Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Page 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Page 34
geta borgað hærra verð fyrir fiskinn og hugs- anlega einnig hærri laun. Einnig geta til- teknir staðir haft einhverja betri aðstöðu heldur en aðrir. Það getur bæði helgast af staðsetningu gagnvart fiskimiðum og sam- göngukerfinu. Svo er ljóst að Japanir borga til dæmis mildu hærra verð fyrir fisk sem er sjófrystur, alla vega í sumum tilfellum, sem gerir það að verkum að sjóvinnsla stendur að einhverju leyti betur en landvinnsla. Þó koma þar fleiri þættir til sem nú er verið að athuga. Ekki til að leggja stein í götu sjó- vinnslunnar en hugsanlega mætti bæta að- stöðu landvinnslunnar eitthvað." -En er það eðlilegt að menn geti hagnast um hundruð milljóna króna með því að hætta að gera út og selja kvóta sem þeir fengu gefins? „Það er búið að deila um þetta mál fram og til baka. Niðurstaðan er bara sú að það er efnahagslega hagkvæmt fyrir heildina að hafa viðskipti með aflaheimildirnar. Þar sem eru viðskipti er alltaf möguleiki á að einhver hagnist og svo fremi sem viðkomandi greið- ir „réttlátan“ hlut til samfélagsins þá geri ég Þeir fiska sem róa OEIdsneyti á skip og báta OÞurrkupappír og skammtarar ORafgeymar og hleðslutæki Olce dean háþrýstiþvottakerfi OSmurolíur fyrir allar vélar OVinnugallar, vinnuskór og vettlingar OHreinsiefni og sápur O Rekstrarvörur f/ útgerð og fiskvinnslu (cr-rtmirmr |800BEH Pantanir i fax: 515 1110 Pantanasími: 515 1100 ■■jl Þjónusta viö sjávarútveginn L létfir þér Hfíí „Það er enginn punktur kominn aftan við málið." ekki athugasemdir við það. Svo er það ákvörðunaratriði hvers tíma hvað menn eigi að greiða í skatta og hugsanlega hvern- ig hægt er að skatt- leggja mismunandi atvinnugreinar á mismunandi hátt. Það þarf líka að taka inn í dæmið“ -Svo við förum út í aðra sálma. Norðmönnum hefur tekist að halda okkur frá veiðum á Sval- barðasvæðinu með réttu eða röngu. A að gera eitthvað til að láta reyna á rétt okkar þar? „Það var gerð at- hugun á þessu fyrir nokkrum árum og fjallað mjög ítar- lega um þetta þá. Meðal annars voru erlendir sérfræð- ingar fengnir til að meta okkar stöðu á Svalbarðasvæðinu. Niðurstaða þeirra varð sú að við gætum með einhverjum málarekstri skaðað stöðu Norðmanna en alls óvíst hvort það bætti í nokkru okkar stöðu. í því ljósi er þetta mál sem erfitt er að nálgast. En við þurfum að vera tilbúnir til að skoða það eins og aðstæður eru hverju sinni. Það er enginn punktur kominn aftan við málið og stendur ekki til að setja hann. Menn hafa ekki enn fundið þann flöt á málinu sem gæti orðið okkur til sérstaks ávinnings.“ -Munt þú á beita þér fyrir því að á ein- hvern hátt verði stutt við bakið á þeim út- gerðum sem eru að leita og þreifa fyrir sér á Hatton og Rockallsvæðinu til að tryggja að við öflum okkur veiðireynslu þar? „Það hefur ekkert verið rætt um að gera það. Hins vegar eru fordæmi fyrir því að stutt hefur verið við útgerðir sem eru að sækja á mið utan landhelginnar. Þetta snýr líka að þeim þjóðum sem við erum í sam- starfi við og þessu heildardæmi varðandi sókn í fiskistofna heimsins. Ég ætla ekki að útiloka að við munum einhvern tíman styðja útgerðir sem eru að þreifa fyrir sér á svæðum utan Iandhelginnar en það hefur ekki komið upp núna.“ -Að lokum vil ég víkja að umtöluðu atriði frá því í kosningabaráttunni sem er fjöl- skylduaðild tveggja ráðherra Framsóknar- flokksins að útgerðarfyrirtækjum. Þeir hafa því persónulega hagsmuni af því að sem minnst verði hróflað við núverandi kvóta- kerfi. Er ekki óheppilegt, svo ekki sé meira sagt, að ráðherrar lendi í slíkri aðstöðu? „Ég held að þessir hagsmunir ráðherranna sem þú ert að vísa til liggi ljósir fyrir og allir viti um þá. Ekki bara fyrir síðustu kosningar heldur einnig fyrri þingkosningar. Þarna er ekki verið að fela neitt. Ég held að það sé af- skaplega erfitt að velja fólk til starfa á Al- þingi og þar með hugsanlega í ríkisstjórn þannig að það hafi aldrei neina hagsmuni af einni eða neinni ákvarðanatöku sem til þarf að koma í störfum þess. Þáð sem skiptir máli er að fólk viti hverjir þessir hugsanlegu hagsmunir eru og síðan er það kjósenda að velja. Ef einstökum stjórnmálamönnum finnst þeir vera í erfiðri stöðu til að taka á- kvarðanir vegna eigin hagsmuna verða þeir að gera sínar ráðstafanir. Eftir að menn hafa verið kjörnir til starfa er ekki hægt að leið- rétta úrslit kosninga nema menn gerist bein- línis brotlegir í starfi. Standist menn ekki trúnaðarkröfur kjósenda sinna kemur það þeim bara í koll,“ sagði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. ■ 34 Sjómannablaðið Víkingur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.