Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Síða 58

Náttúrufræðingurinn - 2005, Síða 58
Náttúrufræðingurinn Tilraunin heppnaðist og tókst að framleiða nokkuð af algínati. Ein- ungis var þó um tilraunavinnslu að ræða og ekkert varð úr framleiðslu í það sinn. Víða á grunnsævi við Færeyjar er þéttur skógur af stórþara og klóþang er algengt í fjöru og eru möguleikar til algínatvinnslu í einhverjum mæli því líklega fyrir hendi. Eins og sagði hér að ofan hefur notkun áburðarþara á kornakra sennilega verið verðmætustu nytjar af þörungum í Færeyjum. Hér við land voru þörungar hins vegar hafðir til matar og voru það lang- mikilvægustu notin.35 Notkun þara sem áburðar á komakra gæti þó hafa verið víðtæk hér á landi líka. Lúðvík Kristjánsson35 taldi til dæmis að aðgangur að þarareka hefði verið forsenda komræktar á íslandi. Því til stuðnings nefnir hann að örnefni sem benda til komræktar (t.d. Garð- , Akur-) er flest að finna þar sem búast má við nokkrum þarareka. Að lokum má geta þess að all- margar tegundir þömnga sem lifa í 18. mynd. Fjörugrös (Chondrus crisp- us) eru algeng neðan til í fjöru og á grunnsævi við Færeyjar. Fjörugrös voru notuð til grautagerðar á fslandi fyrr á tímum. í mörgum löndum við Norður- Atlantshaf er hleypiefnið „carrageenan" unnið tír fjörugrösum og notað í mat- vælaiðnaði. Kvarðinn er 2 cm. Teikning: Astrid Andreasen. Færeyjum hafa verið nýttar eða eru nýttar annars staðar í Norður- Atlantshafi. Af algengum tegundum má til dæmis nefna purpurahimnu og beltisþara sem nýttar eru til matar. Ymsar af þeim þang- og þara- tegundum sem vaxa í Færeyjum eru nýttar annars staðar sem áburður og sem bætiefni í skepnufóður og úr fjörugrösum og sjóarkræðu eru unnin hleypiefni sem notuð eru í matvælaframleiðslu (18. mynd). íslensk nöfn og fræðiheiti tegunda sem getið er í texta undir íslensku heiti Grænþörungar Brimskúfur (Acrosiplionia arcta) Maríusvunta (Ulva lactuca) Slavak (Entcromorpha intestinalis) Steinskúfur (Cladophora rupestris) Brúnþörungar Beltisþari (Laminaria saccharina) Bóluþang (Fucus vesiculosus) Brimþang (Fucus distichus f. anceps) Dvergþang (Pclvetia canaliculata) Eyjaþari (Laminaria facroensis) Hrossaþari (Laminaria digitata) Klappaþang (Fucus spiralis) Klóþang (Ascophyllum nodosum) Marinkjarni (Alaria esculcnta) Reimaþang (Himanthalia elongata) Sagþang (Fucus serratus) Skollagras (Chordaria flagelliformis) Skúfþang (Fucus distichus) Stórþari (Laminaria hypcrborea) Rauðþörungar Blóðblaðka (Dilsea carnosa) Brimkló (Ceramium nodulosum) Djúpbúi (Lomentaria clavellosa) Dreyrafjöður (Delcsseria sanguinea) Fiðurþari (Ptilota gunneri) Fjörugrös (Chondrus crispus) Kambgrös (Callophyllis cristata) Kólgugrös (Devaleraea ramentacea) Kóralþang (Corallina officinalis) Liðkólfur (Lomentaria articulata) Purpurahimna (Porphyra umbilicalis) Rauðló (Iihodochorton purpureum) Ránarkambur (Plocamium cartilagineum) Sjóarkræða (Mastocarpus stcllatus) Skarðafjöður (Phycodrys rubens) Söl (Palmaria palmata) Unnarfaldur (Membranoptera alata) Þangskegg (Polysiphonia lanosa) Þunnaskegg (Polysiphonia stricta) Dýr Mararhetta (Patella vulgata) Mardugga (Gibbula cincraria) Skollakoppur (Strongylocentrotus droebachiensis) Þangdoppa (Littorina obtusata) Þarahetta (Ansates pellucida) Þarastrútur (Lacuna vincta) 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.