Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Page 41
skuldbindi útgerðarmaður sig til að landa afla
stnum hjá þeim aðila sem láti aflakvóta í té.
Fyrir aflann sé svo greitt umsamið verð. Kvót-
inn sem útgerðarmaðurinn hafi sé honum
ekki til frjálsrar ráðstöfunar og hafi ekkert
beint markaðsgildi fyrir hann. Hann geti ekki
selt hann og hann geti ekki veitt upp í hann,
landað aflanum síðan annars staðar og fengið
almenn markaðsverð fyrir aflann.. Þar að
auki skuldbindi útgerðarmaðurinn sig til að
selja þessum aðila aflann vegna þessa kvóta á
fyrirfram umsömdu verði. Krafist var sýkn-
unar og til vara lækkunar á stefnukröfúm.
Dómur Héraðsdóms Reykjaness féll á
þann veg að Lómi var gert að greiða Albert
framlagða kröfu, eða 1.574.425 krónur með
dráttarvöxtum. í niðurstöðum dómsins segir
að óumdeilt sé í þessu máli að fyrir hvert tonn
af slægðum þorski sem Lómur lagði til fisk-
kaupanda, hafi Lómur fengið 3 tonn af afla-
marki auk peningagreiðslu. Samkvæmt til-
vitnuðum ákvæðum laga og kjarasamninga
beri útgerðarmanni að greiða laun miðað við
það heildaraflaverðmæti sem útgerðin fær
fyrir aflann og útgerðinni sé óheimilt að
draga frá því kostnað við kaupa á aflaheimild-
um. Uppgjörsmáti sá sem viðhafður var í
skiptum aðila hafi því verið brot á kjarasam-
ingi aðila og brot á lögum. 1 málflutningi lög-
manns Alberts hafi komið fram að útreikn-
ingur hans á verðmæti aflamarksins væri
fundinn út frá verðhugmyndum á aflamarki,
sem kvótamiðlun LIU miðar við og birtast
reglulega í fréttabréfi sambandsins. í útreikn-
ingum stefnanda málsins séu viðmiðunartöl-
ur lægri en kvótaleiga LÍÚ geri ráð fyrir nema
í einum mánuði sé um sömu fjárhæð að ræða.
Albert Hansson hafði því fullan sigur í
Héraðsdómur en Lómur áfrýjaði til Hæsta-
réttar.
Dómur Hæstaréttar
Fyrir Hæstarétti krafðist Lómur aðallega
sýknu af öllum kröfum Alberts en til vara að
hann verði einungis dæmdur til að greiða
326.252 krónur. Albert krafðist staðfestingar
á dómi Héraðsdóms.
í dómi Hæstaréttar segir meðal annars:
„Samkvæmt lögum nr. 24/1986 um skipta-
verðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarút-
vegsins og fyrrgreindum kjarasamningi, grein
1.26 og grein 1.27, ber útgerðarmönnum að
greiða laun miðað við það heildaraflamverð-
mæti sem útgerðin fær fyrir aflann. I máli
þessu hefur áfrýjandi ekki gert upp skiptahlut
stefnda að því er varðar verðmæti aflamarks,
sem greitt var fyrir landaðan þorsk. Er sýknu-
krafa áfrýjanda því ekki tekin til greina.“
Síðan segir í dómi Hæstaréttar að fyrir rétt-
inum liggi yfirlýsing fyrirsvarsmanna áfrýj-
anda, sem gerði út Hafsúluna HF-77, og Sæ-
unnar Axels ehf., sem keypti aflann, frá 19.
janúar 1999. Samkvæmt því sem þar segi hafi
verið um gagnkvæman samning að ræða milli
útgerðarmannsins og kaupanda aflans. Afla-
markið, sem útgerðarmaðurinn fékk, hafi
ekki verið honum til frjálsrar ráðstöfunar og
hafði því ekki sjálfstætt markaðsgildi fyrir
hann.
Áfram segir svo í dóminum:
„Eins og að framan greinir telur áfrýjandi
verðmæti kvótans, sem hann fékk fyrir aflann
umfram fégreiðslu, vera mismun þess, sem
greitt var fyrir landaðan afla í peningum og
þess, sem hann heíði getað fengið fyrir afl-
ann, ef hann hefði selt hann í annars konar
viðskiptum, og miðar hann þar við meðal-
verð úrskurðarnefndar sjómanna og útvegs-
manna.
Samkvæmt 1. gr. laga nr. 84/1995 um úr-
skurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, sbr.
nú lög nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skipta-
verðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegs-
manna, er það hlutverk nefndarinnar að á-
kveða fiskverð, sem nota skal við uppgjör á
aflahlutdeild áhafnar einstakra skipa, eins og
nánar er kveðið á um í lögunum. Á nefndin
að afla ítarlegra gagna um fiskverð og birta
reglulega upplýsingar um það, þannig að þær
gagnist útvegsmönnum og sjómönnum sem
best, sbr. 2. gr. I 5. gr. er kveðið á um það, að
nefndin skuli við ákvörðun sína taka mið af
því fiskverði, sem algengast er við sambæri-
lega ráðstöfun afla. Samkvæmt áðurgreind-
um kjarasamningi, grein 1.26, III, um ráð-
stöfun afla í skiptum milli óskyldra aðila, get-
ur áhöfn krafist samnings um uppgjörsverð
og náist eklei samkomulag milli áhafnar og
útgerðar skal vísa málinu til úrskurðarnefnd-
ar. Gögn málsins bera með sér, að það meðal-
verð, sem úrskurðarnefndin miðar við, hefur
verið notað við álcvörðun skiptaverðs, þegar
ágreiningur um slíkt hefur verið lagður fyrir
nefndina á því tímabili, sem hér um ræðir.
Samkvæmt áðurgreindum kjarasamningi,
grein 1.26, I, skal útgerðarmaður tryggja
skipverjum hæsta gagnverð fyrir fiskinn. {
igg ■
H
já
Lómur miðaði upp-
gjör sitt við Albert
aðeins við peninga-
greiðslurnar en tók
ekkert tillit til afla-
marksins.
máli þessu liggur ekki fyrir, að unnt hefði ver-
ið að fá hærra verð fyrir hinn umdeilda afla en
meðalverð það, sem áfrýjandi byggir vara-
kröfu sína á. Er ekki tölulegur ágreiningur
um þá kröfu og verður hún tekin til greina
með vöxtum eins og í dómsorði segir. Dæma
ber áfrýjanda til að greiða stefnda málskostn-
að í héraði og fyrir Hæstarétti svo sem í
dómsorði greinir.
Dómsorð:
Áfrýjandi, Lómur hf., greiði stefnda, Al-
bert Hanssyni, 326.252 krónur með dráttar-
vöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr.
25/1987 frá 15. apríl 1997 til greiðsludags.
Áfrýjandi greiði stefnda samtals 500.000
krónur í málskostnað i héraði og fyrir Hæsta-
rétti.“ ■
Sjómannablaðið Víkingur
41