Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 32
Náttúrufræðingurinn Fréttir Örnólfur Thorlacius tók saman Hvenær fóru menn að breyta LOFTSLAGINU? Það er flestra álit að loftslag á jörðinni fari nú hitnandi vegna aukningar á koltvíoxíði og fleiri gróðurhúsaloft- tegundum af manna völdum, að þessi þróun hafi hafist með iðnbyltingunni seint á 19. öld og færist nú í aukana vegna sívaxandi útblásturs frá vélknxinum farartækjum. Bandarískur haffræðingur og fyrrverandi prófessor í umhverfisfræðum við VirginíuháskóJa, William F. Ruddiman, telur að umsvifa manna hafi farið að gæta mun fyrr í loftslagi jarðar, eða fyrir einum 8000 árum, og skýringa megi leita í landbúnaði, sem þá var að breiðast út. Þegar bændur í Evrópu og Asíu ruddu víðáttumikil skóglendi imdir ræktarland jókst koltvíoxíð í lofti við það að C02 losnaði úr trjánum, hvort sem þeim var eytt í eldi eða skilin eftir til að rotna, auk þess sem skógamir bundu ekki lengur koltvíoxíð við ljóstillífun. Metan, CH4, enn máttugri gróðurhúsalofttegund, varð til þegar lífræn efni úr gróðri rotnuðu í botnlögum flæðilanda hrísakranna. Rök fyrir þessari tilgátu sækir Ruddiman einkum í borkjama í ís á Suðurskautslandinu. Af þeim má greina að bæði metan og koltvíoxíð hafi farið dvínandi í gufuhvolfinu frá ísaldarlokum, fyrir rúmum 10.000 ámm, þar til landbúnaður komst á skrið. Frá því fyrir um 8000 ámm mælist sívaxandi styrkur koltvíoxíðs í loftsýnum úr jökulísnum og metankúrfan fór að beinast upp á við fyrir einum 5000 ámm. Skipulegar breytingar á afstöðu jarðar og sólar, einkum á halla jarðmöndulsins, - en jörðin veltur líkt og skopparakringla sem er að komin að því að stöðvast, einn hring á 22.000 ámm (framsókn eða precession) - kalla fram breytingar á veðurfari, sem meðal annars birtist í reglubundnum sveiflum í C02- og CFþ-magni í fomum loftsýnum í jökulís. I lok fyrri jökulskeiða ísaldar dró vemlega úr magni þessara lofttegunda en nú ber svo við að kúrfumar fara að beinast upp - koltvíoxíð fyrir átta og metan fyrir fimm árþúsundum. Þetta rekur Ruddiman til umsvifa bænda, og bendir meðal annars á það að á tímum farsótta, svo sem þegar svarti dauði herjaði í Evrópu á miðöldum, hafi dregið úr C02-magni í borkjamasýnunum enda hafi landbúnaður þá að mestu lagst niður á plágusvæðunum. Ruddiman telur jafnvel að bændur hafi með um- svifum sínum komið í veg fyrir upphaf nýs jökulskeiðs og að þessi öra hlýnun muni halda áfram að minnsta kosti næstu tvær aldirnar, en þá verði nýtanlegar birgðir steingerðs eldsneytis í jörðu (kola og olíu) á þrotum. Engu treystist hann að spá um það hvort sú kólnun á loftslagi jarðar, sem á eftir komi, muni kalla fram nýtt ísaldarskeið. Sjá Hozv Did Humans First Alter Global Climate? eftir William F. Ruddiman. Scientific American, mars 2005, bls. 34-41. Bók um þetta efni eftir Ruddiman, Plozvs, Plagues and Petroleum: Hozv Humans Took Control ofClimate, er íprentun hjá Princeton University Press. Malaría eða krabbamein? í Afríku, einkum á svæðum þar sem malaría er landlæg, er í mönnum há tíðni gena, sem verja berendur sína þessum skæða og oft banvæna sjúkdómi, en afbrigðilegu genin ýta undir önnur mein og eru því fágæt þar sem malaría herjar ekki. Kennslubókardæmi um þetta er stökkbreytt gen, sem kallar fram sigðkomablóðleysi. Menn, sem erfa það frá öðm foreldri, em lítt næmir fyrir malaríu, en þeir sem arfhreinir em um genið em illa haldnir af blóðsjúkdómi og verða fæstir gamlir. Að vonum er þetta gen fátítt utan malaríusvæða, en arfleifðin segir til sín í ameríkumönnum af afrískum uppmna. Hjá svertingjum í Bandaríkjunum mælist tíðni sigðkomagensins hærri en í hvítum samborgumm þeirra en mun lægri en í frændum þeirra í Afríku, enda er líklegt að tíðnin fari lækkandi með tímanum þar sem engin er malarían. Sums staðar í Afríku er allmikið um afbrigðilegt gen, sem breytir fmmuhimnu rauðkomanna þannig að í hana vantar tiltekið prótín, DARC. Fyrir vikið á malaríusníkill af tegundinni Plasmodium vivax ógreitt um inngöngu í blóðkomin. Nú hafa vísindamenn í Ohio komist að því að DARC dregur úr vexti krabbameinsæxla. Þetta kann að skýra hvers vegna dánartala svartra bandarískra karla af völdum blöðruhálskrabba er um tvöfalt hærri en sam- bærilegra hvítra landa þeirra, en um 70% bandarískra blámanna hafa í sér stökkbreytta genið. Sjá Less malaria, more cancer. Nezv Scientist, 9. apríl 2005, bls. 15. 30

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.