Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Qupperneq 16
„Pað er annað sem hefur breyst og það er alvarleg breyting, það er fækkun félaga, þeim fækkar með hverju ári og stefnir í óefni ef ekkert verður gert.“ Helga við fána Sklpstjórafélagsins. mjög gott að vinna með hon- um. Heiðar treysti mér það vel að ég valdi fyrir hann hvolp, sem ég ásamt minni fjöld- skyldu og hundum fóstruðum í 3 vikur, þangað til Heiðar kom úr siglingu. Þeir sem þekkja eitthvað til hunda vita að það er glæfraverk að velja hund fyr- ir aðra. Þessi hundur hefur reynst Heiðari og hans fjöld- skyldu ákaflega vel og er ég viss um að Heiðar verður mér ævinlega þakklátur fyrir að koma sér (hundana. Eftir Heiðar kom Halldór Al- marsson hjá Slysavarnaskóla sjómanna. Við Halldór áttum einnig gott samstarf. Halldór er alltaf tilbúinn að vinna fyrir fé- lagið og ég tel að ég eigi stóran þátt í að Halldór er einn af bestu fundarstjórum félagsins og þótt víða væri leitað. Ég fékk hann til að vera fundar- stjóri á einum aðalfundinum. Hann var eitthvað að draga lappirnar, en ég sagðist ekki skilja að maður sem hefði verið skipstjóri á stóru skipi með mannaforráð væri hræddur við að stýra einum fundi með kannski 20 til 30 manns. Hall- dór sló til og stóð sig að sjálf- sögðu mjög vel og hef ég leit- að til hans síðan, nú síðast stýrði hann aðalfundinum í apríl sl. og hefur örugglega haft ákaflega gaman af. Síðasti formaður SKFÍ var Engilbert Engilbertsson skip- stjóri hjá Eimskip og vann hann við síðustu samninga og að sameiningu Skipstjórafé- lagsins og Stýrimannafélags- ins, sem ég tel að hafi verið það eina rétta, en aðeins fyrsta sporið í sameiningu allra félag- anna innan FFSÍ. Það voru mér og fleirum mikil vonbrigði að Engilbert vildi ekki gefa kost á sér við síðasta stjórnarkjör, það er mikil eftirsjá eftir jafn á- gætum manni og ég tel það mikinn missi fyrir félaga SKSÍ. Kristján Sveinsson var búinn að vera stjórnarmaður í Skip- stjórafélaginu í mörg ár og varð hann fyrsti formaður hins nýja félags. Kristján er einstaklega góður „kall“, kannski of góður, en ég kynntist því líka að hann getur lika verið þver eins og ég veit ekki hvað. Það getur verið löstur, í Kristjáns tilviki held ég að það sé kostur. Allir þessir menn voru þannig í samstarfi að ég gat leitað til þeirra, hvenær sem var, á sjó eða í landi. Spurn- ingin um hvernig mér gekk að stýra þessum mönnum sem voru vanir að vera hæstráð- andi, held ég að ég svari á þá leið, að þetta er allt spurning um mannleg samskipti, sem virkar á báða bóga, þú hlustar, tekur mark á og sýnir gagn- kvæma virðingu, þá held ég að þú ættir að vera að mestu leyti laus við árekstra. Starfið hefur verið fjölbreytt og eflaust á ég eftir að sakna margs, en allavega ekki samn- ingastússins. Eins og samn- ingamál eru í dag, þá tekur það alltof langan tíma, jafnvel mánuði. Oftast eru kröfur fé- laganna löngu tilbúnar, en þá taka við þeir leiðinlegustu fund- ir sem nokkur maður getur hugsað sér, og það mánuðum saman. Það er allt í lagi að sitja samningafundi, ef eitthvað kemur út úr þeim. Eftir nokkra mánaða þóf er niðurstaðan sú að flestum landsmönnum er skömmtuð sama prósentu- hækkun til þriggja ára og þá eru sumir hópar búnir að ber- ast fyrir í svefnpokum á gólfinu hjá ríkissáttasemjara, jafnvel í nokkrar vikur, er eitthvað vit í þessu ? Það er ekki að furða menn séu ekki æstir í að gefa kost á sér i samninganefnd. Margt hefur breyst frá því Helga hóf störf hjá Skipstjóra- félagi íslands. Þá var ekki einu sinni til tölva og það segir að Helga hefur mótað starfið þó nokkuð. „Eftir að félögin runnu sam- an höfum við Guðlaugur Gísla- son unnið þetta í sameiningu. Við skiptum með okkur verk- um, Guðlaugur hefur verið með félagsmálin og ég hef eins og áður verið með daglegan rekst- ur og öll fjármál. Orlofsmálin höfum við verið með saman, Laugarvatn hefur verið „barnið“ hans Guðlaugs og íbúðin á Ak- ureyri hefur verið mitt „baby“. Það hefur verið einstaklega gott að vinna með Guðlaugi og ég held að okkur hafi báðum þótt gott að vinna saman eftir að hafa verið bæði „einyrkjar" Guðlaugur í 29 ár hjá Stýri- mannafélaginu og ég í 12 ár hjá Skipstjórafélaginu. Það er annað sem hefur breyst og það er alvarleg breyt- ing, það er fækkun félaga, þeim fækkar með hverju ári og stefnir í óefni ef ekkert verður gert. Eftir 14 ára starf í Borgartúni 18, sem er nokkuð stór hluti af starfsævi hvers manns eða konu, á ég eftir að sakna margs, ég á t.d. eftir að sakna samstarfsfólks hér á 3. hæð- inni, því hér hefur sjaldnast ríkt nein lognmolla, hvorki í dag- legum störfum og ég tali nú ekki um, þegar við höfum verið að halda upp á hin ýmsu tæki- færi. Ég kveð Skipstjóra- og stýri- mannafélag íslands með söknuði, þakka samstarfið og óska því og félagsmönnum þess alls hins besta í framtíð- inni. Ég er sátt með minn þátt. Nýjan starfsmann Guðjón Pedersen, sem ég hef verið að lóððsa inn í starfið síðustu daga, býð ég velkominn til starfa og ég er viss um að þar hefur félagið veðjaðá réttan hest. “ ■ -sme 16 Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.