Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Blaðsíða 45
Úr bókinni Málsvörn mannorðsmorðingja Reglur eru reglur Mogginn er Þjóðsögur MATTHÍASAR Johannessen í ótal bindum. Efnið er sótt í undirmeðvitund almennings þar sem illar vættir þjóðfélagsins eru á hverju strái, ógreinilegar en uggvænlegar, og sitja um fólk til að hrekkja það og hræða. Með agaðri efnisskipan hefur Matthíasi tekist einkar vel að koma efninu til skila. Þeir sem lesið hafa Ijóðabækur Matthíasar eiga eftir að undrast þegar þeir glugga í Moggann því þar ris skáldlegur innblástur Matthíasar í hærri hæðir en vænta mátti af því flöktandi skáldi sem stýrði penna í fyrri bókum hans. Með Mogganum sýnir Matthías enn á ný að öll sönn list stendur traustum fótum í undir- meðvitund þjóðarinnar og að úr þessum sjóði má endalaust ausa. Hann virðist botnlaust dý. Að lokum vil ég enda þennan ritdóm á sama hátt og mér er orðið nokkuð tamt og vakið hefur nokkra lultku meðal les- enda: Loksins, loksins, loksins... Ég veit ekki. Einu sinni sat ég í bíl fyrir utan banka í Árbæjarhverfi á meðan verkstjórinn hjá Símanum brá sér inn að skipta ávísun. Það var fallegur sumardagur, sólarlaust, gola. í útvarpinu var kona að lýsa fyrir StefÁni Jóni Hafstein hvernig Reykjavík væri að fyll- ast af plastpokum sem fólk hirti ekki um að henda í ruslið. Það mætti ekki taka upp vind án þess að þessir pokar færu á stjá, legðust yfir framrúður á bílum svo bílstjórarnir keyrðu á næsta staur. Og blessuð litlu börnin, á leið þeirra í skólann kæmu pokarnir svífandi og þrýstust fyrir vit þeirra og þau köfnuðu. Blessuð litlu börnin... köfnuðu bara... uuuhu... uuuhu. Konan var farin að skæla, sem skiljanlegt er. Nokkrum árum seinna sat ég á kaffihúsi og var að lesa Dagblaðið. Þar skrifaði maður sem fannst nóg komið - Dagblaðið er vett- vangur þeirra sem finnst nóg komið. Þessum manni fannst nóg komið þegar hann gat ekki lengur farið niður í miðbæ fyrir einhverjum skríl sem sat á öllum bekkjum svo heiðvirt fólk gat hvergi tyllt sér, át sorp og hrifsaði mat af fólki á veitingastöðum. Þær eru margar Reykjavíkurnar, hugsaði ég og lokaði blaðinu. En í sannleika sagt veit ég ekki hvort ég myndi heldur kjósa að lifa í ógnarveröld þessa manns eða andlitslausu helvíti þeirra Matta og Styrmis. Ég hef komið þar við og kunni ekki við mig. Fyrst leit ég þar inn þegar ég var tólf ára. Ég var pikkóló á Hótel Sögu. Ég var í júní- formi og það var júní. Ég átti í smástéttarbar- áttu við KonráÐ hótelstjóra. Hann borgaði okkur pikkólóunum Iaun sem voru lægri en sáust á nokkrum útgefnum launatöxtum. Ég fór að leita að stéttarfélagi en enginn kan- naðist við að vera málsvari pikkólóa; ekki Félag starfsfólks í veitingahúsum; ekki Verzl- unarmannafélagið; ekki Dagsbrún. Þeir sem ég talaði við sögðust ekki vernda yngri en sex- tán ára, ekki einu sinni í fylgd með fúllorðn- um. Ég var að hugsa um að stofna verkalýðs- félag en hætti við; fann ekki næga samstöðu. Hinir pikkólóarnir voru ánægðir með þriðjung af taxta sextán ára og tips í ofanálag. Þeir létu sig meira að segja hafa það að fara á þessu kaupi einir í lyftu með yfir- pikkólóinum, landsfrægum drengjaþuklara. Hann snerti mig aldrei. Þótt ég væri ekki stór var ég stærri en hann. Svo var ég á svipinn eins og vonsvikinn verkalýðsforingi. Þótt Skeifan 13- sími 588 7660 - fax 581 4775 ZODIAC SLOMGUBATAR í fremstu röo frá upphafi Sjómannablaðið Víkingur 45 BACKMAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.