Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 28
N áttúrufræðingurinn
(Fagus), eik (Quercus) og topp
(Lonicera).6,12 Á þessum tíma í jarð-
sögu landsins dreifðust fræ greini-
lega að mestu leyti með vindi sem
bar vængaldin til nýrri staða. Þó að
vindur hafi verið ráðandi þáttur skal
þess getið að leifar smávaxins
hjartardýrs hafa fundist í síðtertíer-
um setlögum á Norðausturlandi
sem sýnir að hér voru landspen-
dýr.14 Þau gætu hafa hjálpað til við
dreifingu ákveðinna trjátegunda
með því éta fræ þeirra eða að fræin
hafi loðað við líkama dýranna og
þau borið fræin burt frá móður-
plöntunni.
Dreifing fræja og aldina á
síðtertíer á Islandi virðist engu að
síður hafa gerst að mestu leyti með
vindi og vængir því gert aldinum
auðveldara að svífa eða „fljúga" burt
frá móðurplöntunni. Vængirnir
virka eins og skrúfa sem knýr fræið
áfram með hjálp loftstreymis,
einkum í vindhviðum. I náttúrunni
eru plöntur sem dreifast með vindi
mest áberandi á vindasömum
landsvæðum. Venjulega eru það
aðeins létt fræ eða aldin sem berast
langa vegalengd, en þar sem vindur
er mikill geta þung fræ og aldin
einnig borist lengra. Vængaldinin
sem hér um ræðir verða að teljast
frekar stór og þung. Þegar slík
vængaldin losna frá móðurplönt-
unni er sú vegalengd sem þau berast
háð hæð þeirra frá jörðu þegar þau
losna frá plöntunni. Vængaldin sem
eru efst á tré berast vegalengd sem
svarar um það bil til hæðar trésins
þegar vindur er lítill sem enginn.15
Þau vængaldin sem sitja hæst berast
því að jafnaði lengst. Þegar aldin
losnar af móðurplöntunni verður
það fyrir loftmótstöðu og lögun
vængs ásamt staðsetningu fræhúss,
eins og t.d. hjá hlyn, veldur því að
aldinið fer að snúast og svífur
töluverða vegalengd frá trénu í
staðinn fyrir að falla beint til jarðar.
Um leið og vindur eykst feykjast
vængaldin mun lengri leið og lenda
miklu fjær móðurplöntunni. Væng-
aldin berast ekki endalaust í loftinu
og flest þeirra fljúga eða svífa frekar
stuttar vegalengdir. Þau geta samt
sem áður borist lengra frá móður-
plöntunni eftir að þau eru lent á
jörðinni. Vængurinn gerir það að
verkum að vindur feykir þeim áfram
eftir jörðinni. Slík aldin eru gjaman
nefnd „hlauparar".15 í mörgum
tilvikum er þessi jarðlægi vindflutn-
ingur meiri og ef til vill mikilvægari
en flutningur í lofti. í þéttvöxnum
plöntusamfélögum em plöntur sem
aðallega nota vind til að dreifa
fræjum og aldinum áberandi úti við
jaðarinn, t.d. við mörk skóglendis
þar sem vindur á auðvelt með að
komast að plöntunum, einnig eru
þær áberandi á opnum svæðum inni
í skóglendi, kringum vötn og læki í
giljum og daladrögum, þar sem
vindur nær að hrífa fræ plantnanna
með sér. Þó að plöntur með vind-
dreifingu séu mest áberandi á jaðar-
svæðum eru þær einnig í skógar-
þykknum. Þar vaxa þær helst í
fjölkróna plöntusamfélögum og
fjölgar vindbornum tegundum svo
og einstaklingum hlutfallslega með
hæð frá jörðu. í skógarþykknum eru
þær tegundir sem nota vind til
dreifingar aldina því líklegri til að
verða hávaxnari en tegundir sem
ekki reiða sig á vind.
Samhengi virðist vera á milli
stærðar fræja hjá ákveðinni tegund
og þess hvað hún verður fyrir miklu
áreiti eða hvað hún lendir í mikilli
samkeppni, þannig að þær tegundir
sem lenda í mestri samkeppni fram-
leiða að jafnaði stærstu fræin.
Næring sú sem geymd er í fræinu er
ætluð til þess að hjálpa kím-
plöntunni yfir fyrstu vaxtarskeiðin á
nýju gróðursvæði, þar sem plantan
getur vaxið sjálfstætt og er ekki
lengur háð móðurplöntunni um
næringu. Ekki er á vísan að róa með
næringu á nýju gróðursvæði og því
er fræið fullt af næringu til þess að
spírun geti átt sér stað og kím-
plantan nái að koma sér á fót áður en
ljóstillífun getur hafist. Stór fræ eru
almennt talin einkennandi fyrir
þéttvaxið og skuggsælt umhverfi16
og þau eru talin hafa ákveðið forskot
þegar aðstæður eru óhagstæðar
plöntuvexti, eins og t.d. takmörkuð
birta, lauffall eða þurrkar.17 Er það
talin meginástæða þess að stór og
næringarrík fræ þróuðust, þar sem
þau eiga meiri möguleika á að lifa af
í skugga og eru þrautseigari í
baráttu um vaxtarsvæði á skógar-
botnum á fyrstu vaxtarskeiðum
sínum.
Þar sem aldin og fræ á síðtertíer
hér á landi urðu sum hver óvenju-
stór má ætla að samkeppni hafi
verið mikil og baráttan um að koma
næstu kynslóð á legg hafi verið
frekar erfíð. Sjá má fyrir sér þykka
skóga á afmörkuðum svæðum þar
sem skuggi eða lífíl birta var ríkjandi
neðan trjákróna og ungar plöntur
áttu erfitt uppdráttar, því birta var af
skornum skammti og því erfitt að
hefja ljóstillífun. Við slíkar aðstæður
urðu plöntur með lítil fræ undir í
baráttunni og fræin og fræhúsin
tóku að stækka þar til þau náðu
þeirri risastærð sem raun ber vitni.
Laufskógaflákarnir á þessum tíma
voru líklegast bundnir við daladrög
og fjallahlíðar með vötnum og
lækjum. Gróðursvæðin hafa á
þessum tíma orðið fyrir sífelldri
röskun vegna eldgosa, sem bæði
brenndu plönturnar og grófu þær
undir glóandi hrauni. Erfitt hefur
verið fyrir gróður að ná fótfestu á
nýstorknuðum hraunum þar sem
jarðvegsþekja var lítil sem engin.
Þróun plöntusamfélaga á þessum
hraunum hefur eflaust farið í
gegnum nokkur stig, með smá-
vöxnum mosum, fléttum og burkn-
um í upphafi og síðan runnum eftir
því sem jarðvegsþekjan varð
þykkari eins og við þekkjum í dag.18
Laufskógaflákarnir hafa að mestu
leyti verið utan við þáverandi
rekbelti, þar sem eldvirkni var lítil,
en síðan teygt sig inn á svæði nær
gosbeltunum þar sem aðstæður
voru ekki með öllu óhentugar.
Fyrstu vaxtarskeið plöntunnar voru
ýmist á birtulitlum og myrkum
skógarbotnum eða á næringar-
snauðum svæðum eins og nýlegum
hraunum með litla jarðvegsþekju en
næga birtu. Líklegt er að plöntur hér
á landi hafi því þurft aukinn forða
eða næringu til að koma kím-
plöntunni upp og þannig þróað með
sér stærri fræ og fræhús, þar sem hér
var mikil samkeppni í skógar-
botnum og jarðvegur á nýlegum
26