Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 11
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
--------------Hogson
..............► Til Kendal og Carlisle
Í2. mynd. Leið plágunnar vestur yfir Norður-England um skarð í Pennínafjöllum
1597-98. Punktuðu útlínurnar afmarka land í yfir 500 metra hæð. Strikálínan
auðkennir leiðina sem Hogson hefur trúlega farið.
13. mynd. Fjöldi plágudauðra manna sem
jarðsettir voru í hverjum mánuði í
Penrith í plágunni sem hófst í september
1597. Fáir létust um lmustið og sóttin lá
að mestu niðri yfir veturinn, en hún tók
sig aftur upp um vorið og var í hámarki
sumarið 1598.
menn séu ekki sammála um skýr-
inguna. Jón Steffensen telur að
svartidauði hafi gengið hér sem
lungnapest, en Karl Skírnisson
dregur það í efa og hallast í þess stað
að því að hérlend nagdýr og skordýr
hafi ferjað sýkilinn á milli lands-
manna.
Breskur dýrafræðingur, Graham
Twigg, sérfræðingur í nagdýrum og
sér í lagi rottum, birti árið 1984
úttekt á fyrsta svartadauðafaraldrin-
um í Evrópu, 1347-1350, The Black
Ðeath: A Biological Appraisal, og
kemst að þeirri niðurstöðu að þar
geti ekki hafa verið kýlapest á ferð, og
mun fyrstur manna hafa haldið
þeirri skoðun opinberlega fram.
Skýringar hans á eðli pestarinnar
hafa hins vegar ekki staðist, og
menn hafa að mestu leitt rök hans
hjá sér, eða eins og sagnfræðingur-
inn R. S. Bray orðar það: „Það má
margt að málflutningi Twiggs finna,
og væri þreytandi að telja það allt
upp."21
Rannsóknir Scotts OG
Duncans
Árið 1990 var Susan Scott að kafa
niður í sögu lítils samfélags, Penrith,
frá sextándu öld og fram á þá
nítjándu. Penrith er smáborg við ána
Eden, sem rennur um Edendal í
Vatnahéraðinu á Englandi, rétt
sunnan við landamæri Skotlands.
Scott fór að rekja gang pestarfarald-
urs sem gengið hafði í héraðinu á
árunum 1597-1598. Pestarinnar er
fyrst getið í hafnarborginni New-
castle, þar sem hún herjar sumarið
1597, og virðist hafa borist þangað
sjóleiðis frá meginlandi Evrópu (12.
mynd). Síðan berst hún eftir þjóð-
veginum suður til Durham og þaðan
til Darlington og Richmond. Til Pen-
rith kemur pestin svo með aðkomu-
manni, Andrew Hogson, trúlega
austan að, og hann andast úr veik-
inni og er jarðsettur hinn 22. septem-
ber.
í kirkjubókum Penrith er ná-
kvæm skrá um útfarir í borginni.
Samkvæmt reglum þessara tíma á
Bretlandi auðkenndu prestar útför
þeirra sem létust af plágunni með P
9