Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Síða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2006, Síða 44
Skagfirska uppsvei Þróunarsetur Hólaskóla stofnað á Sai sveiflan! Sauðárkróki Ifeb*. laiHiaiHil Ihs■ Ný aðstaða til rannsókna og kennslu á sviði fiskeldis, fiskaliffrœði og inatvœlavinnslu. róunarsetur Hólaskóla - Háskólans á Hólum var stofnað þann 7. mars síðastliðinn við höfnina á Sauðárkróki. Þróunarsetrið er staðsett í Verinu, sem er rannsókna- og kennsluaðstaða sem Há- skólinn á Hólum og FISK Seafood hafa komið upp. Þróunarsetrinu er ætlað að stuðla að fjölbreyttum rannsóknum á sviði fiskeldis, fiskalíffræði, matvæla- vinnslu og fleiri greinum. Þróunarsetrið er samstarfsverkefni Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Háskóla íslands og Há- skólans á Akureyri. Gert er ráð fyrir þvi að fleiri aðilar komi í framtíðinni að Þró- unarsetrinu. Starfsemi Þróunarsetursins verður fjármögnuð með rannsóknastyrkj- um og framlögum þeirra stofnana sem að verkefninu standa. Rannsóknastyrkir og ýmsar sértekjur vegna rannsókna- og þró- unarverkefna, sem þegar eru hafin í Þró- unarsetrinu, nema um 40-50 milljónum króna á ári og skólarnir greiða fyrir afnot af kennsluaðstöðu i samræmi við notkun. Einnig leggja sjávarútvegs- og iðnaðar- ráðuneytið fram 6 milljónir á ári til þess að fjármagna störf rekstrarstjóra og stjórn- un setursins. Það er því ljóst að starfsemin stendur þegar á traustum grunni. Um leið og þróunarsetrið var opnað var tilkynnt að þar verði sett upp próteinverksmiðja sem er tilraunaverk- efni í samstarfi FISK, Rannsóknastofnun- ar fiskiðnaðarins og Háskólans á Hólum. Próteinverksmiðjan mun nýta afskurð og annað sem fellur til í fiskvinnslu til þess að framleiða próteinþykkni. Prótein- þykknið má siðan nýta á ýmsa vegu bæði við vinnslu fiskafurða og t.d. sem bæti- efni fyrir íþróttafólk. Þegar hefur verið aflað styrkja til verkefnisins. í Verinu hefur verið byggð upp afar fullkomin aðstaða til fiskeldis- og fiska- líffræðirannsókna sem jafnast á við það besta sem þekkist í heiminum. Þar er einnig kennsluaðstaða fiskeldis- og fiska- líffræðideildar Háskólans á Hólum. Fjöl- rnörg rannsóknaverkefni eru þegar hafin í Þróunarsetrinu sem tengjast m.a. fóður- þörf bleikju og þorsks, eldi á lúðu auk fjölbreyttra rannsókna á þróunarvistfræði fiska. Þróunarsetrið mun taka virkan þátt í uppbyggingu fiskeldis á íslandi, enda er ljóst að öflug rannsókna- og þróunar- vinna er forsenda þess að fiskeldi geti orðið sterkur atvinnuvegur hér á landi. í Verinu er kennsluaðstaða fiskeldis- og fiskalíffræðideildar Háskólans á Hól- um. I boði er eins árs og þriggja ára nám í fiskeldi- og fiskalíffræði. Skólinn sér einnig um kennslu 1 fiskeldi- og fiskalíf- fræði 1 samvinnu við aðra háskóla. Má þar nefna að nú er verið að byggja upp sameiginlegt nám á þessu sviði með Há- skólanum á Akureyri og Háskóla íslands. Einnig er fjöldi meistara- og doktors- nema að vinna að rannsóknaverkefnum undir leiðsögn sérfræðinga Þróunarset- ursins. Það er markviss stefna þróunar- setursins og Háskólans á Hólum að tengja sem mest saman kennslu og rann- sóknir m.a. lil þess að tryggja að nýjung- ar eigi greiða leið út í atvinnulífið. Háskólinn á Hólum sá um að innrétta kennslu- og rannsóknaaðstöðuna 1 Ver- inu með veglegum framlögum frá iðnað- arráðuneytinu, landbúnaðarráðuneytinu og Framleiðnisjóði landbúnaðarins. FISK Seafood á hins vegar húsnæðið og annað- ist nauðsynlegar breytingar á þvi. Fyrir- tækið átti líka frumkvæði að því að farið var í þessa uppbyggingu á Sauðárkróki og hefur lagt umtalsverða fjármuni í verkefnið. Hagsmunir fyrirtækisins af þessu verkefni eru margvíslegir og Þró- unarsetrið mun hafa jákvæð áhrif á sam- félagið í Skagafirði. 1 kringum þróunar- setrið munu byggjast upp öflugar rann- sóknir sem tengjast og styðja starfsemi FISK og annarra matvælavinnslufyrir- tækja í Skagafirði. Þegar er mikið sam- starf milli Hólaskóla og fiskeldisfyrirtæk- isins Hólalax. FISK á aðild að tilrauna- verkefninu um próteinverksmiðjuna og fleiri verkefni eru ráðgerð. Þeir aðilar sem koma að Þróunarsetrinu hafa þegar með sér öílugt samstarf og fyrirsjáanlegt er að það muni aukast enn frekar. Þróun- arsetrið mun laða vel menntað fólk til Skagafjarðar, sem er fært um að afla styrkja til rannsóknaverkefna og þróun- arvinnu. Með þvi að skapa Þróunarsetr- inu aðstöðu er FISK að velta af stað snjó- bolta sem mun hlaða utan á sig og renna styrkum stoðum undir atvinnulíf í Skagafirði. Helgí Thorarensen, deildarstjóri Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans d Hólum 551 Sauðárkrókur Netfang: helgi@holar.is Sími: 455 6300 Fax: 455 6301 www.holar.is 44 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.