Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 30
Þór Elísson skipstjóri kominn í land eftir 44 ár hjá Eimskip
Agætt
I júlí síðastliðnum stýrði Þór Elísson skipi
sínu í síðasta sinn inn í Reykjavíkurhöfn. Þá
hafði hann verið sjómaður hjá Eimskipafélag-
inu samfellt í 44 ár, lengst af stýrimaður og
skipstjóri. Hann segir að það hafi verið skrítin
tilfinning að koma til erlendra hafna í síðasta
sinn en það hafi verið það eina sem hann hafi
hugsað um starfelokin. Þau hafi verið óumflý-
janleg hvort sem er, þótt þau hafi orðið sex
mánuðum fyrr en hann hafði ákveðið.
Ástæðan var að Eimskipafélagið setti skip hans,
Brúarfoss, í leigu um mitt árið. Brúarfoss þessi
er stærsta skip sem Eimskipafélagið hefúr átt,
173 metra metra langt og 20 metra breitt, en
siglir undir nafninu Vega núna.
„Það tók því ekki að söðla um á nýtt skip
fyrir svona stuttan tíma,“ segir Þór þegar
hann er spurður um snögg starfslok.
Þór er fæddur 2. desember 1929 að Búð-
um í Fáskrúðsfirði og er Austfirðingur aftur í
ættir. Fram til fjórtán ára aldurs ólst Þór upp
á Fáskrúðsfirði en þá flutti hann með foreldr-
um sínum til Reykjavíkur, þar sem faðir hans
fékk atvinnu. Faðirinn hafði fram að því
verið til sjós en gripið í smíðar af og til og
fékk tilboð um að læra húsasmíðar í Reykja-
vík á fúllum launum.
Hugurinn stóð ekki til nánis
Þegar Þór kom til Reykjavíkur gerðist
hann landmaður á vertíð og bjó í gömlu ver-
búðunum.
„Ég reri aldrei fyrir austan en vann við sjó,
i fiskvinnslu, við beitningu og aðgerð frá
unga aldri. Hugur minn stóð ekki til náms,
því sjö ára hafði ég ákveðið að gerast sjó-
maður. Móðir mín lagðist mjög sterkt gegn
því og vildi að ég lærði eitthvað. Ég gerði
samkomulag við hana um að ég færi fyrir
hana í gagnfræðaskólann og kláraði hann
með því skilyrði að hún skipti sér ekki af mér
eftir það. Þetta samkomulag okkar hélt og ég
lauk gagnfræðaprófi frá Ingimarsskóla sem
þá var til húsa í nýju húsi Sjómannaskólans.
Ég segi stundum að ég hafi Iokið stú-
dentsprófi úr Stýrimannaskólanum því ég
var þar í fimm vetur í allt,“ segir Þór og hlær.
Sumarvinna Þórs var á sjónum og hann byr-
jaði á togaranum Skutli, sem upphaflega var
gerður út frá ísafirði, en síðar frá Reykjavík.
Síðar var Þór á Belgaum og Fylki.
Einn af sex hásetum
MEÐ STÝRIMANNARÉTTINDI
Þór gerði rétt í því að fara eftir ráðlegging-
um móður sinnar því með gagnfræðaprófið
gat hann sleppt fyrsta bekknum í Stýri-
mannaskólanum. Þór segir að þegar hann var
imgur þótti það vænlegur kostur fyrir unga
menn hafi þótt að læra til stýrimanns. Á hans
námstíma voru þrír bekkir að læra til fiski-
manns og tveir bekkir í farmanninum. í vet-
ur er til að mynda enginn nemandi í þriðja
stigi í Stýrimannaskólanum.
Fiskimannaprófið tók Þór um vorið 1952
og um haustið réð hann sig til Eimskipa-
félagsins til að vinna sér inn tíma til að kom-
ast í farmanninn. Vorið 1954 lauk hann far-
manninum. Á þessum árum voru margir
rettindamenn að bíða eftir stýrimanns-
stöðum á skipunum og um tíma var Þór einn
af sex hásetum með stýrimannsréttindi um
borð í Gullfossi. Þríburarnir svokölluðu voru
komnir í rekstur, Dettifoss, Goðafoss og Lax-
foss, ásamt Gullfossi. Eldri skip duttu úr
rekstri þannig að fjölgun varð ekki í flotan-
um. Hafin var smíði á Tungufossi og
Fjallfossi ‘53 og ‘54. 1958 bætast svo aðrir
Fossar við og þá komst hreyfmg á mannskap-
inn.
Þór byrjar fyrst í afleysingum af alvöru sem
þriðji stýrimaður árið 1959, þá á Fjallfossi.
„Eftir að ég fór að leysa af varð ég aldrei háseti
aftur. Það æxlaðist þannig að eftir fyrsta árið
var ég farinn að leysa af í næstu stöðum fyrir
ofan sem 2. og I. stýrimaður. Á fjórtán ára
tímabili var ég á þremur skipum, Gullfossi,
Fjallfossi og Selfossi, fram til ársins 1969.
Þaðan fer ég á Gullfoss aftur, þá sem 1. stýri-
maður, og var á honum þar til hann var seld-
ur 1973.“
Á FLAKK EFTIR AÐ GULLFOSS VAR SELDUR
Mikil rómantík hefur alltaf verið um þetta
flaggskip íslendinga „Gullfoss með glæstum
brag.“ Þórsegir að það hafi alltafverið gott að
30
Sjómannablaðið Víkingur