Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Side 26
Benedikt Valsson skrifar um stjórn fiskveiða í Bandaríkjunum
Ekki bara Islendingar
sem leita eftir víðtækarí
sátt um stjóm skveiða
Með útfærslu efna-
hagslögsögu Bandaríkj-
anna í 200 mílur árið
1976 hófst nýtt upp-
vaxtarskeið í sjávarútvegi
landsins. A sama tíma
voru sett lög sem tak-
mörkuðu verulega veið-
ar erlendra fiskiskipa við
Bandaríkin. Utfærsla efnahagslögsögunnar
og ráðstöfún um að stugga erlendum fiski-
skipum í burtu af fengsælum miðum var
grunnurinn fyrir miklum vexti í bandarísk-
um sjávarútvegi upp úr 1976. Á síðastliðnum
20 árum hefúr heildar sjávarafli Bandaríkja-
manna nærri tvöfaldast og aflaverðmætið
næstum þrefaldast í dollurum talið.
Sjávarútveg-
ur í Bandaríkj-
unum vegur
ekki þungt í
heildar efna-
hagslífi landsins. Hins vegar er aflaverðmæti
upp úr sjó tæplega fimm sinnum meira í
Bandaríkjunum en á íslandi. Fjöldi starfs-
manna við fiskveiðar og -vinnslu í Bandaríkj-
unum eru um 300.000 samkvæmt upplýs-
ingum úr ritum OECD. Þrátt fýrir að hlut-
deild greinarinnar í vergri landsframleiðslu sé
ekki nema um 0,3%, samanborið við 15% á
íslandi, eru atvinnufiskveiðar afar mikilvæg
uppspretta tekna og atvinnu víðsvegar við
strandhéruð Bandaríkjanna. Meðfylgjandi
tafla sýnir nokkrar lykiltölur í sjávarútvegi
Bandaríkjanna og íslands.
Samkvæmt töflunni hér að neðan má sjá
að mikill munur er á milli landa í aflaverð-
mæti á hvert fiskiskip árið 1996. Á meðan ís-
lenskt fiskiskip landar að meðaltali um 71
milljón króna aflaverðmæti, þá er sambærileg
tala fýrir bandarísk fiskiskip aðeins um 10
milljón krónur. Skýring á þessum mismun
liggur aðallega í ólíkri samsetningu flota og
úthaldi fiskiskipa, þ.e. minni meðalstærð
Benedikt Valsson.
Nokkrar lykiltölur í sjávarútvegi
Bandaríkjanna og Íslands1996
USA Island
Aflaverðmæti ma.kr. 260 57
Fjöldi skipa*) 25.000 800
Vinnsluvirði ma.kr.**) 171 36
*)Fjöldi fiskiskipa í Bandaríkjunum er áætlaðúr. Reiknað er með öllum fiskiskipum
sem leyfi hafa til atvinnuveiða og eru stærri en 5 „nettótonn“.
**)VinnsIuvirði fýrir íslenskan sjávarútveg er mælt sem vergar þáttatekjur fiskveiða.
skipa og færri úthaldsdagar að meðaltali á
skip í Bandaríkjunum.
STJÓRN FISKVEtÐA
Stjórn fiskveiða í Bandaríkjunum byggir á
alríkislögum, The Magnuson-Stevens Fishery
Conservation and Management Act, hér eftir
nefnd Magnuson-lögin. Viðskiptaráðuneyt-
ið sér um að framfýlgja lögunum, ásamt til-
heyrandi undirstofnunum. Þegar um er að
ræða milliríkjasamninga um fiskveiðar, tekur
utanríkisráðuneytið þátt í samningsgerðinni.
Slíka samninga þarf að bera undir forseta og
þing Bandaríkjanna.
Magnuson-lögin hafa ekki að geyma á-
kvæði um eitt tiltekið stjórnkerfi fiskveiða,
t.d. eins og í íslenskum lögum. Hins vegar
kveða Magnuson-lögin á um verndun fiski-
stofna og sjálfbærar veiðar. Stjórnkerfi fisk-
veiða sem slík eru undir tillögum svæðabund-
inna fiskveiðiráða komið. Þessi svæðabundnu
fiskveiðiráð starfa samkvæmt Magnuson-lög-
unum og eru átta að tölu, þ.a. eru þrjú við
Atlanthafsströnd Bandaríkjanna, eitt fýrir
Mexicóflóa, eitt fýrir Karabískahafið, tvö fýr-
ir Kyrrahafsströndina og eitt fýrir vesturhluta
í Kyrrahafi, en það eina svæðabundna fisk-
veiðiráð nær yfir hafsvæði sem er um 1,5
milljón fermílur að stærð. Til samanburðar
má geta þess að efnahagslögsaga kringum ís-
land er u.þ.b. helmingur að stærð á móti
þessu eina tiltekna fiskveiðistjórnarsvæði í
Bandaríkjunum. Fiskveiðiráðin eru hvert um
sig nokkuð fjölskipuð, á annan tug fulltrúa,
sem tilnefndir eru af hlutaðeigandi fýlkis-
stjórnum. Einnig sitja í fiskveiðiráðunum eða
undirstofnunum þeirra fulltrúar bandarísku
fiskistofunnar, National Marine Fishery
26
Sjómannablaðið Víkingur