Náttúrufræðingurinn - 2005, Síða 12
Náttúrufræðingurinn
Tími smitunar
(fyrir pestilence). Og í kirkjubókum
má lesa eftirfarandi:
Útfaraskrá Penrith 1597
September
22. Andrew Hogson, aðkomumaður.
Hér hófst plágan (Refsing Guðs) í Penrith.
Nú leið nokkur tími án þess að
fleiri létust úr plágu í Penrith og
íbúar hafa trúlega verið farnir að
vona að hættan væri liðin hjá. En
hinn 14. október, 22 dögum eftir út-
för Hogsons, er jarðsett Elisabeth
Railton, dóttir Johns Railtons hnífa-
smiðs. Andrew Hogson hafði búið
hjá Railtonfjölskyldunni, hjónum og
tveimur uppkomnum bömum, þar
til hann lést. Hitt bamið, sonurinn
John Railton, tók sóttina og hann var
jarðaður 20. október. Fjómm dögum
síðar, hinn 24. október, er útför
húsbóndans, Johns Railtons, skráð í
kirkjubækur. Húsfreyjan Mabel fór
svo sömu leið en ekki fyrr en 4.
nóvember. Öll lést Railtonfjölskyld-
an af pest. I nóvember og desember
eru 22 menn jarðaðir pestardauðir í
Penrith, enginn í janúar og einn í
febrúar.22
í lok 16. aldar ríkti „litla ísöldin" og
vetur vom óvenjulangir og harðir.
Húsakynni í Edendal vom köld eins
og víðar á Bretlandi og eldsneyti og
hlífðarfatnaður af skomum skammti,
svo pestarsýkillinn breiddist lítt út.
En svo magnaðist sóttin, náði há-
marki um sumarið og hvarf loks í
byrjun árs 1599 (13. mynd). í Penrith
voru samkvæmt kirkjubókum að
mati Scotts um 1350 íbúar fyrir
pestina, og nær helmingur þeirra
Sjúkdómseinkenni
koma fram
Bati eða andlát
virðist hafa látist af hertnar völdum.
Hinn 6. janúar 1599 er síðasta
pláguútförin skráð í útfaraskrá
Penrithborgar, og við færsluna
standa þessi orð: „Hér laukplágunni."
Vandamál
Það vakti athygli Scotts, og ekki
síður Duncans, hve langur tími leið á
milli dauða Hogsons, sem bar smitið
til Penrith, og Elisabethar Railton,
sem fyrst smitaðist af honum. Þetta
kemur ekki saman við reynslu
martna af háttemi kýlapestar, þar
sem meðgöngutími er stuttur, lík-
lega ekki lengri en fimm dagar1' og
smittíminn enn styttri.
Þetta varð til þess að þau Scott og
Duncan fóru að rannsaka svarta-
dauðafaraldrana í Evrópu og upp-
götvuðu þá margt af því sem hér er
rakið. Áður en lengra er haldið skal
stutt grein gerð fýrir fáeinum atriðum
sem eirtkenna smitsjúkdóma.
Meðgöngutími, biðtími
og smittími
Gangi allra smitsjúkdóma má skipta
í þrjú tímaskeið, sem oft skarast.
Lengd þeirra og innbyrðis afstaða
fer eftir því hver sjúkdómurirtn er
(14. mynd).
Meðgöngutíminn líður frá því að
einstaklingurinn smitast þar til
eirtkenni sjúkdómsins koma í ljós. Á
meðgöngutíma virðist sjúklingurinn
með öðrum orðum heilbrigður.
Annað skeið, sem líka hefst við smit-
un, er biðtíminn. Þá er sýkillinn að
fjölga sér í líkama sjúklingsins, sem
er enn ófær um að smita aðra. Á eftir
biðtíma tekur við smittími, þegar
sjúkdómurinn getur borist til
artnarra og smitað þá.
Ef biðtími sjúkdóms er styttri en
meðgöngutímirtn (sbr. 14. mynd),
verður sýktur einstaklingur smit-
andi áður en einkenni sjúkdómsins
koma í ljós og hartn getur því óvit-
andi smitað aðra. í öðrum sjúk-
dómum verður sjúklingurinn ekki
smitandi fyrr en einkenni sjúk-
dómsins eru komin fram. Þetta
dregur úr líkunum á smiti meðal
manna sem þekkja gang sjúkdóms-
ins.
Margir algengir sjúkdómar smit-
ast frá martni til manns áður en
sjúkdómseinkenni gera vart við sig,
svo sem mislingar, hettusótt, rauðir
hundar og hlaupabóla. Kíghósti og
bamaveiki eru aftur á móti dæmi
um sjúkdóma þar sem biðtíminn er
lengri en meðgöngutíminn, svo smit
berst ekki fyrr en eftir að smitberinn
er orðinn veikur. Meðan barnaveiki
var algeng dánarorsök barna gat
glöggur læknir stöðvað útbreiðslu
sýkinnar með því að setja sjúk börn í
sóttkví strax og sjúkdómsgreining
var staðfest.
Sagan lesin úr kirkjubdkum
Penrithborgar
Þau Scott og Duncan röktu smitið á
milli einstaklinga í Penrith í upphafi
faraldursins haustið 1597 út frá
kirkjubókum og komust þannig að
því hve langt leið frá smitun til
andláts sjúklings. Margir þeir sem
pláguna tóku sömdu erfðaskrá
þegar þeir urðu sýkinnar varir og út
frá því, og hvenær sjúklingur hafði
smitast, mátti reikna meðgöngutíma
plágunnar hjá þessum mönnum.
Útkoman reyndist þessi:
• Biðtími: 10-12 dagar.
• Smittími áður en einkenna
veikinnar verður vart: 20-22
dagar.
• Meðgöngutíminn er þar með
um 32 dagar.
• Meðaltími frá því að sjúkdóms-
Biðtími
Smittími
14. mynd. Gangur smitsjúkdóms sem berst beint á milli manna. Tíminnfrá smitun þar
til maðurinn veikist kallast meðgöngutími. Á biðtíma getur hann ekki smitað aðra.
h Þessi tala er sótt til Scotts og Duncans. Jón Steffensen19 tilgreinir meðgöngutíma pestar sem 2-12 daga en oftast skemmri en viku. Karl Skírnisson20 telur að
meðgöngutíminn sé „yfirleitt 2-7 dagar og að minnsta kosti helmingur þeirra sem smitast deyr eftir 2-4 daga".
10
J