Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 28
Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Nesskips Akranesi var haldið í millilandasiglingum þrátt fyrir að skipið væri óhæft til þess, segir meðal annars í lagarökum Atla Helgasonar. k aðalvél skipsins ónýta. Skipinu hafi verið siglt án nothæfra rafala. Skipstjórinn hafi lagt líf áhafnar sinnar í hættu með rangri ákvarðanatöku. Hann hafi ákveðið að nota það litla rafmagn sem hann hafði til að knýja aftara spil skipsins en handafl að framan, þegar hann hafi vitað að frampollinn var ónýtur. Við allar þessar aðstæður hafi hann átt að sýna mikla varkárni við notkun aðalvélar skipsins, sem hann hafi ekki gert. Stefndi hafi ekki sinnt skyldu sinni og áskor- un stefnanda að óska eftir sjóprófi, svo sem honum hafi borið Iagaskylda til. Stefndi verði því að bera allan halla við sönnun málsins.“ Rök Nesskips Lögmaður Nesskips mótmælti því að slysið yrði rakið til vanbúnaðar skips eða yfirsjónar skipstjóra. „Ef um einhver mistök sé að ræða liggi þau hjá stefnanda sjálfum. Stefnandi hafi gegnt stöðu yfirstýrimanns en yfirstýrimaður gangi næst skipstjóra og leysi skipstjóra af í forföllum hans. Eins og fram komi í gögnum málsins sé viðhald, viðgerðir og vinna á þilfari undir stjórn og á ábyrgð yfirstýrimanns.“ Síðar segir: „Stefnandi hafi stjórnað að- gerðum frammi á bakka þegar skipið Iagðist og hafi tvo skipverja sér til aðstoðar. Sam- kvæmt yfirlýsingu skipstjóra sé það venja þegar skipið komi að bryggju að springur sé settur í land og eftir að hann sé fastur í landi sé slakað eða haldið við eftir beiðni skipstjóra en undir stjórn yfirstýrimanns, sem að öllu jöfnu sé frír við stjórnun og tilsögn frammi á bakka. Það sem hafi verið óvenjulegt í þetta skipti var það að stefnandi hafi sjálfur haldið um springinn í stað þess að hinir skipverjarn- ir gerðu það og stefnandi stjórnaði verkinu sem yfirmaður þeirra. Stýrimaður, sem hafi í höndum svert tóg og þurfi að slaka eða halda við, eftir þvó sem þörf sé á, eigi í miklum erfiðleikum á sama tíma að vera í sambandi við skipstjóra til að gefa honum upplýsingar um ferð skipsins, fjarlægð frá bryggju og hversu langt sé til þess staðar sem skipið skuli endanlega stöðvað á. Samskipti skipstjóra og stýrimanns fari fram með lítilli talstöð sem stýrimaður hafi framan á sér. Taltækið þurfi að bera að munni sér við notkun og geti menn því ekki haldið um springinn með báðum höndum á sama tíma. Að sögn skip- stjóra sé spilið frammi á bakka ekki notað fyrr en skipið sé komið að bryggju og full- yrðingar um að spilið sé nötað við stjórn á spring hafi ekki við rök að styðjast. I þetta skipti hafi stefnandi, sem stjórnaði verkinu sem yfirstýrimaður, einnig farið rangt að. Hann hafi látið setja tvo vafninga um hvorn polla og síðan lagt tógið í eins- konar áttur milli pollanna. Með því að setja fyrst tvo vafninga um hvorn polla hafi stefn- andi í raun sett allt fast og ekki getað slakað tóginu á eðlilegan hátt þegar á þurfti að halda. Almennast sé að setja tvær eða þrjár áttur á pollana til þess að geta haft stjórn á tóginu og slakað eftir þörfum. Þá hafi stefn- andi staðið sjálfur á hættulegasta staðnum, inni í bugtinni. Hefði stefnandi staðið aftan A 28 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.