Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Síða 10

Náttúrufræðingurinn - 2005, Síða 10
Náttúrufræðingurinn 11. mynd. Brúnrotta, Rattus norvegicus, getur boriö kýlapest manna á milli, en hún var ekki íEvrópu á miðöldum. Scott og Duncan telja raunar aðhún hafi sennilega breitt út minniháttar pestarfaraldra við Miðjarðarhaf snemma á 18. öld. draga í efa að þeir væru það allir. Hann var sem sagt ekki sakfelldur fyrir að „neita að samþykkja hið ómögulega, heldur fyrir að benda á hugsanlegar undantekningar frá einhverjum vinnutilgátum, þartnig að ekki hefðu allar farsóttimar verið faraldrar af kýlapest," svo vitnað sé í Scott og Duncan.17 I riti sínu, Menning og meinsemdir, vitnar Jón Steffensen prófessor í Shrewsbury varðandi tengsl kýla- pestar og lungnapestar: [í riti Shrewsburysj er gengið út frá því að lungnapest geti ekki myndað sjálfstæða faraldra, sem teljandi séu, nema í samfloti við kýlapest, sem sé það form pestar- innar, sem ráði eðli faraldranna. ... Haldleysi þessara forsendna mun koma síðar í ljós, en það er auð- sætt, að ættu þær við rök að styðjast, þá væri ekki um pestar- faraldra að ræða á íslandi.18 Jón Steffensen rekur svo haldleysi forsendna Shrewsburys, enda er þetta haldleysi skilyrði þess að lungnapest geti hafa dreifst við þær aðstæður sem ríktu á íslandi á 15. öld: Pestarsýkillinn þolir illa þurrk og hita, svo að þurrt ryk kemur ekki til greina sem smitunarleið, en sýklar, sem huldir eru í slími öndunar, hafa í því nokkra vörn gegn innþornun. í röku og köldu lofti geta slíkir úðadropar geymt lifandi sýkla vikum og mánuðum saman, sérstaklega ef frost er. Við íslenzkar aðstæður er því vel mögulegt, að lifandi pestarsýklar geti verið í örfínum úðadropum á t.d. rúm- og íverufatnaði löngu eftir lát sjúklingsins, en dropamir þyrlist upp og berist niður í lungu þess, er ætlaði t.d. að jarðsetja líkið. Meðgöngutími pestar er 2-12 dagar, og oftast skemmri en vika, svo að á þeim tíma getur sá, er smitazt hefur, ferðazt landsfjórð- unga á milli, en ekki yfir íslands ála. Það verða því ekki séð nein líffræðileg vandkvæði á því að lungnapestarfaraldur hafi getað gengið á íslandi.18 Jón Steffensen og flestir aðrir sem skrifað hafa um pestarfaraldrana á Islandi ganga út frá tvennu: í fyrsta lagi að sama plága hafi gengið hérlendis og í Evrópu á miðöldum, og í öðru lagi að sýkillinn hafi í öllum tilvikum verið Yersinia pestis. Þvert ofan í þá sannfæringu margra þeirra sem best hafa kynnst kýlapest (og afbrigði hennar, lungnapest- inni), að pest í mönnum af völdum Y. pestis geti hvorki komið upp né haldist við án þess að sýkillirtn sé til staðar í stofni villtra nagdýra, reyna menn að finna mögulegar (og stundum ómögulegar) skýringar á því að lungnapest hafi hér, í rottu- lausu landi, geisað tvisvar og banað verulegum hluta íbúanna. Karl Skírnisson hefur nýlega skrifað um rottur og flær og þátt þeirra í dreifingu pestar.20 Þetta er mjög greinargott yfirlit um ein- kenni,8 útbreiðslu og smitleiðir pestar af völdum Yersinia pestis nú á tímum, auk þess sem greint er frá svartadauðafaröldrum fyrri tíma. Eins og flestir sem um þetta hafa fjallað, gerir höfundur ráð fyrir að þessi sýkill hafi valdið öllum pestarfaröldrum fyrr og síðar, og mér sýnist að margt í frásögn hans sé leit að skýringum á smitburð- inum hérlendis á þeirri forsendu. Hann nefnir til dæmis, réttilega, að húsamýs sýkjast auðveldlega af pest. Ég hef ekki kynnt mér þær heimildir sem Karl tilgreinir, en í greininni nefnir hann engin dæmi þess að mýs hafi nokkurs staðar í heimi, fyrr eða síðar, staðið undir pestarfaraldri í mönnum, og ég hef ekki heldur neins staðar séð frá því skýrt. Við lauslega leit á netinu fann ég eitt dæmi þess að manna- flær hafi átt virkan þátt í að breiða út pest í mönnum; það var í Yunnan í Kína. Aðrir leggja áherslu á að þær séu slakar ferjur (poor vectors) við að færa pestarsýkla frá manni til manns. Þegar Karl Skírnisson nefnir mýs og mannaflær sem hugsanlega milliliði við flutning svartadauða- smits milli manna á íslandi er það vissulega hugsanlegt, en að mínu mati harla ósennilegt til að skýra útbreiðslu farsótta sem í tvígang urðu um helmingi íbúa í strjálbýlu landi í köldu loftslagi að aldurtila. En á meðan gengið er út frá þeirri forsendu að svartadauðafaraldrarnir í Evrópu - og þar með einnig á Islandi - hafi orsakast af Yersinia pestis, verður að sjálfsögðu að finna einhverja skýringu á dreifingu sýkinnar í rottulausu landi, þótt g Karl Skírnisson talar réttilega um blóðsýkingu (septicemic [plague]) sem þriðju sjúkdómsmynd pestar (ásamt kýlapest og lungnapest), þegar bakterían lifir í blóðrás án þess að ígerðir nái að koma fram í eitlum. Scott og Duncan flokka þetta form sem afbrigði kýlapestar, enda eru smitleiðir þær sömu, en kalla skæðu svartadauðafaraldrana á miðöldum haemorrhagic plague (sem hér er þýtt blóðpest) og telja hana (eins og sá sem þetta skráir) af gerólíkum uppruna. 8

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.