Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 14
Náttúrufræðingurinn formi lungnapestar, án milli- göngu nagdýra og flóa, standast ekki að mati flestra þeirra sem rannsakað hafa nútíma kýla- pestarfaraldra. • Dánartala af kýlapest hefur hvergi greinst nema brot af því sem þekktist í svartadauða- faröldrum miðalda. • Svartidauði barst á tæpum þremur árum sunnan frá Sikiley norður undir heimskautsbaug. Óhugsandi er að nagdýr og flær þeirra beri sjúkdóm svo langan veg yfir land á þeim tíma, enda ber samtímaheimildum saman um að um beina smitun á milli manna hafi verið að ræða. • Smitun á löngum meðgöngu- tíma, áður en nokkur sjúkdóms- einkenni koma fram, kemur ekki heim við reynslu manna af kýla- og lungnapest. Niðurstaða Scotts og Duncans er þessi: Út frá allri þeirri vitneskju sem blasir við verður ekki hjá því komist að álykta að blóðpest hafi verið allt arrnar sjúkdómur en kýla- pest. Þegar frá er talin sú staðreynd að stækkaðir eitlar og þroti undir húð einkennir báða þessa sjú- kdóma, er erfitt að benda á neitt óservnilegra en Yersinia pestis sem þann sýkil er valdið hafi blóðpest.27 Rottulaust land Fyrir um hálfri öld, á háskólaárum mínum í Svíþjóð, las ég Pláguna eftir Albert Camus.28 Sú lesning beindi huga mínum að því hversu ólíklegt væri að sú plága sem þar er Iýst hefði geisað hérlendis, í rottulausu landi. Kominn heim að námi loknu kynnti ég mér málið betur og rakst fljótlega á það að þeir sem best skil kunnu á nýlegum plágum af kýla- og lungnapest töldu, eins og hér hefur komið fram, að faraldrar þeirra gætu hvorki komið upp né haldist við án þess að sýkillinn væri til staðar í stofni villtra nagdýra. Á þessu vakti ég athygli í útvarpserindi árið 1965 og síðar í blaðagrein.8 Fram að því sýnist mér að fáir sem skrifuðu um pláguna á Islandi hafi leitt hugann að þætti rottu í útbreiðslu pestar - og að rottuleysi á íslandi á miðöldum. Ég hafði hvorki þekkingu né dirfsku til þess að draga í efa að Yersinia pestis hefði kallað fram svartadauðaplágurnar í Evrópu og sá ekki aðra skýringu líklegri en þá að plágan á Islandi hefði verið frábrugðin þeim. Þetta þótti flest- um fræðimönnum hérlendis, lækn- um jafnt sem sagnfræðingum, með ólíkindum (og það með réttu, eins og nú er komið fram) og teygðu og toguðu skýringar um eðli plág- unnar til að sannfæra sig og aðra um að bráðsmitandi kýla- eða lungnapest hefði náð að leggja talsverðan hluta íbúa þessa dreifbýla og torfæra lands að velli í tvípang. Islenskir sagnfræðingar hafa nýlega látið þetta mál til sín taka. Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson birtu um það grein í íslensku riti29 og Gunnar hefur síðan gert því ítarlegri skil í erlendu miðaldasagnfræðiriti.30 Þar lýsir hann því, samviskusamlega miðað við þær forsendur sem hann gengur út frá, að hér hafi tvisvar gengið svartidauði í rottulausu landi, enda er Gunnar í greininni að hafna því sem Norðmaður, Ole Jorgen Benedictow, heldur fram, að þar eð pestin hafi herjað á íslandi hljóti þar að hafa verið rottur á 15. öld. Lokaorðin í grein Gunnars eru: Markmið mitt er einkum að sýna fram á að plágufaraldrar á mið- öldum, bæði á íslandi og [annars staðar] í Evrópu, gátu herjað án milligöngu svartrottu. Ef sóttin gat geisað á íslandi í nítján mánuði og lagt að velli um helming landsbúa, án þess að þar væru rottur, gæti það líka hafa gerst annars staðar.31 Undir þessi orð hlýt ég að taka. Benedictow færir það meðal annars sem rök fyrir því að plágurnar á Islandi geti ekki hafa verið lungnapest, að í stærstu farsótt slíkrar pestar sem sögur fara af, í Mansjúríu 1910-11, hafi aðeins farist um 0,4% af íbúum landsins, eða 50.000 af 12 milljónum. Um þetta segir Gunnar: I bók sinni' tekur hann [Benedict- ow] að minnsta kosti sex sinnum fram, að í skæðasta faraldri [af lungnapest] sem sögur fara af, í Mansjúríu 1910-11, hafi aðeins farist um 0,4% íbúanna, þótt skilyrði til útbreiðslu sýkinnar væru með eindæmum hagstæð. Hún kostaði 60.000 martns lífið, þar af 50.000 af 12 milljón íbúum Mansjúríu. Það virðist hafa farið framhjá Benedictow, að nákvæm- lega sami vandi kemur upp varð- andi kýlapestarfaraldra nú á tím- um [within the current pandemic]. Samkvæmt Twigg var hæsta árleg dánartala í plágufaraldri síðan 1896, sem hlutfall af íbúatölu, á Ceylon 1914—17, eða 0,305%. f far- sóttinni á Indlandi 1896-1917 létust „aðeins" um tíu milljónir af 329 milljón íbúum landsins. Heildardánartalan er um 3%, sem deilist á rúmlega tvo áratugi. Twigg tekur farsóttina í Mansjúríu 1910-11 ekki með í samantekt sinni. Hefði hann gert það, og deilt 0,4% dánartölu á tvö ár, yrði útkoman næstskæðasta plágu- farsóttin á þessari öld, miðað við fjölda látinna á ári sem hlutfall af íbúatölu. 32 En hefur ekki eitthvað farið framhjá fleirum en Benedictow? Er ekkert einkennilegt við það að sýki, sem á miðöldum drap um helming íbúa á íslandi (og víðar í Evrópu), skuli hvergi verða fleirum en um 0,3% af íbúum nokkurs lands að bana á ári á tuttugustu öld? i O. J. Benedictow. Plague in llie Late Medieval Nordic Countries. Epidemiological Studies. Oslo 1992. 12

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.