Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 15

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 15
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Ég held að hér eigi við það sem Arthur Conan Doyle lagði í munn frægustu sögupersónu sinni, Sher- lock Holmes: Þegar einhver staðreynd er í and- stöðu við langa röð ályktana, þá reynist ævinlega hægt að finna á henni aðra skýringu.33 Veira EÐA BAKTERÍA? Árið 2000 greindu fræðimenn við háskóla í Marseille frá því að þeir hefðu í kviku tanna úr pestar- dauðum mönnum í Provence greint erfðaefni úr Yersinia pestis. Alan Cooper, forstöðumaður rannsókna- stofu fornra lífsameinda (Ancient Biomolecules Centre) við Oxford- háskóla, vefengdi niðurstöður Frakkanna árið 2003. Hann telur aðferðir þeirra orka tvímælis, meðal annars af því að sýnin hafi mengast við meðferðina, auk þess sem grunsamlegt sé að leifar bakterí- unnar greindust í langflestum sýn- unum, en svo vel varðveitist DNA yfirleitt ekki við þær aðstæður sem hér ræðir um. Engar sönnur eru heldur fyrir því að sýnin séu úr líkum manna er dáið hafi úr svarta- dauða, auk þess sem allmörg þeirra voru jarðsett í Marseille 1722, en þá var tími eiginlegra plágufaraldra í Evrópu á enda, en kýlapest úr rottum gekk í borginni. Cooper og samstarfsmenn hans hafa, með aðferðum sem þeir telja trúverðugar, leitað að erfðaefni í tönnum fjölda pestardauðra manna á Bretlandi, í Frakklandi og Dan- mörku, en hvergi fundið DNA úr Yersinia pestis.M Þetta sannar raunar hvorki né afsannar neitt, eins og Cooper benti réttilega á. Undir lok 20. aldar breiddist ný farsótt út um mikinn hluta heims, alnæmi. Það vakti athygli að all- margir hvítir menn - búsettir í Evrópu eða ættaðir þaðan - taka þá plágu seint eða ekki þrátt fyrir lífs- hætti sem stuðla að smitun. í ljós kom að þessir menn höfðu í litn- mgum sínum ákveðna stökkbreyt- 'ngu. Menn sem erft hafa stökk- breytta genið frá báðum foreldrum virðast helst ekki taka alnæmi, en þeir sem eru bæði með stökkbreytt og eðlilegt gen taka sýkina seint.35 Ef ný stökkbreyting er berendum sínum ekki til gagns í lífsbaráttumii, hverfur hún að mestu úr stofninum þegar fram líða stundir. Hvaða gagn gat hafa verið að stökkbreytingu sem veitti vernd gegn alnæmi, áður en veikin fór að herja á menn? Senni- leg skýring er að hún hafi varið menn öðrum sjúkdómi eða sjúk- dómum. Sameindaerfðafræðingar hafa leitt líkur að því að þessi stökk- breyting, sem auðkennd er CCR5- Á32 (eða einfaldlega „delta-32"), hafi fyrst komið fram í Evrópu fyrir um 2000 árum.j Fyrir um 700 árum hafi svo einhver breyting á lífs- háttum manna í Evrópu orðið til þess að tíðni stökkbreytta gensins stórjókst. Líkast til hefur þetta verið einhver stórskaðleg farsótt - og þá kemur svartidauði sterklega til greina.36 Þetta kemur heim og saman við það að í fyrstu plágunum, um miðja 14. öld, veiktust og dóu nær allir sem komust í snertingu við sýkilinn, en þegar á leið virðast sífellt fleiri hafa lifað af, þótt þeir væru innan um pestarsjúklinga. Þetta hefur verið nefnt sem ein ástæða þess að far- sóttin dó út í Evrópu. Haustið 1665 gaus eitt síðasta plágutilvikið í sögu Bretlands upp í smábæ á Norður-Englandi, Eyam. íbúamir tóku þá hetjulegu ákvörðun að setja bæinn í sóttkví, og tókst með því að koma í veg fyrir frekari út- breiðslu plágunnar. Þeir fengu nauðsynjar sendar frá nágrannabæ. Af greinargóðum kirkjubókum má ráða að nokkrir lifðu pláguna af þótt grannar þeirra hryndu niður. Sam- eindaerfðafræðingar greindu í upp- hafi 21. aldar delta-32-stökkbreyting- una í konu í Eyam sem er afkomandi eins þeirra sem komust af.37 Það er vissulega ekki fín statistík sem styðst aðeins við eitt tilvik, en fleira bendir til þess að tengsl séu á milli arfgengs þols gegn svartadauða og alnæmi. Og slík tengsl vekja spumingar um eðli pestarinnar: Það mælir gegn því að delta-32 hafi breiðst út sem vörn gegn kýla- pest að stökkbreytingin greinist aðeins í mönnum sem eiga ættir að rekja til svæða í Evrópu þar sem svartidauði geisaði á miðöldum, en þekkist ekki í Austurlöndum eða í Afríku sunnan Sahara, þar sem nagdýraplágan hefur oft lagst á menn og gerir enn. Önnur röksemd vegur þó þyngra: I yfirborði frumna em op eða rásir með ákveðinni sameindagerð sem veirur nota til imigöngu í frum- urnar. Ein gerð þessara rása (CCR5) er farvegur alnæmisveirunnar, HIV, og raunar fleiri gerða af veirum, inn í frumur manna. CCR5-Á32-stökk- breytingin breytir farveginum þamúg að hann er ekki lengur fær þessum veirum. Engar sjúkdóms- bakteríur fara um rásir af þessu tagi inn í frumur. Þetta bendir til þess að svartidauði hafi verið veirusjúk- dómur. En hvaða veira? Þar sem blóðpest hvarf úr Evrópu fyrir einum þremur öldum, og þekk- ist nú hvergi í heiminum, verður ekkert sagt með vissu um það hvaða sjúkdómur hafi verið á ferð. Annað veifið gjósa upp skæðir veiru- sjúkdómar, margir á afskekktum hitabeltissvæðum í Afríku. Sumir einkennast þessir sjúkdómar af vefjaskemmdum með miklum blæð- ingum, og miima um það á miðalda- pestina. Af þessum veirublóðsóttum (viral haemorrhagic fevers) má nefna lassa-, ebola- og marburgsýki, sem hafa borist í menn úr stofnum villtra dýra. Sem betur fer hefur enginn þessara sjúkdóma náð verulegri út- breiðslu, en Scott og Duncan færa fyrir því rök að blóðpestin hafi orsakast af óvenjuskæðri veiru af þessu tagi, sem liggi nú í felum í ein- hverjum stofni dýra, trúlega í Afríku, og geti átt eftir að brjótast þaðan út og valda á ný ómældum usla meðal manna. Um það verður ekki fjallað hér. j Þessa tölu nefna Scott og Duncan. Samkvæmt öðrum heimildum kom stökkbreytingin fram fyrr, eða fyrir um 4300 árum. 13

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.