Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Page 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Page 54
Þorvarður Lárusson hefur rifað seglin, hann varð að hætta til sjós vegna veikinda. Þorvarður er, þrátt fyrir að hafa þurft að þola andstreymi af og til á ævinni, afar sáttur Eg var heppinn Þorvarður Lárusson. „Ég var heppinn. Það voru úrvals menn í áhöfninni. Það var góður andi um borð. Aðstæður mínar voru sérstakar. Ég var fjögurra ára þegar ég missti móður mína og faðir minn lést á fermingarárinu mínu, þannig að ég var eiginlega orðinn einn. Hann var munaðarlaus fjórtán ára þegar faðir hans lést úr krabbameini. Þá voru rétt um tíu ár frá því móðir hans lést. Hann var næst yngstur átta systkina. Við fráfall móður- innar leystist fjölskyldan upp. Faðirinn hélt honum einum og þegar dauðinn kvaddi hann burt, fór drengurinn ungi til föður- bróðurs síns. Sá hafði aldrei gifst og átti ekki börn. Reyndi allt sem hann gat til að reynast ungum móður- og föðurlausum frænda sín- um vel, en kunni ekki að umgangast ungt fólk. „Ég öfundaði oft þá sem áttu venjulega fjölskyldu,“ sagði ungi drengurinn nokkrum áratugum síðar. Síðar missti hann son í slys- förum og eiginkona hans varð bráðkvödd. Sjálfúr varð hann að hætta að vinna fyrr en hann ætlaði, er það hjartaveill. Þrátt fyrir allt þetta er hann ekki bara sáttur við lífið, hann er ánægður. Maðurinn er Þorvarður Lárusson skipstjóri í Grundarfirði. „Ég var ekki nema sjö ára þegar ég fór fyrst til sjós, þegar pabbi var að fara á sjóinn grét ég þar til ég fékk að fara með. Við áttum heima í Krossnesi við Grundarfjörð og þaðan réri pabbi. Hann réri á kanski eins og hálfs tonna trillu. Þá var einungis róið með færi, gömlu pundarana. Flestir voru með einn krók en þá voru menn farnir að vera með tvo króka,“ sagði Þorvarður Lárusson í Grundarfirði þeg- ar hann lýsir upphafi sjósóknar sinnar. Þor- varður, eða Varði eins og hann er ævinlega kallaður, er kominn í land fyrir fullt og allt. Varð að hætta sem skipstjóri fyrir átta árum sökum veikinda. Hann hafði þá verið skip- stjóri nokk- uð á fjórða áratuginn. Hann ætlar að deila með okkur brotum af sinni ævi. „Ég fór á síld með Guðmundi Runólfsson þegar ég var 14 ára á Runólfi, en hann var einn Landssmiðjubátanna. Ég var fúllgildur háseti, með heilan hlut. Þetta var sumarið 1954 og hluturinn minn var um 10 þúsund krónur og það þótti mikill peningur." Þeir voru á hringnót og síldin var fyrir norðan, teygði sig austur að Raufarhöfn, einsog Varði orðar það. - En var þetta ekki erfitt fyrir fjórtán ára strák, bæði að vera fastur í samfélagi þroskaðra sjómanna og að vera að fara að heiman í fyrsta sinn? „Ég var heppinn. Það voru úrvals menn í á- höfninni. Það var góður andi um borð. Að- stæður mínar voru sérstakar. Ég var fjögurra ára þegar ég missti móður mína og föður minn lést á fermingarárinu mínu, þannig að ég var eiginlega orðinn einn. Ég bjó hjá föður- bróður mínum í Krossnesi svo það var ekki um annað að ræða fyrir mig en að takast á við lífið og vinna fyrir mér. Það reyndar tíðkaðist ekkert annað. Mér þótti gaman á síldinni þó vissulega hafi þetta verið erfitt líka. Það má segja að aldrei hafi komið annað til greina en að ég yrði sjómaður. Sem ungur drengur í Krossnesi kom fyrir að ég horfði á ljós bátanna þegar þeir voru á leið heim til Grundarfjarðar og stundum fékkst ég ekki til að fara að sofa fyrr en Ijósin frá þeim sáust ekki lengur.“ 54 Sjómannablaðið Víkingur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.