Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 6
Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Alþýðubandalags, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um aðbúnað um borð í fiskiskipum. Aðrir flutningsmenn eru þingmennirnir Sigurður Hlöðversson og Steingrímur J. Sigfússon. Siómenn ná aldrei að lifa eðlilegu fjölskyldulífi í samtali við Sjómannablað- ið Víking sagði Bryndís Hlöð- versdóttir að umræðan síð- ustu vikur um öryggi og félagslegan aðbúnað sjó- manna hefði verið kveikjan að tillögunni. „í fyrstu ætlaði ég að setja saman lagafrumvarp en sá fljótlega að það var óðs manns æði. Það verður að gera úttekt á aðbúnaðinum áður en hægt er að gera tillögur um úrbætur. Mín tillaga er að sett verði nefnd til að athuga aðbúnað um borð í íslenskum fiski- skipum almennt, ekki ein- göngu úthafsveiðiskipum. Með því að nefndina skipi fulltrúar frá hagsmunaðilum og þeim sem best þekkja til málsins ættum við að fá raunhæfa niðurstöðu. Það hefur komið fram alvarleg gagnrýni á að- búnað skipverja, einkum á úthafsveiðiskipunum," segir Bryndís en bætir við að um borð í nýjustu skipunum sé aðbúnaður mjög góður og með því besta sem á verði kosið en í öðrum tilfellum ekki. „Eitt stórt atriði sem ég legg áherslu á í tillögunni er lengd útiveru og hvenær sjómenn fái að vita í síðasta lagi um brott- för og heimkomu. Því til viðbó- tar er lengd dvalar í landi. Það sem fer verst með sjómennina er þessi óvissa um heimkomu og þeir geta ekki gert neinar áætlanir með fjölskyldu sinni. í landi eru þeir síðan að bíða eftir því að vera kallaðir út og ná því aldrei að lifa eðlilegu fjölskyldulífi á milli.“ Hefur ekkert með vinnu- STAÐI SJÓMANNA AÐ GERA Bryndís segir að í sjómanna- lögum og reglugerðum sem þeim fylgja séu mjög ófull- nægjandi ákvæði um aðbún- að. Það veki líka athygli að lög um aðbúnað, öryggi og holl- ustuhætti á vinnustöðum nái ekki til sjómanna, aðeins til vinnustaða í landi. „Það segir okkur heilmikið að sú stofnun sem hefur eftirlit með aðbúnaði og hollustu á vinnustöðum skuli ekkert hafa með vinnustaði sjómanna að gera,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir. Tillagan Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipa nefnd er hafi það hlutverk að gera úttekt á aðbúnaði og starfs- umhverfi skipverja um borð í íslenskum fiskiskipum og gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um úrbætur í þeim efnum. í nefnd- inni eigi sæti átta fulltrúar skip- aðir af Vinnueftirliti ríkisins, Sjómannasambandi íslands, Farmanna- og fiskimannasam- bandi íslands, Vélstjórafélagi Islands, Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna, Sam- tökum úthafsútgerða, land- læknisembættinu og Félagi íslenskra heimilislækna. Úttektin taki til allra fiski- skipa sem gerð eru út af ís- lenskum útgerðum og taki m.a. til eftirfarandi þátta: 1. Öryggismála og alls að- búnaðar í íbúðum og við störf um borð. 2. Möguleika skipverja til líkamsræktar og tómstunda- iðkunar með tilliti til þess tíma sem veiðiferðin tekur. 3. Möguleika skipverja til að hafa samband við umheiminn, sérstaklega fjölskyldu sína. 4. Lengdar útiveru og hvenær slíkt sé í síðasta lagi ákveðið. 5. Dvalartíma í landi og hvenær hann sé ákveðinn. 6. Vaktafyrirkomulags og hvíldartíma. Að lokinni úttekt skal nefnd- in gera tillögur um úrbætur á því, sem betur má fara, til ríkisstjórnarinnar. Skulu þær tillögur liggja fyrir skriflega eigi síðar en 1. júlí 1997 og leggi ríkisstjórnin þær fyrir Alþingi í upphafi þings haustið 1997.“ JóhannaÁ.H. Jóhannsdóttir 6 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.