Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 27

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 27
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags strengi (veinlets) innan blaðreita eru þeir einfaldir eða klofnir. Smástrengjakerfið við blaðröndina er bogamyndað, þar sem strengir tengjast eða sameinast og mynda marga litla boga. Lögun blaðanna, strengjakerfið og blaðröndin eru einkennandi fyrir blöð sem tilheyra vænghlyn (Acer sp. aff. askelssonii). Blöðum af þessari gerð hefur verið lýst áður úr jarðlögum hér á landi og hafa fundist í setlögum frá mið- til síð- míósentíma og eru 10-6 milljón ára gömul. Árið 1983 var lýst hlyn- blöðum frá Mókollsdal (9-8 millj. ára) og Hreðavatni (7-6 millj. ára) sem voru talin til vænghlyns (A. sp. aff. askelssonii).8 Áður höfðu blöð af þessari gerð verið talin til fleiri en einnar tegundar. Árið 1972 var blaði frá Mókollsdal sem talið var tilheyra oddhlyn (A. cf. tricuspidatum Bronn)6 lýst stuttlega en nánari rannsóknir sýndu að það tilheyrir einnig væng- hlyn. Svisslendingurinn Oswald Heer3 lýsti blaði úr setlögunum við Hreðavatn sem hann taldi til platan- viðar (Platanus aceroides Goeppert). Endurskoðun á þessu blaði stað- festir hins vegar að blaðið tilheyrir vænghlyn. Rússinn Mikael A. Akhmetiev og samstarfsmenn hans12 lýstu hlynblaði úr sömu setlögum og töldu það tilheyra Acer sp. ex sect. Platanoidea Pax. Endur- tekin rannsókn á því hefur einnig leitt í ljós að það er af sömu tegund °g hér hefur verið lýst og því er það mi talið til vænghlyns. Þá hefur blöðum af þessari gerð verið lýst úr setlögum við Hreðavatn13 og voru þau nefnd Acer sp.2 Að lokum skal nefnt að Friðgeir Grímsson5,9 fann þessa sömu blaðgerð í setlögunum við Hreðavatn og taldi þau tilheyra vænghlyn. Þegar blöð vænghlyns eru borin saman við blaðgerðir útdauðra hlyn- tegunda kemur í ljós að besta sam- svörun er við hvítfuglahlyn (A. ivhitebirdense) þegar litið er til forms- ins. Hvítfuglahlynur hefur fundist í vesturhluta Norður-Ameríku, í setlögum frá ár- til síðmíósen.11 Utlínur blaðanna, strengjakerfið og einkenni blaðrandarinnar (smáæða- kerfið og lögun tanna) eru mjög líkar en þó ekki nákvæmlega eins. Það er einnig eftirtektarvert að blöð af hvítfuglahlyn hafa fundist með mjög stórum vængaldinum. Þau hafa mörg sameiginleg einkenni með aldinum vænghlyns (A. askelssonii) sem finnast í sömu setlögum og lauf- blöð tegundarinnar. Þegar blöð vænghlyns eru borin saman við blöð núlifandi hlyntegunda má sjá flest sameiginleg einkenni með sykur- hlyn (A. saccharum Marsh) sem vex í Norður-Ameríku og broddhlyns (A. platanoides Linné) sem vex í Evrópu og Asíu. Steingerðu blöðin eru svipuð að stærð og lögun og blöð þessara núlifandi tegunda og blaðröndin, tennurnar og strengja- netið er eirtnig mjög líkt. Þó eru frávik það mikil að ekki er hægt að telja vænghlyn til þessara núlifandi tegunda. Hins vegar bendir allt til þess að tegundimar séu náskyldar eða þá að um samhliða þróun hafi verið að ræða og þessar tegundir hafi fengið keimlíkt útlit þar sem þær lifðu í svipuðu umhverfi við sambærilegar aðstæður. Plöntusamfélög OG DREIFING VÆNGALDINA A SÍÐTERTÍER Á ÍSLANDI Vængjuð aldin álms, vænglmotu og vænghlyns sem finnast í síð- tertíerum setlögum á Islandi eru eins og áður sagði óvenjustór, með stór fræhús og vængi. Ekki er óeðlilegt að í plöntusamfélagi á afmörkuðu landsvæði á nútíma eða úr setlögum frá tilteknu tímabili í jarðsögunni finnist tegund sem hefur óvenjustór aldin miðað við aðrar tegundir. Það sem vekur athygli er að fundist hafa að minnsta kosti þrjár tegundir sem eru með óvenjulega stórvaxin aldin og ennfremur að um er að ræða tegundir lítt skyldra ættkvísla, ætta og ættbálka. Greinilega er því ekki um að ræða sérhæfingu tegunda innan tiltekinnar ættkvíslar, þar sem þetta kemur fram hjá álmi, væng- hnotu og hlyn og virðist um að ræða viðbrögð við umhverfisaðstæðum. Ef litið er til plöntusamfélags sem fundist hefur í setlögum í Mókolls- dal (9-8 millj. ára) þar sem allar fyrrgreindar tegundir finnast, má sjá að meirihluti tegundanna hefur vindborin fræ. Má þar nefna tegundir sem tilheyra furu (Pinus), greni (Picea), lerki (Larix), elri (Alnus), birki (Betula), víði (Salix), álmi (Ulmus), vænghnotu (Ptero- carya) og hlyn (Acer).6,12,8 Þar eru eirvnig nokkrar tegundir sem dreifa fræjum sínum með dýrum eða að fræin falla rétt við rætur móður- plöntunnar og berast stuttar vega- lengdir, eins og raunin er með hesli (Corylus), vallmotu (Juglans), beyki Tegund Útbreiðsla (nútíma) Stærð vængaldins (mm) Stærð fræhúss (1/b í mm) Hlutfall milli fræhúss og vængjar Lögun fræhúss Yfirborð fræhúss A. saccharinum Norður Ameríka 30-50 8-15/4-8 1:3 eða minna lensulaga margrákótt & Toðið A. whitébirdense N-Ameríka (míósen) 45-80 10-24/5-16 1:2 til 1:3 breiðlensulaga 5 til 7 rákótt Acer askelssonii ísland (míósen) 50-90 10-35/10-20 um 1:2 breiðlensulaga margrákótt & loðið tafln. Útbreiðsla og helstu einkenni aldina núlifahdi og útdauðra hlyntegunda sem líkjast mest þeirri tegund sem fundist hefur í setlögumfrd síðtertíer á íslandi. - Distribution and characteristics ofwinged samaras of rccent and extinct species ofmaple compared w'th the large samara from Upper Miocene deposits in Iceland. 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.