Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Síða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Síða 30
Árni M. Mathiesen hefur tekið við embætti sjávarútvegsráðherra. Sæmundur Guðvinsson ræddi við ráðherrann og þar ber veiðiráðgjöfina meðal annars á góma og fiskveiðistjórnunarkerfið Kerfið hefur ekki leitt til byggðaröskunar -Er sjávarútvegsráðuneytið þitt óskaráðu- neyti eða hefðir þú til dæmis frekar viljað verða umhverfisráðherra? „Ég hefði ekki valið neitt ráðuneyti fram yfir þetta. Sjávarútvegsráðuneytið er það ráðuneyti sem hefur einna mesta atvinnu- og efnahagsmunina en líka einna mesta um- hverfishagsmunina. í þessu ráðuneyti tvinn- ast saman atvinnu- og efnahagsmálin sem og umhverfismálin og það finnst mér afskap- lega spennandi." -Pingmaður Framsóknarflokksins á Vest- fjörðum var búinn að gefa kost á sér í þetta embætti sem þú nú gegnir. Kom það aldrei til tals að Framsóknarflokkurinn fengi þetta ráðuneyti í sinn hlut? „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig um- ræðurnar fóru fram á milli formanna og varaformanna flokkanna. Því get ég ekki svarað þessu. En hvað mig snertir þá vissi ég ekki til þess að neitt annað væri á borðinu en að við færum með þetta ráðuneyti." -í kosningabaráttunni slógu stjórnar- flokkarnir á deilurnar um fiskveiðistjórnun- arkerfið með því að segjast vilja leita sátta um úrbætur. Voru flokkarnir þar með ekki að viðurkenna að kerfið væri meingallað? „Það held ég ekki. Það var hins vegar við- urkenning á því að ákveðið ósætti ríkti um kerfið og að það skipti máli fyrir atvinnu- greinina að um hana væri víðtæk sátt svo hún hefði stöðugt starfsumhverfi. Núna er markmiðið að ná víðtækri sátt en hafa samt sem áður sama efnahagslega ávinninginn og helst meiri með breyttu kerfi.“ -Það átti að setja á fót nefnd til að fara ofan í þessi mál. Hefur hún verið skipuð? „Nei. Ég hef verið að íhuga hvernig staðið verður að þessu. Er búinn að hitta ýmsa í þessari ágætu atvinnugrein og er að mynda mér skoðun á því hvernig best er að standa að slíkri nefnd. Ef við ætlum að ná víðtækri sátt er betra að nefndarskipunin sé vel í- grunduð og nefndin fái þokkalegt gott svig- rúm til að vinna í málinu. Það verður auð- vitað að vera skilvirkni í starfi nefndarinnar. Síðan er auðlindanefndin að störfum en hef- ur að vísu nokkuð annað verkefni en nefnd- in sem á að endurskoða lögin mun hafa. En það væri betra að auðlindanefndin væri búin að skila af sér hvað varðar sjávarútveginn áður en endurskoðunarnefndin kemur með sína niðurstöðu. Þó er það i lagi að þær starfi samhliða í einhvern tíma. En auðlinda- nefndinni er ekki ætlað að endurskoða lögin um fiskveiðistjórnunina.“ -Hvaða brýnustu úrlausnarefni lágu fyrir hér í ráðuneytinu þegar þú tókst við sem ráðherra? „Ætli það hafi ekki verið að taka ákvörð- um um hvernig ætti að endurúthluta varð- andi norsk-íslensku síldina. Við settum okk- ur það markmið að ná öllum kvótanum sem hafði ekki tekist fram til þessa. En við þessa endurúthlutun tókst okkur í fyrsta skipd að ná öllum kvótanum. Eftir á kom svo gagn- rýni vegna þess að eitthvað sást af síld nær Iandi eftir að veiðum lauk og hún í betra á- standi. Þá voru sumir þeirrar skoðunar að 30 Sjómannablaðið Vf kingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.