Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Qupperneq 57
Bergur Garðarsson er ýmsu vanur, hefur verið skipstjóri á
togurum og bátum. Nú rær hann á trillu.
Að óbreyttu endar
þetta með hvelli
„Mér líkaði alltaf betur að vera á smá-
bátum. Það er öðruvísi veiðiskapur að
vera einn á handfærum en draga troll. Ég
er aldrei einmana þó ég sé einn á litlum
bát. Þegar ég hætti sem skipstjóri á góð-
um bát til að gerast trillukarl urður
margir hissa. í dag ætti að vera lágmarks-
réttindi sjómanna að mega eiga trillu-
horn og gera út,“ segir Bergur Garðars-
son sem er einn þeirra manna sem hefur
kosið sér að róa á smábát frekar en stór-
um fiskiskipum, hann hefur fengið tæki-
færi til hvorutveggja.
Hann segist ósáttur með hvernig til
hefur tekist í kvótakerfinu, kerfi sem við
grobbum okkur af í útlöndum. „Við
erum í sögulegu lágmarki með veiðina
með margfalt afkastameiri skip. Þeir sem
voru með þúsund til ellefu hundrað
kílóa hlera eru nú með þriggja tonna
hlera, annað er eftir því. Með sextán ára
friðun ætti árangurinn að vera augljós,
en svo er alls ekki. Þetta hefur meðal
annars leitt til þess að heilu byggðarlögin eru
hætt komin.“
Því heflir verið svarað þannig að kvótakerf-
inu sé ekki um að kenna.
„Það er ekki rétt. Það sjá allir sem vilja. Hér
í Grundarfirði er staðan sú að við erum háðir
örfáum mönnum. Ef þeim snýst hugur, vilja
flytja eða selja er framtíð okkar í hættu. Mér
þykir verst hvernig þetta varð til, útgerðirnar
bjuggu ekki til kvótann án starfsfólks og ég er
sannfærður um að það var aldrei hugsunin í
upphafi að úgerðirnar gætu hent frá sér fólk-
inu og hirt ágóðan af sölu veiðiheimilda,
heimilda sem urðu til vegna vinnu fólksins.
Það var varað við hluta af þessu í upphafi.
Sjómenn bentu á margt, smábátasjómenn
Bergur Garðarsson.
Hér þiggur hann hákarl frá félaga sínum
Þórði Bogasyni.
síðar og allt það sama, það var ekki hlustað."
Bergur vill breytingar. „Sóknarkerfið getur
ekki skilað minni árangri. Að óbreyttu endar
þetta með hvelli, að örfáir menn ráði yfir
þessu öllu. í dag snýst þetta um verðbréf og
banka. Við erum að ganga frá landsbyggð-
inni, ef engar verða breytingar endar þetta
með skelfingu. Þetta er afnotaréttur, ekki
eign. Það gengur ekki að einhverjir menn eigi
óveiddan fisk, hvað ef hann fiskast ekki? í
öðru orðinu er svo sagt að þetta sé sameign
þjóðarinnar.“ H
Utbúum
lyfjakistur
fyrir skip og báta.
Eigum ávallt tilbúin
lyfjaskrín fyrirvinnustaði,
bifreiðir og heimili.
INGÓLFS
APÖTEK
Almennur sími 568 9970
Beinar línur fyrir lækna 568 9935
Sjómannablaðið Víkingur
57