka. A afturskip-
inu voru tveir menn, litlu vanari en þeir sem
voru með Atla frammi á bakka.
,Af gögnum málsins liggur fyrir að þegar
skip stefnda lagðist að bryggju í Salten í
Noregi tiltekið sinn var ekki hægt að nota
bógskrúfu vegna rafmagnsleysis. Vegna þess
þurfti að nota springinn til að keyra skipið að
bryggju að framan. Samkvæmt framburði
stefnanda og 2. sfyrimanns, sem var við
vinnu aftur á skipinu, keyrði skipstjórinn
fullhratt í springinn sem varð til þess að
stefnandi missti vald á tóginu með fyrr-
greindum afleiðingum."
Þrátt fyrir allt var Atli Helgason dæmdur
til að bera ábyrgð á móti útgerðinni.
PÓSTHÓLF 50, 620 DALVÍK, SÍMI 466 1670, BRÉFSlMI: 466 1833,
GRÆNT SÍMANÚMER: 800 8670
scepiosí
Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum
gleðilegrajóla ogfarsældar á nýju ári.