Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 49

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 49
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Karl Gunnarsson „Taraskógvirnir ERU EINASTU SKÓGVIR í Föroyum" Titill greinarinnar er fenginn úr riti Færeyingsins Rasmusar Rasmussen um grasafræði sem kom út árið 19101 og vísar til mikillar grósku þörunga á botni sjávar við Færeyjar. Þó að mikilvægustu auðlindir sjávar við Færeyjar hafi alltaf verið fiskur, fugl og hvalur hafa þörungar einnig verið Færeyingum mikilvægir og voru nýttir í nokkrum mæli á eyjunum fyrr á öldum. Arið 1987 hófust umfangs- miklar rannsóknir á botn- dýralífi í kringum Færeyjar og gengu þær undir nafninu „BIOFAR".2 Upphaflegt markmið rannsóknanna var að skrásetja allar tegundir botndýra sem lifðu við Færeyjar. Til að byrja með beindust þær aðallega að dýralífi úti á land- grunni og í djúpum í kring. Árið 1994 var rannsóknunum á land- grunninu og djúpunum að mestu lokið og var þá hafist handa við rannsóknir á þörungum og botn- dýrum á grunnsævi og í fjörum um- hverfis eyjarnar.3,4 Samhliða teg- undagreiningum voru eirtnig gerðar athuganir á lífverusamfélögum á grunnsævi5 og áhrifum brimasemi á fjörulífverur.6 í þessari grein er fjallað um þörunga við Færeyjar og byggt á niðurstöðum BIOFAR- rannsóknanna, sem höfundur tók þátt í, sem og niðurstöðum eldri rannsókna. Einnig fylgir stutt um- fjöllun um þörunganytjar í Fær- eyjum. Fyrri rannsóknir A ÞÖRUNGUM Elstu heimildir um þörungaflóru Færeyja eru frá 1800.7 Dani að nafni Landt, sem var prestur í Færeyjum í lok 18. aldar, skrifaði lýsingu á mannlífi og náttúru eyjartna, þar sem hann meðal annars lýsir stuttlega þörungaflóru Færeyja. Um svipað leyti urðu ferðir danskra náttúrufræðinga til Færeyja tíðar. Margir þeirra söfnuðu þörungunt í rannsóknaferðum sínum þó að rannsóknir þeirra beindust fyrst og fremst að öðrum viðfangsefnum. Mikið af þörungunum hafnaði á Grasasafninu í Kaupmannahöfn. Árið 1819 gaf Danirtn Lyngbye út viðamikið rit um þörunga Dan- merkur, „Tentamen hydrophyto- logiae danicae".81 því riti var einnig fjallað um þörunga við Færeyjar, að miklu leyti byggt á eintökum í grasasafninu, en einnig safnaði Lyngbye sjálfur nokkru af þörung- um í Færeyjum. Það var svo í lok 19. aldar að fyrst voru gerðar skipulegar rannsóknir á sjóþörungum í Færeyjum. Þær hófust með ferðum Svíans Simmons til Færeyja árið 1895. Simmons9 birti samantekt um þörungagróður Fær- eyja þar sem hann gat 125 tegunda og lýsti fjörugróðri í eyjunum. Um svipað leyti og Simmons gerði sínar athuganir var Daninn Borgesen að undirbúa rannsóknir á botnþör- ungum í Færeyjum sem áttu eftir að standa í um áratug. Borgesen fór margar rannsóknaferðir til Færeyja vor og sumur á árunum 1895 til 1902. Einnig fékk Borgesen til raim- sókna þörunga sem íslenski þör- ungafræðingurinn Helgi Jónsson safnaði í Færeyjum að vetrarlagi árið 1897. I Grasasafnið í Kaupmanna- höfn hafði á þessum tíma safnast allmikið af þörungum frá Færeyjum sem Borgesen rannsakaði einnig. Hann birti síðan grein um þær tegundir sem fundist höfðu í Fær- eyjum og voru 216 talsins.10 í annarri ritgerð gerði Borgesen ítarlega grein fyrir gróðursamfélögum í fjörum og á grunnsævi við Færeyjar.11 Eftir að Borgesen birti sínar mðurstöður í byrjun 20. aldar varð langt hlé á rannsóknum á botn- þörungum í Færeyjum. Sumarið 1980 var loks farið aftur til rann- Náttúrufræðingurinn 73 (1-2), bls. 47-57, 2005 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.