Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Síða 38
Fjöltækniskóli íslands varð til 24. febr-
úar 2005 þegar nöfnum Vélskóla ís-
lands og Stýrimannaskólans í Reykjavík
var formlega breytt í Fjöltækniskóla ís-
lands.
Segja má að afhjúpun menntamálaráð-
herra á nýju nafni skólans hafi verið end-
anleg sameining skólanna og lok ferils
sameiningar er hófst með yfirtöku
Menntafélagsins á rekstri skólanna 1. á-
gúst 2003. Nafni Menntafélagsins var á
sama tíma breytt í Fjöltækniskóla íslands
ehf. og er með því einungis eitt nafn,
Fjöltækniskóli íslands, notað um alla
starfsemina.
Skólinn hefur með nýju nafni markað
sér braut og stefnir að þróun námsfram-
boðs og aukinna tækifæra undir nýju
nafni án þess þó að minnka áhersluna á
skipstjórnar- og vélstjórnarnám sem
byggt hefur verið upp í skólanum í
áraraðir.
Skóli getur þróast og eflst með nýjum
áherslum samhliða því að virða gamlar
hefðir og halda því sem vel hefur verið
gert í gegnum tíðina. Nýjar áherslur geta
og eiga að stuðla að eflingu þeirra grunn-
greina sem skólinn hefur byggt á og eiga
að gefa nemendum skólans tækifæri til
menntunar í samræmi við þær kröfur
sem nútíminn gerir til þeirra starfa sem
stefnt er á.
Skipulag Fjöltækniskóla íslands
I skólanum eru 4 námssvið: Tækni-,
Vélstjórnar-, Skipstjórnar- og Sjávarút-
vegssvið. Skólinn starfar eftir áfangakerfi
sem gerir honum kleift að meta nám frá
öðrum skólum. Námsefninu er skipt upp
i áfanga sem hver um sig tekur eina önn
og lýkur með prófi í annarlok. Áfanga-
kerfið er þess eðlis að það leggur nem-
endum nokkrar byrðar á herðar, þeir
verða sjálfir að ákveða námshraða og
velja sér viðfangsefni fyrir hverja önn. Til
að auðvelda þetta er nauðsynlegt að þeir
geri áætlun um námsferil sinn og niður-
röðun einstakra áfanga í námsannir í
samráði við umsjónarkennara sinn eða
námsráðgjafa.
Rekstur og Stjórnun í atvinnulíf-
inu
Fjöltækniskóli íslands hefur fengið
heimild menntamálaráðuneytisins að
bjóða nám á nýrri braut; sjávarútvegs-
braut.
Vandasamt var að ákveða með hvaða
hætti Fjöltækniskólinn tnyndi leggja upp
nýtt nám þannig að það væri aðlaðandi
og markvisst fyrir þá sem hefðu hug til
þess að stunda námið.
Eftir töluverða yfirlegu var það niður-
staða skólans að skipuleggja og bjóða
nýtt nám sem við köllum Rekstur og
stjórnun í atvinnulífinu. Þetta nám er
skilgreint sem 45 eininga rekstrar- og
stjórnunamám. Námið hentar vel öllum
faglærðum sem hafa reynslu úr atvinnu-
lífinu t.d. sjávarútvegi, matvælaiðnaði og
ýmsum öðrum atvinnugreinum og gerir
námið sömu námskröfur og á háskóla-
stigi.
Þetta nýja nám er hentugt fyrir þá sem
vilja auka við menntun sína og skapa sér
ný tækifæri án þess að þurfa að sleppa
vinnu sinni og setjast að fullu á skóla-
bekk.
Námið er að því leytinu frábrugðið
venjulegu skólanámi að auðvelt er að
stunda það á eigin forsendum.
Skipulag námsins er blanda af fjarnámi
og staðnámi sem býður nemendum upp
á mikinn sveigjanleika í skipulagi náms
og vinnu. Námsskipulagið er þannig:
• Við upphaf annar koma nemendur í
skólann í þrjá daga og fá kynningu á
náminu og fyrirkomulagi þess, læra á
Námskjá sem er veflægt námsumsjón-
arkerfi, fara í gegn unr námstækni og
kynnast hver öðrum.
• Aðeins einn áfangi er í gangi hverju
sinni, hann tekur 6 vikur og lýkur síð-
an með prófi.
• í hverjum áfanga er gert ráð fyrir
tveimur lotunr í skólanum sem taka 3
daga hvor..
Stofnun þessarar nýju brautar er liður í
þeirri stefnu Fjöltækniskólans að þróa
nám tengt atvinnulífinu til viðbótar við
það hefðbundna nám sem fram hefur far-
ið í skólanum.
Stúdent af Náttúrufræðibraut
Fjöltækniskóli íslands býður nám á
nýju tæknisviði; náltúrufræðibraut sem
kemur til með að gegna lykilhlutverki í
þróun og vexti skólans. Nárnið er bæði
verklegt og bóklegt og gagnast nemend-
um sem starfsnám, sem leiðir til atvinnu.
Að auki veitir það stúdentspróf af nátt-
úrufræðibraut og þar með réttindi til á-
framhaldandi náms.
í fyrstu er boðið upp á vél-, raf- eða
skipstækni innan náttúrufræðibrautar
þar sem nemendur slunda nám til undir-
búnings raungreinanámi í háskóla. Nám-
ið er sérsniðið að þörfum háskólanna
með blöndu af bóklegum greinum og
tæknigreinum. Stefnt er að því að nem-
endur geti útskrifast með vélstjórnarpróf
2. stigs, samhliða stúdentsprófi af nátt-
úrufræðibraut. Sérstök áhersla verður
lögð á undirbúning undir háskólanám í
tækni- og verkfræði.
Fram til þessa hafa flestir nemendur úr
grunnskóla valið að fara í framhaldsskóla
Skólanámið
Stúdent Náttúrufræðibraut - Raftækni - Véltækni - Skipstækni
l.ár, 2annjr
e 2.ár, 4annir
Z i
3.a,,6am,
i
4.ár, 8annir Stúdentspróf
=þ
Eftir 4 annir er hægt að útskrifast
með annaðhvort
1. sbg ekipstjómar eða
2. stig vélstjómar.
Alþjóðteg atvkmuróttindi lást með
siglingatíma
_____ Rétlindi
Skipstjómarréttindi á fiskiskipum
ailt að 200 rúmlestir
Yfirvólstjóri á skipum með altt aö 750
KWaðatvói
o M
!f
C E
- 3
~ C
flf
Ví
u) 3
Stúdent Náttúrufri
Fjölbreytt framhaldsnám á háskólastigi
38 - Sjómannablaðið Víkingur