Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 6
Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Alþýðubandalags, hefur lagt fram tillögu
til þingsályktunar um aðbúnað um borð í fiskiskipum. Aðrir flutningsmenn eru
þingmennirnir Sigurður Hlöðversson og Steingrímur J. Sigfússon.
Siómenn ná aldrei að
lifa eðlilegu fjölskyldulífi
í samtali við Sjómannablað-
ið Víking sagði Bryndís Hlöð-
versdóttir að umræðan síð-
ustu vikur um öryggi og
félagslegan aðbúnað sjó-
manna hefði verið kveikjan að
tillögunni.
„í fyrstu ætlaði ég að setja
saman lagafrumvarp en sá
fljótlega að það var óðs manns
æði. Það verður að gera úttekt
á aðbúnaðinum áður en hægt
er að gera tillögur um úrbætur.
Mín tillaga er að sett verði
nefnd til að athuga aðbúnað
um borð í íslenskum fiski-
skipum almennt, ekki ein-
göngu úthafsveiðiskipum. Með
því að nefndina skipi fulltrúar
frá hagsmunaðilum og þeim
sem best þekkja til málsins
ættum við að fá raunhæfa
niðurstöðu. Það hefur komið
fram alvarleg gagnrýni á að-
búnað skipverja, einkum á
úthafsveiðiskipunum," segir
Bryndís en bætir við að um
borð í nýjustu skipunum sé
aðbúnaður mjög góður og
með því besta sem á verði
kosið en í öðrum tilfellum ekki.
„Eitt stórt atriði sem ég legg
áherslu á í tillögunni er lengd
útiveru og hvenær sjómenn fái
að vita í síðasta lagi um brott-
för og heimkomu. Því til viðbó-
tar er lengd dvalar í landi. Það
sem fer verst með sjómennina
er þessi óvissa um heimkomu
og þeir geta ekki gert neinar
áætlanir með fjölskyldu sinni. í
landi eru þeir síðan að bíða
eftir því að vera kallaðir út og
ná því aldrei að lifa eðlilegu
fjölskyldulífi á milli.“
Hefur ekkert með vinnu-
STAÐI SJÓMANNA AÐ GERA
Bryndís segir að í sjómanna-
lögum og reglugerðum sem
þeim fylgja séu mjög ófull-
nægjandi ákvæði um aðbún-
að. Það veki líka athygli að lög
um aðbúnað, öryggi og holl-
ustuhætti á vinnustöðum nái
ekki til sjómanna, aðeins til
vinnustaða í landi.
„Það segir okkur heilmikið
að sú stofnun sem hefur eftirlit
með aðbúnaði og hollustu á
vinnustöðum skuli ekkert hafa
með vinnustaði sjómanna að
gera,“ segir Bryndís
Hlöðversdóttir.
Tillagan
Tillagan er svohljóðandi:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að skipa nefnd er
hafi það hlutverk að gera
úttekt á aðbúnaði og starfs-
umhverfi skipverja um borð í
íslenskum fiskiskipum og gera
tillögur til ríkisstjórnarinnar um
úrbætur í þeim efnum. í nefnd-
inni eigi sæti átta fulltrúar skip-
aðir af Vinnueftirliti ríkisins,
Sjómannasambandi íslands,
Farmanna- og fiskimannasam-
bandi íslands, Vélstjórafélagi
Islands, Landssambandi ís-
lenskra útvegsmanna, Sam-
tökum úthafsútgerða, land-
læknisembættinu og Félagi
íslenskra heimilislækna.
Úttektin taki til allra fiski-
skipa sem gerð eru út af ís-
lenskum útgerðum og taki
m.a. til eftirfarandi þátta:
1. Öryggismála og alls að-
búnaðar í íbúðum og við störf
um borð.
2. Möguleika skipverja til
líkamsræktar og tómstunda-
iðkunar með tilliti til þess tíma
sem veiðiferðin tekur.
3. Möguleika skipverja til að
hafa samband við umheiminn,
sérstaklega fjölskyldu sína.
4. Lengdar útiveru og
hvenær slíkt sé í síðasta lagi
ákveðið.
5. Dvalartíma í landi og
hvenær hann sé ákveðinn.
6. Vaktafyrirkomulags og
hvíldartíma.
Að lokinni úttekt skal nefnd-
in gera tillögur um úrbætur á
því, sem betur má fara, til
ríkisstjórnarinnar. Skulu þær
tillögur liggja fyrir skriflega eigi
síðar en 1. júlí 1997 og leggi
ríkisstjórnin þær fyrir Alþingi í
upphafi þings haustið 1997.“
JóhannaÁ.H. Jóhannsdóttir
6
Sjómannablaðið Víkingur