Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Side 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Side 33
eru t.d alveg öruggir á tiltölulega litlu dýpi undir stormbylgjum, en þeir, sem hafa sloppið lifandi úr litlum hafnabylgj- um hafa lýst ógninni, þegar þeir þeyttust alveg stjórnlausir eins og þeir væru í ógnarstórri þeytivindu, ýmist við yfir- borð eða á miklu dýpi, algerlega hjálpar- vana. Vegna þess hve bylgjuhæðin er Iítil á úthafinu, oft aðeins um einn metri, verða sjómenn hennar lítt eða alls ekki varir. Stormbylgjurnar geta aftur á móti orðið mjög háar. Vísindamenn segjast hafa mælt 27 m. háar bylgjur á Mexík- óflóa sl. haust, þegar fellibylurinn Katrín fór yfir. Ferðahraði hafnabylgnanna frá upp- hafsstað er háður sjávardýpi. Á úthöfun- úm ná bylgjurnar stundum 500- 800 km hraða á klukkustund, sem er ámóta og flughraði venjulegrar farþegaþotu. Þannig getur hafnabylgja farið yfir Kyrra- hafið á einum degi. Ef hafdýpið er um 6000 metrar getur bylgja náð allt að 880 km hraða og á enn meira dýpi verður hraðinn meiri eins og myndin sýnir. Mæti hún ekki mótstöðu, tapar hún litlu af afli sinu, sem skýrir hvers vegna eyði- leggingarkraftur hennar er svo óskapleg- úr við strendur, sem eru í þúsunda kíló- Wetra fjarlægð. Þegar hafnabylgjan kemur af hafi og rekst á landgrunnsbrúnina tekur hún úiiklum breytingum. Par sem hraðinn er háður sjávardýpinu, hægir á henni og það svo mjög, að á 20 metra dýpi er hraði hennar aðeins urn 50 km á klukku- stund. Þar sem bylgjurnar eru fleiri nálg- sst næsta bylgja hratt, þegar hægir á þeirri fyrstu og kraftur hennar vex mjög ef þær verða að einni. Mótstaðan á grynnra vatni verður til þess, að kraftur- >nn leitar upp og hún hækkar. Þannig geta bylgjur, sem eru vart merkjanlegar á úthafinu náð margra rnetra hæð skammt úndan ströndinni. Þegar hafnabylgja kernur að landi er hún stundum eins og hröð sjávarföll, röð af frekar litlum öld- Urn, sem brolna þegar þær koma á land eða í alversta tilviki sem 10-30 metra háir og snarbrattir ölduveggir, sem í ein- staka tilfellum, það fer allt eftir landslagi, geta gengið mörg hundruð metra inn á land. Krafturinn er það mikill, að sjórinn útolar allt sem á vegi hans verður, runna, tré og jafnvel hús og önnur mannvirki. Á útsoginu berst allt lausleg, kvikt sem dautt, á haf út. Það geta liðið nokkrir dagar uns hafið kemst aftur í sína fyrri stöðu. Hafnabylgjurnar korna oftast með JO-60 mínútna millibili, allt eftir bylgju- engdinni. Oft veldur önnur bylgjan eða jaínvel sú þriðja meira tjóni en sú fyrsta, því er hættan alls ekki liðin hjá. Því get- úr raunverulegt hættuástand varað í inarga tíma. Ef að öldutoppurinn kemur yrst, hækkar vatnsborðið. Ef hins vegar ö dudalurinn kemur fyrst, eru fyrstu ♦lOSKm* Heimild: Danska Veðurstofan rnerkin þau, að sjórinn sogast út. Hafa verður í huga, að lögun strand- arinnar og landgrunns- ins hafa mikil áhrif á ferðir öldunnar. Bætist hafnabylgjan við sjáv- arfallastraum eða stormöldu geta áhrifin orðið enn meiri en ella. Jarðskjálftinn í Lissabon 1755 Þriðjudaginnn 1. nóvember 2005 voru 250 ár liðin frá því Lissabon, höfuðborg Portúgals varð fyrir þrern áföllum: jarð- skjálfta, stórbruna og hafnabylgju. Þá voru Portúgalir enn stórveldi og Lissa- bon því mikil siglinga- og verslunarborg. Klukkan 9.20 að rnorgni reið öflugur jarðskjálfti yfir borgina. Hann átti upp- tök sin á hafsbotni, um 200 km. vestur af Vincenthöfða, suðvesturodda landsins. Hann er lalinn hafa verið a.m.k. 8.7 stig á Richterkvarða og hans varð vart allt norður í Finnland. I þá daga var almennt eldað á opnuð eldstæðum og því kviknaði í fjölda húsa. Fólk flúði í ofboði, bæði eldinn og húsin, sent hrundu mörg hver eins og spilaborg- ir eða skekktust og skemmdust. Þeir, sem sluppu heilir á húfi, flykktust niður að höfninni. Um hálftíma eftir jarð- skjálftann skall öflug hafnabylgja á borg- inni. Fólkið niðri við höfnina - alveg eins og í Asíu á annan dag jóla 2004 - varð vitni að því, að það fjaraði út á óskiljanlega hátt. í Lissabon þurrkaðist höfnin upp og í ljós komu bátsflök og ýmislegt drasl, sumt torkennilegt, annað áhugaverl. í forvitni sinni streymdi fólk niður í „fjör- una” og þá reið bylgjan yfir. Hafnabylgjurnar urðu alls þrjár. Sú fyrsta er sögð hafa náð sex metra hæð. í- búar Lissabon voru á þessum tíma um 275 þúsund og allt að 90 þúsund þeirra fórusl, langflestir urðu hafinu að bráð og 85% allra bygginga eyðilögðust. Jarð- skjálftinn og hafnabylgjurnar eyddu kon- ungshöllinni, en tilviljun ein réði því, að konungurinn, Jósef L, hafði strax eftir morgunmessu yfirgefið borgina ásamt hirðinni. Þetla er örugglega mesta mann- tjón í náttúruhamförum í allri sögu Evr- ópu. Lissabon var ekki eini staðurinn, sem varð fyrir þessum hörmungum. í ntörg- um strandhéruðum varð gífurlegt tjón, t.d. gjöreyddist Algarve, sem á okkar döguin er þekktur sumarleyfisstaður og margir íslendingar þekkja. Hafnabylgjurnar skullu á ströndum Frakklands, Bretlands, írlands, Belgíu og Hollands, en virðast ekki hafa valdið um- talsverðu tjóni. Allt að 30 metra háar bylgjur brotnuðu á vesturströnd Afríku og þar eru um 20 þúsund rnanns sögð hafa farist. Þær bárust einnig vestur yfir Allantshafið og varð vart bæði á Martin- ique og Barbados í Karíbahafinu. Hafnabylgjan í Lissabon, samtímateikning. Sjómannablaðið Víkingur - 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.